Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Viðskipti_________________________._______dv Hugmyndir um að leggja Þjóðhagsstofnun niður - Ólafur ísleifsson efnahagsráðunautur skoðar málið fyrir Þorstein Pálsson forsætisráðherra Hugmyndir eru núna uppi í stjórn- sýslunni um að leggja Þjóðhagsstofn- un niður og láta Hagstofuna sjá um þann hluta starfseminnar sem snýr að upplýsingasöfnun. Innan stjórn- sýslunnar er vaxandi óánægja með Þjóðhagsstofnun. Vendipunktur er í málinu. Samkvæmt heimildum DV fól Þorsteinn Pálsson Ólafi ísleifs- syni, efnahagsráöunaut ríkisstjóm- arinnar, fyrri part vetrar að dusta rykið af hugmyndum um að leggja stofnunina niður. Þetta kom til eftir að Þorsteinn varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með Þórð Friðjónsson, forstjóra stofnunarinnar. Þjóðhags- stofnun heyrir undir forsætisráð- herra. Hluti Þjóöhagsstofnunar sam- einist Hagstofunni Hugmyndir um að láta Hagstofuna sjá um þá upplýsingasöfnun sem Þjóðhagsstofnun hefur gert til þessa eru ekki nýjar af nálinni. Þær voru komnar löngu fyrir tíma Þórðar Friðjónssonar. En svo viröist sem þessar hugmyndir séu nú áftur komnar upp vegna óánægju innan stjórnsýslunnar með stofnunina. Þeir sem taka harðast til orða segja Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób 19 20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 19 23 Ab.Sb 6mán. uppsögn 20-25 Ab 12mán. uppsögn 21 28 Ab 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir . 6mán. uppsögn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb. Bb.Sp Innlán með sérkjörum 19 28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb Sterlingspund 7.75 8.25 Ub Vestur-þýsk mörk 2 3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 29.5-32 Sp Viöskiptavixlar(forv) (1) kaupgongi Almennsk Idabréf 31 35 Sp Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 32,5-36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 30.5-34 Bb SDR 7.75-8.25 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 8.75-9.5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11 11.5 Ub.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mórk 5-5.75 Ub Húsnæðislán 3.5 Liteyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán. MEÐALVEXflR överðtr. feb. 88 35.6 Verótr. feb. 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 1968 stig Byggingavísitala mars 343stig Byggingavísitala mars 107,3 stig Húsaleiguvisitala Hækkaói 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Ávöxtunarbréf 1.4969 Einingabréf 1 2,670 Einingabróf 2 1,555 Einingabréf 3 1,688 Fjölþjóöabréf 1.268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2.753 Lífeyrisbréf 1.342 Markbréf 1.432 Sjóösbréf 1 1.253 Sjóösbréf 2 1,365 Tekjubréf 1,360 Rekstrarbréf 1,06086 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiöir 284 kr. Hampiöjan 144 kr. lönaöarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 140kr Útgeröarf. Akure. hf. 174 kr. aö ekki sé jafnvandað til verka varð- andi ýmis skyndimál sem stjórnsýsl- an biður stofnunina um að sinna. Standardinn hafi einfaldlega lækkað eftir atgervisflóttann á undanfórnum árum. Á hinn bóginn standi öll upp- lýsingasöfnun stofnunarinnar á gömlum merg og sé mjög traust. Reynist atgervisflóttinn of þungur Þórður Friðjónsson, forstjóri stofn- unarinnar, hefur sagt við DV að gott og hæft fólk hafi tekið til starfa í stað þeirra þekktu hagfræðinga sem hætt hafi hjá stofnuninni á undanfórnum misserum og að maður komi í manns staö. Um þetta virðast menn ekki á einu máli. Blóðtakan sé það mikil að stofnunin hafi lækkað í.getu auk þess sem það taki langan tíma að þjálfa fólk í stað þeirra sem hafi hætt. Vilhöll ríkisstjórnum? Einn af heimildarmönnum DV tók svo sterkt tii orða að stofnunin væri nánast orðin dauð. „Það sem hefur drepið Þjóðhagsstofnun er að menn vita aldrei hvort spár hennar eru hlutlausar eða háöar vilja ríkis- stjórnarinnar," sagði hann. í DV hefur að undanförnu verið gerð grein fyrir atgervisflóttanum frá stofnuninni. Að minnsta kosti níu hagfræöingar, ílestir þekktir, hafa hætt hjá stofnuninni á undanförnum árum. Þau þrjú síðustu sem hættu í vetur voru Bolli Bollason, Maríanna Jónasdóttir og Birgir Árnason. Öll munu þau hafa hætt vegna óánægju með Þórð Friðjónsson forstjóra. Þá mun Sigurður Snævarr vera mjög óhress hjá stofnuninni og hafa leitaö nýrra miða að undanförnu. Dægurmáladeildin farin Þetta fólk var allt í svonefndum daglegum verkefnum hjá stofnun- inni eins og þjóðhagsspá og efna- hagsdæmum fyrir stjórnsýsluna, þingmenn og oft á tíðum atvinnuveg- ina. Þetta eru skammtímaverkefni stofnunarinnar og annar hlutinn í starfi stofnunarinnar. Hinn hlutinn er eins konar sagfifræði, hún fjallar um liðna tímann. Gott dæmi um þetta eru þjóðhagsreikningarnir; stærð þjóðarkökunnar, hverjir búa hana til, hvernig hún skiptist í laun og hagnað fyrirtækja, hver sé hlutur einkaneyslunnar og fjárfestingar- innar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sami maðurinn hefur haft umsjón með þessu verkefni í mörg ár. Hann heitir Gamalíel Sveinsson. Fréttaljós Jón G. Hauksson Þessir hafa hætt Lítum aðeins betur á það hvaða atgervismenn hafa hætt hjá stofnun- inni á undanförnum árum. Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri, er orð- inn viöskiptaráðherra, Ólafur Davíðsson er framkvæmdastjóri hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, Sigurö- ur B. Stefánsson er framkvæmda- stjóri hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans, Hallgrímur Snorrason er hagstofustjóri, Bolli Bollason er sérstakur ráðunautur fjármálaráðherra í efnahagsmálum, Maríanna Jónasdóttir er hagfræð- ingur hjá Verðbréfamarkaði Iðnað- arbankans, Ólafur ísleifsson er efnahagsráðunautur ríkisstjórnar- innar, Birgir Ámason er sérfræðing- ur hjá viðskiptaráöuneytinu í efnahagsmálum og Rósmundur Guðnason, sem sá um sjávarútvegs- deild stofnunarinnar um árabil, er nú með eigin rekstur sem ráðgjafi. Ólafur með metnað til að stjórna Þegar Jón Sigurðsson tók sér frí sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar á árunum eftir 1980 og hélt til Wash- ington til starfa fyrir alþjóöagjald. eyrissjóðinn leysti helsti samstarfs- maður hans, Ólafur Davíðsson, hann af sem forstjóra á meðan. Fæstir áttu von á því aö Jón kæmi aftur til að starfa á Þjóðhagsstofnun. Þegar ljóst var að hann kæmi aftur réð Ólafur sig sem framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda. þaö er fullyrt áð þama hafi persónulegur metnað- ur Ólafs ráðið mestu um frekar en óánægja hjá stofnuninni. Þeir voru gott „tím“ Þeir Jón, Olafur, Hallgrímur, Sig- urður B. Stefánsson og Bolli eru sagðir hafa verið mjög samrýmdir og átt gott með að vinna saman. Hjá þeim var liðsandi. Þeir voru gott lið og komu allir inn á stofnunina á ár- unum í kringum 1970. Sigurður B. Stefánsson er sagður hafa hætt á stofnuninni þar sem hann hafi viljaö reyna fyrir sér á nýjum miðum. Hann réðst til Kaup- þings og nú er hann framkvæmda- stjóri Veröbréfamarkaðar Iðnaöar- bankans. Metnaður Hallgríms til að stjórna Þegar Ólafur og Sigurður voru hættir blasti það við að Hallgrímur Snorrason væri orðinn næstæöstur hjá Þjóðhagsstofnun. Það er sagt að sami persónulegi metnaðurinn hjá honum og Ólafi Davíðssyni hafi ráðið því að hann hvarf af vettvangi og réð sig sem hagstofustjóra. Hann sá ein- faldlega ekki fram á það að Jón Sigurðsson myndi hætta sem stjóri í bráð. Bolii orðinn aðstoðarforstjóri Þegar þarna er komiö sögu er Bolli Bollason allt í einu orðinn næstæðst- ur, kominn í stól aðstoðarforstjóra. Og fleiri hækkuðu í tign. Maríanna Jónasdóttir viðskiptafræðingur var komin næst á eftir Bolla í daglegu verkefnunum. Rósmundur Guðnason hætti á tímabihnu þar sem hann taldi sig ekki ná þeim frama sem hann hafði metnað til að ná og Ólafur ísleifsson hvarf til starfa í alþjóðadeild Seðla- bankans og síðan til Álþjóðagjaldeyr- issjóðsins í Washington. Metnaður Bolla til að stjórna Þegar Þórður Friðjónsson, sem verið haföi efnahagsráðunautur rík- isstjóma Gunnars Thoroddsen og Steingríms Hermannssonar, var skyndilega settur forstjóri Þjóðhags- stofnunar er Jón Sigurðsson sneri sér að stjómmálunum í byrjun síð- asta árs mun Bolli Bollason hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og jafnframt reiður. Hann var aðstoðar- forstjóri og tilheyrði súperliðinu sem áður hefur verið sagt frá og náði svo vel saman. Heimildir DV segja að Bolli hafi ætlaö að hætta strax þ'ar sem metn- aður hans sætti sig ekki við að hann fengi ekki starfið. Það dróst þó á langinn eða þar til síöastliðið haust að hann hætti. Hóf hann þá störf sem sérstakur efnahagsráðgjafi fjármála- ráðherra. * Þau Maríanna og Birgir hafa svo fylgt út á eftir Bolla. Og sömu sögu er að segja um Sigurð Snævarr. Daglegu málin í sérstakt efna- hagsráðuneyti Verði Þjóðhagsstofnun lögð niður virðist sem þjóðhagsreikningarnir og upplýsingaöflunin fari undir Hag- stofuna en daglegu málin svonefndu; þjóðhagsspár, verðlagsspár og önnur sérverkefni, verði unnin í því ráðu- neyti sem fer méö efnahagsmálin en það er nú forsætisráðuneytið. í ná- grannalöndum okkar mun fjármála- ráðuneytið yfirleitt vera það ráðuneyti sem stýrir efnahagsmál- unum. Ennfremur yrði mikil samkeppni við þá fjölmörgu sem gera nú efnahagsspár í þjóðfélaginu, eins og Vinnuveitendasambandiö, Félag íslenskra iðnrekenda, Alþýðu- sambahdið, Verslunarráð, Seðla- bankann, Kaupþing og fleiri. Samkeppni um efnahagsspár Þeir sem DV hefur rætt við telja að svona samkeppni sé mjög af hinu góða. Þannig fengi almenningur mörg sjónarmið en ekki einhvern stóra sannleik frá einum aðila. Aö vísu yrði spá stjómvalda ítarlegust en aörir, eins og Vinnuveitendasam- bandið, byggðu sínar spár á gmnn- upplýsingum frá opinberu spánni en kæmu síðan inn með sínar eigin for- sendur. Verðbólguspárnar yfirleitt aldrei staðist Gagnrýnt hefur verið að spár Þjóð- hagsstofnunar standist ekki. Hægt er að skipta spám stofnunarinnar í tvo flokka, þjóðhagsspá og verð- lagsspá. Það eru sérstaklega verð- lagsspámar sem ekki hafa staðist og svo hefur veriö í mörg ár. Spár um raunstærðir eins og aflabrögð, fram- leiðslumagn atvinnuveganna og fleira hafa staðist ágætlega. Rétt er að minna á að verðmæti, til dæmis þjóðarframleiðslan, er magn sinnum verð. Vandinn við verðbólguspámar, sem stofnunin hefur orðið að glima við eins óg aðrir, eru forsendurnar. Hvað hækka laun fólks mikið og til hve langs tíma verður samið? Ljóst er að í forsendunum getur komið þrýstingur frá opinberum aöilum. Hið opinbera segist hugsanlega geta haldið launum niðri þó að allir aðrir í þjóðfélaginu sjái að þaö séu veikar forsendur og jafnvel út í hött. Og hvað á stofnunin að setja frá sér ef stjómmálamenn segjast harðir á sinni launastefnu? Þama er hætta á að opinber stofnun verði að taka til- lit tfl stjómmálamannanna en spár manna og stofnana í atvinnulífinu séu raunhæfari. Upplýsinganna er þörf vegna hagstjórnar Á meðan þjóðfélög búa við hag- stjóm af einu eða öðru tagi er þörf fyrir stofnun sem safnar upplýsing- um um efnahagslífið. Hversu mikill er innflutningurinn, útflutningur- inn, hlutur launa í kökunni og margar aðrar upplýsingar? Hvemig getur til dæmis hagstjóm, sem geng- ur út á að skerða launin, komið að gagni ef enginn hefur umsjón með því að reikna út hve stór hluti launin eru í þjóðartekjum? Víst er að Þjóðhagsstofnun er kom- in í brennidepilinn í stjómsýslunni. Þeir neikvæðustu segja aö hún sé orðin mikið vandamál. Aðrir segja að hún nái sér á strik aftur þegar það fólk sem þar starfar núna hefur feng- ið sína þjálfun. Jón Sigurðsson hefur áhyggj- ur af stofnuninni Að sögn heimilda DV hefur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ekki sagt starfi sínu sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar lausu vegna þess að hann hefur áhyggjur af stöðu stofn- unarinnar. „Hann fer aldrei inn á Þjóðhagsstofnun aftur eftir aö hafa verið í pólitíkinni. Til þess er hann of mikill prinsippmaður. En hann heldur í embættið til að geta haft sín áhrif á framtíð stofnunarinnar. Hann hefur miklar áhyggjur af gangi mála þar núna,“ sagði einn heimildar- manna okkar. -JGH Ólatur ísleifsson, efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinn- ar, fékk það verkefni i vetur frá Þorsteini Pálssyni forsætisráöherra að dusta rykið af hugmyndum um að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og skipaöur for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann er sagður halda í stöðu sina sem forstjóri stofnunarinnar þar sem hann vilji hafa puttana í framtíð hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.