Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988.
7
Fréttir
5.30%
1.30%
13.70°/
Allt frítt
0-10 þús.
B 10-20 þús.
□ 20-þ. eða meir
79.70%
Hvað er húsaleiga eða greiðslur til foreldra miklar ? Ert þú i launuðu starfi samhliða námi?
■ Nei
H 0-20 þús.
B 20-40 þús.
□ 40-eðameir
D 7
13.70%
13.40%
9.50%
■ Nei
□ 0-100 þús.
■ 100-300 þús.
C3 300-eða meir
61.40%
Attu bif reið ?
39.00%
61.00%
Ert þú i föstu sambandi eöa sambúð ?
Dagskólinn Á þessum kökuritum má sjá hvernig svör dagskólanema Fjölbrautaskólans í Breiðholti við nokkrum spurningum könnun-
arinnar skiptast.
Könnun á aðstæðum og viðhorfum framhaldsskólanema:
Vinna IHið, búa frítt
og vilja leyfa bjórinn
Fyrir skömmu gengust nemendur
á fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í
Breiðholti fyrir könnun meðal nem-
enda skólans um efnahagslegar
aðstæður þeirra og ýmislegt annað
er þeim lék forvitni á að vita um
daglegt líf nemenda. Þó nemendur
Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafi
einir svarað spurningunum í þessari
könnun gefur hún sjálfsagt til kynna
aðstæður framhaldskólanema yfir-
leitt. Um helmingur innritaðra
nemenda svöruðu spurningunum.
Mjög lítill hluti neitaði að svara
hverri spurningu, sjaldan meira en
3 prósent.
Flestir fá allt
frítt hjá foreldrum
Nemendurnir voru fyrst spurðir
hver framfærslukostnaður þeirra
væri á mánuði. Af þeim sem svöruðu
þessari spurningu sagði rúmur
helmingur (51,3 prósent) að fram-
færslukostnaður sinn væri undir 15
þúsund krónum á mánuði. 31,6 pró-
sent sögðu framfærslukostnaðinn
vera 15-25 þúsund, 11,1 prósent 25-35
þúsund og 4,6 prósent sögðu hann
35-50 þúsund. Ekki nema 1,5 prósent
nemenda sögðu framfærslukostnað-
inn yflr 50 þúsundum.
Þegar nemendur voru spurðir um
hve háar upphæðir færu á mánuði í
húsaleigu eða greiðslur til foreldra
kom fram skýring á hinum lága
framfærslukostnaði. 79,7 prósent
þeirra sem svöruðu sögðust fá allt
frítt, 13,7 prósent að þeir þyrftu að
borga undir 10 þúsund krónum, 5,2
prósent milli 10 og 20 þúsund en 1,3
prósent þeirra sem spurðir voru
sögðust greiða meira en 20 þúsund í
húsaleigu eða greiðslur til foreldra-
húsa.
Tæpur helmingur
vinnur ekki með námi
Þegar spurt var hvort nemendurn-
ir ynnu með námi sínu svöruðu 54,7
prósent því játandi. Af þeim sögðust
29 prósent hafa laun undir 10 þús-
undum á mánuði, 43 prósent undir
20 þúsundum, 20 prósent undir 30
þúsundum, 5 prósent undir 40 þús-
undum og 3 prósent sögðust hafa
hærri tekjur en 40 þúsund krónur á
mánuði. 45,3 prósent nemenda sögð-
ust hins vegar ekkert vinna með
námi og hafa því engar tekjur um
vetrartímann.
Þegar litið er á sumartekjur nem-
endanna kemur í ljós að 8,3 prósent
þeirra höfðu minna en 50 þúsund
krónur í tekjur síðasthðið sumar eða
minna en 17 þúsund á mánuði sé
miðað við þrjá mánuði. 40,1 prósent
höfðu minna en 150 þúsund (17-50
þúsund á mánuði), 38,5 prósent höfðu
minna en 300 þúsund (50-100 þúsund
á mánuði), 11,3 prósent höfðu minna
en 500 þúsund (100-170 þúsund á
mánuði) og 1,8 prósent sögðust hafa
haft hærri tekjur en hálfa milljón
króna síðastliðið sumar.
Nemendurnir virðast ekki hafa
stofnað til mikilla fjárhagslegra
skuldbindinga því 61,1 prósentþeirra
sögðust ekki skulda neitt. 22,2 pró-.
sent sögðust skulda minna en 50
þúsund krónur og 13,9 prósent sögð-
ust skulda á bilinu 50 og 300 þúsund
krónur. 2,7 prósent nemendanna
sögöust skulda hærri fjárhæðir en
300 þúsund krónur.
Tæp 40 prósent eiga bíl
Þegar spurt var um bílaeign kemur
sjálfsagt fram ástæðan fyrir skuldum
sumra nemendanna. 61,4 prósent
sögðust ekki eiga bíl en 38,6 sögðust
eiga og reka bíl. Af þeim sem áttu
bíl töldu 35 prósent bíla sína meira
virði en 300 þúsund krónur. 40 pró-
sent töldu bíla sína liggja á bihnu 100
til 300 þúsund en 25 prósent töldu þá
minna virði.
Þegar spurt var hvort nemendurn-
ir hygðu á utanlandsferð í sumar
kom í ljós aö rúmur helmingur, 55,2
prósent, ætlar til útlanda í sumar.
44.8 prósent ætluðu sig hins vegar
hvergi aö hræra.
Þá var spurt hvort nemendurnir
hefðu útvegað sér sumarvinnu og
sögðust 57,4 prósent þegar hafa geng-
ið frá þeim málum. 42,6 prósent áttu
það ógert.
í könnuninni var einnig spurt
hvort nemendur væru í sambúð eða
fóstu sambandi. 39 prósent svöruðu
því játandi. Hinir, eða 61 prósent, eru
óbundnir.
Flestir í háttinn
milli ellefu og eitt
Þá var og spurt hvenær nemend-
umir færu í háttinn á kvöldin á
virkum dögum. Um ellefuleytið eru
5.8 prósent nemenda skriðnir undir
sæng, á miðnætti hafa önnur 40,2
prósent bæst við. Svipaöur fjöldi, eða
•41,5 prósent, sagðist fara að sofa fyr-
ir eitt, 11,3 prósent halda sér vakandi
til klukkan tvö og 1,2 prósent eru á
fótum til klukkan þrjú. Enginn nem-
endanna sagðist vaka lengur að
jafnaði.
Aö loknu stúdentsprófu sagðist
réttur helmingur, 50 prósent, hyggja
á frekara nám. Af þessum hóp hugð-
ust 47 prósent stunda nám hér heima
en 53 prósent stefndu til útlanda. Stór
hópur nemenda hafði ekki gert upp
hug sinn varðandi framhaldsnám,
eða 42,1 prósent. 7,9 prósent nemenda
svörðu þessari spurningu hins vegar
neitandi.
80 prósent vilja bjórinn
i lokin fylgdi ómissandi fylgifiskur
allra kannana, spurning um afstöðu
nemenda til sölu á sterkum bjór. 14
prósent nemenda sögðust ekki hafa
gert upp hug sinn en af þeim sem
tóku afstöðu sögðust 81,6 prósent
nemendanna vera fylgjandi bjórn-
um. 18,4 prósent voru honum mót-
fallin.
Sömu spurningar voru lagðar fyrir
nemendur í öldungadeild skólans.
Þar urðu niöurstöðurnar síður
marktækar vegna lélegra heimtna á
svörum. í sumum spurningunum fór
hlutfall þeirra sem svöruðu ekki yfir
50 prósent. Ástæða þess er kannski
fyrst og fremst sú að spurningamar
voru fyrst og fremst samdar með
dagskólanemendur í huga. Hér til
hliðar eru svör öldunga við fjórum
spumingum birt. Þar kemur meðal
annars í ljós að fleiri dagskólanem-
endur ætla til útlanda en þeir sem
vinna fulla vinnu með náminu.
-gse
51.40%
Hver er framfærslukostnaður á mánudi yfir skólatímann ?
4.60%
1.50%
11.10%
I 0-15 þús.
H 15-25 þús.
■ 25-35 þús.
□ 35-50 þús.
□ 50-eðameir
Ertu með eða ó móti sölu ó sterkum bjór ?
Dagskólinn Á þessum kökuritum má sjá svör dagskólanema viö spurningum um framfærslukostnaö, hvort þeir hyggi á utanlands ferö
í sumar, hvort þeir ætli í frekara nám eftir stúdentspróf og afstööu þeirra til sölu á sterkum bjór.
15.00%
■ 0-15 þús.
B9 15-25 þús.
■ 25-35 þús.
0 35-50 þús.
□ 50-eðameir
13.10%
27.90%
15.00%
29.00%
Hver er framfærslukostnaður ó mónuði yfir skólatimann ?
Hyggur þú ó utanlandsferð í sumar ?
Oldungadeildin Til samanburðar má sjá hér svör öldungadeildarinnar viö sömu spurningum. Eins og sjá má álíta nemendur
hennar framfærslukostnaö sinn mun hærri. Þeir hyggja síður á utanlandsferð og eru óákveðnari um framhaldsnám. Hins vegar er enginn
munur á afstöðunni til bjórsins.