Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Iþróttir Frétta- ■ .r m....... stúfar Real Madrid, sem vann spænska meistaratitilinn í knattspyrnu á dögunum, tapaði á sunnudag fyrir Barcelona, 2-0, í deildarkeppninni. Real Madrid lék án Jankovic og Buitragueno og virtist þaö hafa áhrif á liöiö. Gary Lineker og Prancisco Carrasco tryggðu Barcelona sigur í leiknum. Barnes bestur John Barnes var um síðustu helgi kosinn knattspymumað- ur ársins í Englandi af samtök- um enskra íþróttafréttamanna. Fyrir nokkru var John Barnes einnig kosinn leikmaöur ársins af samstarfsbræðrum sínum í Englandi. Þessar útnefningar koma víst engum á óvart því Bames hefur leikiö stórkost- lega meö Láverpool á keppnis- tímabihnu og á stóran þátt í velgengni liðsins. Stórsigur PSV PSV Eindhoven, sem þegar hef- ur tryggt sér sigur í hollensku 1. deildar keppninni, vann á sunnudag stóran sigur á Spörtu frá Rotterdam. Lokatölur leiks- ins uröu 6-2. Ajax vann á sama tíma 3-1 sigur á Haarlem og er í öðru sæti í deildinni, fimm stigum á eftir PSV. Þess má geta að markatala PSV er glæsi- leg en liðið hefur skoraö 113 mörk og fengið aöeins á sig 28 en alls er lokiö 33 umferðum. Rimmer markahæstur Stuart Rimmer hjá Watford er sem fyrr markahæstur í 1. deild ensku knattspymunnar meö 28 mörk. John Aldridge, Liver- pool, og Brian McClair, Manchester United og Leroy Rosenior, West Ham United hafa gert 27 mörk og Lee Chap- man, Sheffield Wednesday er fimmti markahæstur með 23 mörk. Tvö efst og jöfn Sovéska deildarkeppnin í knattspymu er nýlega hafin en alls hafa veriö leiknar átta rnn- ferðir. Zenit Lenigrad og Zhalgiris Vilnius em jöfn í efsta sætinu með 11 stig hvort félag. Dynamo Kiev er í þriðja sæti meö 10 stig. Dynamo Moskva og Spartak Moskva koma í næstu sætum meö níu stig. Stopyra skrifaði undir Franski landsliðsmaðurinn Yannick Stopyra sem leikið hef- ur undanfarin ár Toulouse, leikur á næsta ári með Borde- aux en Stopyra skrifaði i gær undir samning við Bordeaux til þriggja ára. Stopyra, sem 27 ára, hefur 32 landsleiki að baki. Sigur hjá Celtic Glasgow Celtic vann um helg- ina Motherwell, 0-1, á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Rangers tapaöi á heimavelli fyrir Aberdeen, 0-1, og Hearts tapaði einnig á heimavelli, 0-1, fyrir St. Mirren og verða það að teljast óvænt úrslit f meira lagi. Stefán í Þrótt Stefán Aðalsteinsson, bróðir Aðalsteins Aöalsteinssonar, hefur ákveöiö að ganga til liðs við 2. deildar félag Þróttar í knattspymu en Stefán lék raeö Víkingum í fyrra. Stefán þykir mjög efiiilegur leikmaður og verður hann löglegur raeð Þrótti í þriöja leik Islandsmóts- ins. Margir leikraenn hafa gengiö í Þrótt á undanfómum dögum og verður fróðlegt að fylgjast með Þróttumm i sum- ar. Þetta verður mjög eifiður leikur - segir Atli Eðvaldsson Víðir Sigurðsson, DV, Búdapest: „Það er mjög sérstakt og skemmti- legt að koma í þennan leik því þetta er fyrsti vináttulandsleikurinn sem ég spila í sex ár eða síðan í Finnlandi sumarið 1982. Það eru einmitt svona leikir sem okkur hefur alltaf vant- að,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslénska iandshðsins, í samtah við DV í gær. Atli er bæði elsti og reyndasti leik- maður liðsins en hann spilar í dag 48. leik sinn fyrir íslands hönd. Aö- eins Marteinn Geirsson (67) og Árni Sveinsson (50) hafa spilað fleiri. „Þetta veröur mjög erfiður leikur, á því er enginn vafi. Það hentar okk- ur betur að leika að hausti en hins vegar finnst öllum gaman að koma á svona glæsilegan völl á þessum árs- tíma. Þaö liggur við að maður þurfi að halda aftur af strákunum, passa að þeir ætli sér ekki of mikið á æfing- unum því viljinn er svo mikill. „Ungverjar taka þennan leik mjög aivarlega. Þeir hafa ekki staðið sig sem skyldi upp á síðkastiö og undir stjórn nýs þjálfara ætla þeir sér stærri hluti í framtíðinni. Þeir stefna auðvitað ekki á neitt annað en örugg- an sigur gegn okkur. Við þurfum að leika sterkan varnarleik, það er slæmt að vera án Guðna Bergssonar því við vorum orðnir mjög samstillt- ir með hann aftastan í fyrrahaust, en það kemur maður í manns stað,“ sagði Ath. Hann benti á að það væri nauðsyn- legt að geta stillt upp sem sterkustu liði í svona vináttuleik. „Við þurfum að ná því sama og Svíarnir sem fá sína menn lausa í átta landsleiki á ári, sama hvort þeir eru í einhverju móti eða ekki. Ef fé- lögin neita þurfa þau að greiða þeim háar sektir," sagði Atli sem ekki fékk að vita fyrr en á sunnudagsmorgun- inn hvort þjálfari Bayer Uerdingen gæfi honum leyfi til fararinnar. Kristján Arason varð sem kunnugt er vestur-þýskur meistari í handknattleik um bach. „Þetta var stórkostleg stund og núna slappar maður vel af og nýtur þes: samtali við DV í gær. Hann hefur leikið frábærlega i vetur með Gummersbach og : sér meistaratitilinn. Á þessari mynd, sem tekin var skömmu eftir að Kristján o sínum, sést Kristján fagna með skjöldinn ásamt félaga sínum, Thomas Krokowsl Fyrsti landsleikur íslendinga og Ung Víðir Sigurðæan, DV, Búdapest Leikurinn viö ísland annaö kvöld er hður i markvissum und- irbúningi Ungverja fyrir næstu heimsmeistarakeppni. Eftir að hafa verið í nokkurri lægð und- anfarin ár ætla þeir sér aö byggja upp öflugt landsliö á ný og hafa sett stefnuna á úrslitakeppni HM á ítahu áriö 1990. Ungverjar hafa leikið mikið af vináttulandsleikjum undanfarið, síöast gerðu þeir 0-0 jaíhtefli við Englendinga á Nep-leikvanginum sl. miðvikudag. Þeir munu leika landsleik á hverjum miðvikudegi fram á mitt sumar. Sex landsliðsmenn Ungverja leika með erlendum liðum og þrír þeirra verða fiarverandi annaö kvöld vegna leikja með félagshö- um sínum. Það eru snillingurinn Lajos Detari, sem er talinn í hópi bestu knattspymumanna í Evr- ópu i dag og leikur með Frankfurt í Þýskalandi, markvörðurinn Szendrei, sem ver mark Malaga á Spáni, og Roth sem leikur með Feyenoord í Hollandi. Hinir þrír, sem leika meö, em allt mjög öflugir leikmenn, Mez- aroz, Esterhazy og Garaba, og aö hinum þremur undanskildum munu Ungverjar tefla fram slnu öflugasta Uði annaö kvöld. Handkní GeirogV handbol - skólahaldið vei Ungverjar eri léttleikand Tveir af þekktustu handknattleiks- mönnum landsins, þeir Geir Hallsteins- son og Viðar Símonarson, standa fyrir handboltaskóla í Hafnarfirði i vor og hefst kennslan miðvikudaginn 25. maí og henni lýkur 31. maí. Gjaldið er 9000 krónur á mann í heima- vist, fullt fæði og kennslugjald. Þeir sem hvorki vilja vera í heimavist né fæði greiða 5500 krónur. Ef tveir eða íleiri koma frá sömu fiölskyldu fær hver 1000 króna afslátt. - segir Guðmundur Baldursson, mark færi með landsliðinu og þetta gefur mér byr undir báða vængi fyrir sumarið," sagði Guðmundur Baldursson úr Val sem ver mark íslands gegn Ungverja- landi á Nep-leikvanginum í kvöld. Guðmundur leikur nú sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 1982 en frá þeim tíma átti hann erfitt uppdráttar, allt þar til hann náði að sýna sitt besta á ný, með Valsliðinu seinni hluta síðasta sum- ars. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur leikið átta landsleiki. „Það má segja að ég sé mjög heppinn að vera valinn í liðið því bæði Bjarni Sigurðsson og Friðrik Friðriksson eru forfallaðir. Tíminn er heldur ekki sá hentugasti, maður er varla kominn í leikform ennþá. En það þarf alltaf ein- hverja heppni til aö vel gangi og nú er um að gera fyrir mig að grípa tækifærið, láta vita af því að ég sé til. Þó það séu Víðir Sigurðsson, DV, Búdapest: „Það er stórkostlegt að fá á ný tæki- Fullt fang af DV 'Víðir Sigurðsson, DV, Búdapest Pétur Ormslev kom til Búda- pest á sunnudaginn með sann- kallaða himnasendingu handa þeim sem farið höíðu utan 24. apríl og verið í Hollandi og Aust- ur-Þýskalandi. Hann hafði í fórum sínum heila viku af DV og þau blöð hafa veriö nánast lesin upp til agna enda voru menn orðnir þyrstir í gott lesefni að heiman. „Eggið“ „Eggið" í landsliðshópnum er Rúnar Kristinsson, KR-ingur, sem er langyngstur, 19 ára á þessu ári. Pétur Arnþórsson er mjög ánægður með að hafa Rúnar í hópnum því hann hefur oft mátt þola að vera yngstur og fá á sig „egg“ viðumefnið. Tólf ára munur Það munar tólf árum á Rúnari og þeim elsta í hópnum, Atla Eð- valdssyni, sem er 31 árs. Ath lék sinn fyrsta landsleik árið 1976 en þá var Rúnar sjö ára gamall og fyrir stuttu byrjaður að sparka bolta. Þessi mynd Einars Fals Ingólfssonar Ijósmyndara var á dögunum kjörin körfuknattleiksljósmynd ársins. Hún sýnir Val Ingimundarson, UMFN, verj- ast skoti Leifs Gústafssonar úr Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.