Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. 33 LífsstQl Þetta er fjandi óþægilegt „Það er ekki mjög þægilegt að fara í fótsnyrtingu. Raunar finnst mér það fjandi óþægilegt. Sem bet- ur fer þarf ég ekki á þessu að halda nema annan hvern mánuð. Þetta er mjög ódýrt, tíminn kostar ekki nema 560 krónur,“ segir Friðrik Ingþórsson, húsvörður í Lönguhlið 3. En fótsnyrting er eitt af því sem boðið er upp á í Félagsstarfi aldr- aðra. „Það er sem betur fer sjaldgjæft að fólki finnist jafnóþægilegt að fara í fótsnyrtingu og Friðrik þyk- ir,“ skýtur Vilborg Sigurðardóttir snyrtifræðingur inn í og bætir við: „Það er algengt að fólk komi í fótsn- yrtingu annan hvem mánuð, en sumir koma þó mánaðarlega.“ „Þar sem ég bý hér tek ég lítinn þátt í félagslífinu, enda nóg að gera við húsvarðarstörfín. Ég er búinn að vera húsvörður hér síðan það var opnað eða í 10 ár þann L okt næstkomandi. Vinnan er frekar bindandi maður er eiginlega á vakt allan sólarhringinn." Enda ef Friðrik tekur sér frí, finnst íbúunum allt ómögulegt, segir Vilborg. -J.Mar Friðrik i (ótsnyrtingu hjá Vilborgu. Með á myndinni er barnabarn hans. DV-mynd GVA Mikill áhugi og frjó hugsun „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með kennslu fyrir aldraða. Og mér líkar starfið ákaflega vel,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leið- beinandi í tauþrykkinu. „Þær konur sem sækja tímana hjá mér eru mjög áhugasamar og fijóar í hugsun. Þegar ég byijaði að kenna hafði ég smááhyggjur af að þetta myndi ekki ganga upp. Úti í bæ þyk- ist enginn geta teiknað eða málað. Því hélt ég að ég yrði að gera allt slíkt fyrir nemendurna. En raunin hefur orðið allt önnur. Konumar eru alveg sérstaklega hugmyndaríkar og dug- legar við að búa til munstur. Sem þær nota síðan á hin margvíslegustu stykki, svo sem veggteppi, gardínur, dúka og fleira. í fyrstu gerðum við einfalda hluti, en þetta hefur verið að smáþróast og nú er ég að byrja að kenna silki- þrykk. Það má því segja að útkoman Ég hef nú aðallega verið aö gera viskustykki og dúka, segir Elín Jóns- dóttir. úr kennslunni hafi verið góð.“ -J.Mar Tauþrykkið er tímafrekt Ingibjörg og Hrafnhildur við gardin- una sem Ingibjörg var að vinna að. DV-myndir GVA. Við htum því næst við í tauþrykks- tíma í Lönguhlíðinni. Þar hittum við fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur sem var í óöaönn að þrykkja munstur á gardínuefni. „Ég teiknaði munstrið sjálf og ákvað aö nota það á gardínuefni. Það er tímafrekt að eiga við þetta en um leið mjög gaman. Ég byijaði í tau- þrykkinu um áramótin og hef ég verið að leika mér við að gera dúka, veggmyndir og fleira áður en ég byij- aði á gardínunni." Á næsta borði við Ingibjörgu var Ehn Jónsdóttir að klippa út munstur. „Ég hef verið aö þrykkja dúka og viskustykki. Þaö er reglulega gaman að prófa eitthvað nýtt eins og tau- þrykk. Ég er nú bara að þessu mér tíl gamans. Ég held ekki að ég myndi gefa neinum þetta.“ Þær Ingibjörg og Ehn sögðust vera virkar í félagsstarfinu og koma þrisvar til fjórum sinnum í viku í Lönguhhðina. Þar væri margt um aö vera sem gaman væri að taka þátt í. Enda ríkti þar góður andi. -J.Mar Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 19500.- (sy stkinaafsláttur). Tímabil 23. maí - 28. maí. Vikunámskeið 29. maí - 3. júní — 5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið 19. júní - 1. júlí — 3. júlí - 15. júlí — 17. júlí - 29. júlí - 1. ágúst - 13. ágúst — 14. ágúst - 26. ágúst Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. Missið ekki af plássi í sumar! Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.