Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. MAl 1988. Nýkjörin fegurðar- drottning fékk „flugferð" í sundi: Linda Pétursdóttir var ófeimin að skella sér út í heita pottinn og strákarnir litu á hana með aðdáunaraugum. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Það þurfti ekki að biðja strákana tvisvar að koma i laugina með fegurðar- drottningu íslands. Eins og sjá má voru þeir glaðbeittir á svip eftir að hafa kastað henni nokkrum sinnum á loft og gripið hana aftur. „Rosalega er hún sæf' - sundlaugargestir litu aðdáunaraugum á Lindu Pétursdóttur „Er þetta Linda," spurði ellefu, tólf ára gutti blaðamann DV er fegurðar- drottning íslands vatt sér út í einn af heitu pottunum í sundlaugunum í Laugardal í vikunni. Stráksi lyftist allur upp er honum var tjáð að svo væri. „Rosalega er hún sæt,“ sagði sá stutti þá, strauk hökuna og hélt áfram: „Bara maður væri nokkrum árum eldri.“ Það voru ekki bara litlu strákamir sem tóku eftir fegurðar- dísinni. Þrír ungir herramenn voru aldeilis til í að kasta drottningunni í loft upp fyrir myndatökur DV er þeir voru beðnir um það og létu ekki spyija tvisvar. Augu annarra beind- ust að fegurstu stúlku landsins og það voru ekki bara karlmennimir sem tóku eftir henni. Linda Péturs- dóttir, fegurðardrottningíslands 1988, vakti geysilega athygli allra þeirra fjölmörgu sundlaugargesta sem sóluðu sig þennan dag. Ósköp grönn Eldri maður vatt sér að blaöa- manni DV og spuröi hvort hann mætti ekki vera með fegurðardísinni á einni mynd. „Væri ekki skemmti- legt að hafa það gamla og unga sam- an á mynd?“ spurði hann. „Þetta er fallegur kvenmaður en mikið ósköp er hún grönn,“ sagði maöurinn enn fremur er hann hafði virt fegurðar- drottninguna betur fyrir sér. „Það er annaö en þessi þama,“ sagöi hann og benti á eldri konu sem gekk um á sundlaugarbarminum. „Þið á blöð- unum þurfið að kenna þessum eldri að borða heilnæmari fæðu,“ hélt maðurinn áfram. Samræöur okkar urðu ekki lengri en greinilegt var að feguröardrottningin og hinir vask- legu karlmenn, sem hentu henni í loft upp, skemmtu sér vel og skelli- hlógu að öllu saman. Linda, sem heimsótti okkur á DV með fallega greitt hárið og vel snyrt, var nú orðin rennandi blaut eftir volkið en glaðleg. „Þetta var skemmtilegt og mjög hressandi," sagði hún þegar „flugferðunum" var lokið. Reyndar sagðist hún oft fara í sund en líkamsræktinni kynntist hún ekki fyrr en þjálfun fyrir keppn- ina hófst. „Ég var með fitu á mér frá því ég var skiptinemi í Bandaríkjun- um og ég hef alltaf ætlað að fara í líkamsrækt til að ná henni af mér. Það varð þó ekki úr fyrr en núna og ég er ákveöin í að ná jafnvel einu til tveimur kílóum af mér í viðbót,“ sagði Linda. Fyrstafegurðar- drottning að austan Fegurðardrottning íslands hefur aldrei fyrr verið frá Austfjörðum þannig að Linda er kannski braut- ryöjandi fyrir aðrar stúlkur frá þeim landshluta. Má nokkuð víst telja að einhver bóndinn hafi orðið stoltur af „stúlkunni sinni“. Linda segist þess fullviss aö margir Austfirðingar telji sig eiga pínulítiö í henni. „Ég er mjög glöð yfir því,“ segir hún. „Eg hef fengið heillaóskaskeyti og blóm frá fólki fyrir austan og ég hlakka til að koma heim. Ég ætlaði aö vinna á hótelinu heima í sumar en þau áform hafa breyst með titlinum. Engu að síður fer ég í heimsókn fljótlega." Austfirðingar hljóta að taka vel á móti fyrstu fegurðardrottningu ís- lands úr þeirra heimabyggð. Linda segir að þaö sé mjög gott aö búa á Vopnafirði á sumrin en á vetuma þurfi þeir sem hafa lokið grunnskóla að yfirgefa staðinn. „Það er eiginlega bara hjónafólk eftir í þorpinu á vet- uma. Ef framhaldsskólar væm á staðnum gæti ég hugsað mér að búa þar í framtíðinni. Hins vegar reikna ég frekar með aö setjast að í Reykja- vík,“ segir hún. Linda hefur ákveðn- ar skoðanir á lífinu og segist ákveöin í að giftast ekki né eignast böm fyrr en í fyrsta lagi eftir átta ár. Hún er núna 18 ára. „Ég ætla að lifa lífinu og skoöa heiminn áður en ég stofna fjölskyldu. Ég hef mikinn áhuga fyrir að ferðast og í framtíöinni langar mig að starfa sem leiösögumaður erlendis." Unnur Steinsson í uppáhaldi Linda hefur ákveðnar skoðanir á hvernig fegurðardrottning eigi að vera. „Hún á auðvitað að haga sér almennilega, vera vel til fara, vel snyrt og kynna land sitt og þjóð þar sem hún kemur.“ í framhaldi af þessu svari var hún spurð hvort hún ætti sér einhverja uppáhaldsfegurð- ardrottningu. „Unnur Steinsson er í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að ég kynntist henni í gegnum fegurðar- samkeppnina. Móðir hennar saum- aði tvo kjóla fyrir mig, annan fyrir Austurlandskeppnina og hinn fyrir keppnina núna,“ svaraði Linda. Húri tók þátt í keppninni um ungfrú Austurland fyrir hreina til- viljun. Kona, sem búsett er hér í Reykjavík og þekkir til hennar, hvatti hana til þátttöku en það var ekki fyrr en hringt var í hana utan af landi sem hún fór að huga að þátt- töku fyrir alvöru. „Ég gaf ekki svar fyrr en hálfum mánuði fyrir keppn- ina og sé ekki eftir því,“ segir Linda. Hún er fædd og uppalin á Húsavík til tíu ára aldurs. Þá fluttist fjölskyld- an til Vopnafjarðar er faðir hennar fékk starf þar sem framkvæmda- stjóri Tanga. „Ég var svo ung þegar ég flutti frá Húsavík að ég get varla gert samanburð á þessum tveimur stöðum. Margt skyldmenna minna býr þó fyrir norðan og ég kem þang- aðoft.“ Linda segist ekki reykja enda telur hún heilbrigt líferni nauðsynlegt. Hún segist hlakka til að taka þátt í Miss World keppninni í haust. „Þetta leggst allt saman vel í mig og mér finnst gaman að þessu,“ sagði ný- kjörin fegurðardrottning endurnærð eftir sundferðina með DV. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.