Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988.
29
„Efnið og efnistökin á námskeið-
inu er í rauninni ekkert frekar
ætlað konum en körlum. Við höf-
um hins vegar reynslu af því að
konur sækja síður námskeið sem
ætluð eru bæði konum og körlum
og þær hafa sig minna í frammi
þegar hópurinn er blandaður,"
sagði Úlla Magnússon, umsjónar-
maður „námskeiðs fyrir konur um
stofnun og rekstur fyrirtækja“,
sem rekstrartæknideild Iðntækni-
stofnunar hefur haldið. Síðasta
námskeiði lauk á laugardaginn og
var það fimmtánda námskeiðiö
sem sérstaklega hefur verið haldið
fyrir konur.
Úlla sagði að á þetta námskeið
hefðu mætt nítján konur en reynt
væri að takmarka fjölda þátttak-
enda 'við 18-20. Námskeiðið stóð í
fimm daga, íjögur kvöld frá klukk-
an 19-22, og því lauk svo með
þriggja klukkutíma námskeiðs-
haldi á laugardag.
Fjármál, bókhald og fleira
Meðal þess sem kynnt er á nám-
skeiðunum er stofnáætlun fyrir-
tækja og arðsemi. Þá er farið í form
Tíðarandi
fyrirtækja og fjármál og er lögfræð-
ingur fenginn til að úthsta fjármál-
in. Enn fremur er rætt um
markaðsmál og markaðsáætlun og
að lokum kemur endurskoðandi og
fræðir um uppgjör og bókhald fyr-
irtækja. Þess má geta að þátttöku-
gjaldið er 7.800 krónur fyrir
manninn.
„Þetta er feikilega gagnlegt nám-
skeið, ekki síst fyrir mig sem hef
aldrei komið nálægt rekstri áður,“
sagði Ásta Karín Agústsdóttir sem
tók við heildsölufyrirtæki í Kópa-
vogi ásamt sambýlismanni sínum
nú um mánaöamótin.
Ekki eins hrædd
„Ég hef grætt mikið á námskeið-
inu og er því ekki alveg eins hrædd
að takast á við þetta nýja verkefni
sem bíður mín. Nú veit ég allavega
hvert ég get leitað ef mig rekur í
vörðurnar.“
„Ég segi þaö sama,“ sagði Sigur-
björg Eyjólfsdóttir sem hefur rekið
Föndurskúrinn á Selfossi í þrjú
ár.
„Ég hefði þurft að komast á svona
námskeið þegar ég var að byija
með fyrirtækið. Maður lærir nátt-
úrlega mest af reynslunni en á
þessu námskeiði er hægt að læra
þaö mikið að maður þarf ekki enda-
laust að vera að reka sig á veggi.“
Eins og að fara á fótboltaleik
Gyða Sigurðardóttir tók í sama
streng en hún tók við sportvöru-
versluninni Bragasporti um
mánaðamótin ásamt eiginmanni
sínum og systur.
„Maöur öðlast meira innsæi í
rekstur eftir svona námskeiö og ég
er ekki eins hrædd við að takast á
við verkefnið núna en ég hef aldrei
staðið í rekstri áður. Þó er ég bæði
spennt og kvíðin. Að fara út í rekst-
LífsstQl
Asta Karín Agústsdóttir er aö taka
viö heildsölufyrirtæki í Kópavogi.
DV-mynd GVA
Sigurbjörg Eyjólfsdóttir hefur rekiö
Föndurskúrinn á Selfossi í þrjú ár.
DV-mynd GVA
Gyöa Sigurðardóttir er aö fara aö
reka sportvöruverslun í Reykjavik.
DV-mynd GVA
Ulla Magnússon, umsjónarmaður námskeiösins, leiöbeinir hér þátttak-
endum í sambandi viö kynningu og markaösmál.
DV-mynd GVA
Námskeið fyrir konur uin stofnun og rekstur fyrirtækja:
Erum óþvingaðri
karlalausar
- segja þátttakendur á námskeiðinu
Nítján konur sátu námskeiöiö um rekstur og stofnun fyrirtækja.
DV-mynd GVA
ur er í rauninni svipað og fara á
fótboltaleik því það er aldrei hægt
að vera viss um á hvom veginn
fyrirtækið fer.“
Þær stöllumar, sem höfðu nýlok-
ið námskeiðinu þegar þær spjöll-
uðu við DV, voru spurðar hvers
vegna haldið væri sérnámskeiö
fyrir konur.
„Þaö hafa veriö haldin námskeið
sem hvorki em auglýst fyrir konur
né karla sérstaklega. Þá hafa konur
yfirleitt verið í miklum minnihluta
og haldið að sér höndum og lítið
látið á sér bera. Þegar aðeins eru
konur á námskeiðunum erum við
opnari og þomm frekar að spyrja.
Við verðum óþvingaðar eins og sést
á námskeiðunum okkar því þar er
spurt um allt milh himins og jarð-
ar.“
Framhaldsnámskeið
nauðsynlegt
Þær vom sammála um nauösyn
þess aö halda framhaldsnámskeið
þar sem farið væri nánar ofan í
ýmis mál sem tekin voru fyrir á
þessu námskeiði, ekki hvað sist
uppgjörsmál og bókhald. Úlla
Magnússon sagði að slík fram-
haldsnámskeið væm í undirbún-
ingi hjá Iöntæknistofnun og yrðu
þau lengri, eða um 26 tímar.
„Okkur finnst að allir þeir sem
standa í rekstri, hversu stór eða
lltill sem hann er í sniðunum, eða
hafa leitt hugann að því að fara út
í rekstur, ættu að drífa sig á svona
námskeið. Hér fær maður undir-
stöðuna sem hægt er að byggja á
og á námskeiðinu lærir maður
hvert hægt er að leita ef allt kemst
í þrot,“ sögðu þær Ásta, Sigurbjörg
og Gyða.
-ATA