Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988.
KAUPMANNAHÖFN
SAUÐÁRKRÓKUR
Nýr umboðsmaður á Sauðárkróki frá og meó 1. maí
1988,
Björg Jónsdóttir, Fellstúni 4, sími 95-5914.
\
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún • 104 Reykjavik • Island • Simi 84590
GETRAUNAVINNINGAR!
35. LEIKVIKA 30. APRÍL 1988.
VII\II\III\IGSRÖÐ X1X-1 1X-XX1-X12
1. vinningur kr. 2.282.370,70 flyst yfir á 36. leikviku
þar sem engin röð kom fram með 12 rétta.
2. VlhinillMGUR 11 RÉTTIR KR. 28.711.-
1312
T02114
250575*
250161 +
42842
2038 +
T02125
517918
97178 +
42875
3005 +
169139
125433 +
44671
249133
243273
125435 +
* = 2/11
250484
249308
249105
Kærufrestur er til mánudagsins 16. mai 1988 kl. 12.00 ó hádegi.
SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2
Mánudagskvöldið 2. maí 1988
Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var
um eina lárétta línu.
Spilað var um 10 aukavinninga, Orion
videotökuvélar frá Nesco Kringlunni, að
verðmæti 52.900 krónur hver.
73 37 5117 83 26 7 40 38 76 31 20 47 9 36 44
Spjöld nr. 17519
Þegar talan 44 kom upp var hætt að spila
upp á aukavinningana.
Þegar spilað var um bílana komu eftirfarandi
tölu'r upp. Spilað var um þrjár láréttar línur
(eitt spjald).
63 54 61 15 3 66 50 75 60 82 21 49 62 59 43
71 13 46 8 34 53 10 33 27 4 87 22 90 11 58 1
39 74 41
Spjöld nr. 18393, 22648,13590
OGUR
STYRKTARFI- LAG
SÍMAR 673560 OG 673561
Utlönd
Sprengjuárás
í Noregi
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Þrír norskir menn um tvítugt hafa
lýst sig ábyrga fyrir innbrotum og
skemmdarverkum í pakistanskri
búö í Brummendal í Noregi. Þrívegis
hafa þeir ráðist inn í búö Pakistanans
og brotið allt og bramlað og nú síð-
ast sprengdu þeir heimatilbúna
sprengju inni í búðinni.
Útlendingahatur sögðu mennirnir
vera skýringuna á þessari hegðun
sinm. Lögreglan fann sprengiefni,
vopn og bækbnga með nasistaáróöri
við húsleit hjá mönnunum. Ekki er
taliö að skipulögð hreyfmg nasista
eða rasista standi á bak við glæpina
í þessu tilfelli.
En Pakistanar og aörir litaðir þjóð-
flokkar, sem hafa búsetu í Noregi,
verða sífelit fyrir meiri áreitni af
norskum rasistum. Innbrot og
skemmdarverk eru daglegt brauð hjá
útlendingum sem reka verslanir í
Noregi. Líkamsárásir færast einnig í
vöxt og allmargir skemmtistaöir
neita lituðu fólki um inngöngu.
Afengis- og fikniefnaneysla flugmanna veldur verulegum áhyggjum I Bandarikjunum, einkum eftir að í Ijós kom
að fiugstjóri farþegaþotu, sem brotlenti, hafði verið undir áhrifum kókaíns. Nú er spurt hvort óregla flugmanna geti
átt þátt i fleiri flugslysum, eins og þessu sem myndin hér að ofan er frá. Simamynd Reuter
Flugmenn settír
undir smásjá
vegna óreglu
Anna Bjamason, DV, Denver:
Fréttamenn NBC-sjónvarpsstöðv-
arinnar í Denver í Bandaríkjunum
hafa nú rannsakað ökuferil allra
flugmanna í Kólóradó sem hafa rétt-
indi til atvinnuflugs. Reyndust
flugmennimir vera um sex þúsund
og fimm hundruö talsins.
í ljós kom að eitt hundrað og ellefu
þeirra höfðu verið teknir fyrir ölvun
við akstur og niutíu og einn hafði
misst ökuleyfið af þeim sökum.
Þetta þykja uggvænlegar stað-
reyndir og hafa vakið mikiö umtal.
í Ijós kom einnig, við athugun á
skýrslum, sem flugmenn verða að
útfylla með vissu millibili og senda
flugmálastjórn, aö þeir höíöu yfirleitt
ekki getið um þessi brot sín eða öku-
leyfissviptinguna.
Ekkert verður fullyrt um að flug-
menn, sem ekið hafa bifreið undir
áhrifum áfengis, hafi verið undir
áhrifum við stjórnvöl flugvéla líka.
Tilefni rannsóknarinnar var að
flugstjórinn, sem brotlenti farþega-
þotu í janúarmánuði síðastliðnum,
reyndist hafa neytt kókaíns stuttu
fyrir flug. Einnig kom í ljós að hann
hafði margsinnis verið tekinn fyrir
ölvun við akstur og hafði ekki getið
þess á skýrslum sínum til flugmála-
stjómar.
Uppljóstranirnar hafaorðið til þess
að flugmálastjórn hyggst athuga
skýrslur flugmanna miklu nánar en
áður og sannprófa svör þeirra viö
spumingum sem þar em lagðar fyrir
þá.
Nýtt hraðamet
Ásgeir Eggertsson, DV. Mönchen:
Hin nýja hraðlest, ICE, sem þró-
uð hefur verið í V-Þýskalandi, setti
um helgina nýtt hraðamet er hún
ók á 406 kílómetra hraða á teinum
sem lagðir voru sérstaklega fyrir
hana. Gamla metið átti franska
hraölestin PGV en hún náði 380
kflómetra hraða.
V-þýska hraðlestin er nefnd Inter
City Experiraental og er nu aðeins
til eitt eintak af henni. Gert er ráð
fyrir aö taka þessa nýju vagna í
notkun árið 1991 er lokið verður
við að leggja nýja brautarteina,
sem hæfaþessari lest, á milli helstu
borga iandsins.
í framtíðinni verður farþegum þó
ekki ekið á 406 kflómetra hraða
heldur mun ferðahraði hennar
verða 250 köómetrar á klukku-
stund. Þá geta farþegar vænst þess
aö komast á fimm klukkustundum
á milli Hamborgar og Munchen en
nú þuría farþegar að halda til í sjö
tima i lestinni á þessari leið.
Næsta markraið jámbrautanna
hér í Vestur-Þýskalandi er að
tengja París og Bomi með þessari
nýju hraðlest.