Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 31
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. 43 is hjá Iceland Seafood Corporatíon: i Friðgeirsson, nýbakaður forstjóri ég aö mér ákveðin verkefni innan sjávarafurðadeildarinnar, svona óskilgreind ígripaverkefni. Ég vann við þau verkefni sem dagurinn bauð upp á og þurftu að fá skjóta úrlausn. Siðan fóru þeir að festa mig í ákveön- um greinum þannig að ég fór að sinna- mjöl- og lýsisviðskiptum og hliðarafurðum, öllu sem raunveru- lega var ekki frystivara. Þess vegna lenti ég í því líka að fara í þessi skreiðarviðskipti sem urðu allum- fangsmikil um tíma. Viö vorum ekkert í skreiðarvið- skiptum á þessum tíma en þegar best lét voru skreiðarviðskiptin nærri því aö vera um þriðjungur af heildarum- svifum sjávarafurðadeildarinnar. Sjávarafurðadeildin er þriöjungur- inn af Sambandinu svo þetta voru orðin 10% af heildarumsvifum sam- vinnuhreyfingarinnar í heild á þeim tíma.“ Sautján sumur í sveit „Ég er fæddur hér í Reykjavík en hef alltaf viljað kenna mig svolítiö mikið við sveitina þvi að ég var í sveit sem drengur, ein 17 sumur, sem ég tel tiltölulega óvenjulegt. Ég var mikið í Króksfirði í Reykhólasveit, þaðan sem móðir mín, Sigríður Magnúsdóttir, er ættuð, og sinnti þar öllum venjulegum sveitastörfum og lét mér líða vel í náttúrunni, eins og það heitir. Faðir minn var Friðgeir Sveinsson kennari. Hann lést 1955. Þau voru hvorug tengd samvinnu- hreyfingunni en faðir minn var mik- ið í félagsmálum." - Hélstu svo áfram að vera í sveit- inni, í Samvinnuskólanum? „Samvinnuskólinn náði mjög vel til mín. Mér leið sérstaklega vel þar. Mér fannst námið vera gott og félags- starfið var gífurlega mikið. Það er ekki síður uppbyggjandi en „prós- inn“ sjálfur. Síðan hef ég setið í skólanefnd Samvinnuskólans á Bif- röst og hef tekiö þátt í því að breyta skipulagi hans yfir í það að fara yfir á háskólastig sem er breyting sem raunverulega svarar kalli tímans. Það verður hreint háskólanám. Öll helstu atriði viðskiptafræðinnar og rekstrarfræðinnar eru tekin fyrir og sett í tiltölulega mikið samanþjappað form. Þar verður reynt að gefa raun- verulega skemmri skím á því sem menn myndu ná með meiri umbúð- um en lengra námi. Menn fá víð- tækari lesningu, til dæmis í við- skiptafræðinni, sem er ein fjögur ár. Víðtækari lesning verður nokkuð meiri lesning í sjálfu sér. Við ætlum að reyna að niðursjóða helstu við- skiptalegu þættina úr viðskiptafræð- inni í tveggja ára nám.“ Læknir eða prestur - Sástu,þegarþúvarstyngri,strax fyrir þér Samvinnuskólann og síðan leiðina beint inn í Sambandið? „Nei, það gerði ég ekki. Móðir mín vildi reyndar alltaf aö ég yrði læknir eða prestur. Kannski hefur sveita- sælan haft þessi jákvæðu áhrif á mig, ég veit þaö ekki. Eftir landspróf var það mikil spurning hvort ég ætti að fara í menntaskóla en niðurstaðan varð sú að ég ákvað að snúa mér öðruvísi í málunum, án þess þó að ég væri búinn að ákveða hvernig ég gerði það, og valdi, eigum við að segja, skemmri leiðimar í náminu. Skemmri leiðirnar fólust í því að vera í skóla eins og Samvinnuskólan- um, sem gaf mikið á stuttum tíma, og síðan gerði ég svona svipað með því að fara í nám úti í Bretlandi. Það var einnig skemmri skóh sem gaf þó góða undirstöðu. Ég er ekki að segja að menntunin hafi veriö tæmandi. Það er einmitt svo með þessar skemmri skírnir; þær gefa manni þá möguleika að þróa hlutina með sér sjálfur eftir að maður er búinn að ná undirstöðunni, bæði í starfi eða eftirleit í bókasafni eða einhveiju slíku, og fá þannig góða grundvallar- þekkingu á öllu.“ Náði 35% af markaðnum á tveimur árum - Vannstu aldrei annars staðar en hjá Sambandinu? „Ég gleymdi að minnast á það að þegar ég var í Samvinnuskólanum var ekki meiningin að fara að starfa hjá Sambandinu og ég byrjaði annars staðar. Á milh bekkja í skóla og fyrsta árið eftir Samvinnuskólann starfaði ég í Rafiðjunni við innflutn- ing á heimilistækjum og átti þar al- veg gífurlega skemmtilegan tíma. Viö brutum ákveðinn ís með því að fara að flytja inn með flugi. Þá voru gámar ekki komnir th sögunnar og vörurnar komu-oft skemmdar með skipunum. Við fengum þetta hins vegar mjög heht með fluginu. Það var eilítið dýrara en þegar upp var staðiö var þetta miklu ódýrara. Þetta var gífurlega spennandi tími. Ég man að 11 fyrirtæki voru þá starfandi á þessum markaöi og við náðum 35% af markaðshlutdeildinni á tveimur árum. En mér fannst þetta vera þröngt svið og innflutningurinn skapaði ekki miklar gjaldeyristekjur fyrir ísland. Þó að þetta væri spenn- andi verkefni og gaman aö vinna að því sem slíku hugsa ég alltaf meira um að koma afurðinni í verð í út- flutningi og fá gjaldeyrinn inn.“ ísland ekkert nema fiskur „Einmitt þegar ég var að leita að starfi á sínum tíma þá man ég ahtaf hversu gífurlega mikið af þessum prjónastofum var á lausu. Þá stóð th boða aö vera í forsvari fyrir eina slíka og góð laun voru í boði. Ég ák- vað hins vegar að ráða mig th sjávar- afurðadeildarinnar fyrir laun sem voru einum þriðja lægri. Það var vegna þess að ég var búinn að lesa Hagtíðindin og sá að ísland var ekk- ert nema fiskur. Þrátt fyrir mikla erfiðleika, verðhrun í Bandaríkjun- um og erfiðleika í fiskvinnslunni hérna heima eru fjölmörg málefni sem sannarlega eru þess eðlis að hafa verulegar áhyggjur af. Ég er ágætlega ánægður með að fara inn í þessá grein aftur, ég þekki umhverf- ið. En sannarlega kveö ég þetta um- hverfi með ákveðnum trega. Það hef- ur verið gott að vinna hér í búvöru- deildinni. Þar hefur tekist svona nokkurn veginn það sem maður ætl- aði sér. Plönin náðu að vísu örhtið lengra fram í framtíðina heldur en komið er. Engu að síður eru öll þau megináform, sem ég lagði af staö með, búin að rætast. Og umhverfið er búið að vera mér ny ög hagstætt.“ í kjölfar uppsagnar forvera þíns, Eysteins Helgasonar, langaði mig að heyra áht þitt á aðdraganda málsins: „Það væri í fyllsta máta ósann- gjarnt af mér að segja eitthvað um það að svo lítið skoðuðu máh sem raun ber vitni. Ég ht raunverulega á þetta þannig aö nú sé sú staða uppi að þarna sé stórt verkefni óleyst hjá samvinnuhreyfingunni og ég er ahur af vhja geröur til að sýna aha þá alúð sem ég kann og get við að leysa þetta mál. En aö hafa ákveöna skoðun á þeim málum, sem uppi hafa verið núna, það vil ég ekki gera. Út af fyr- ir sig lít ég auðvitað á máhð alveg eftir þeim leiðum sem ég hef fengið það til mín. Hins vegar er þetta mál bara þess eðhs að mjög óhepphegt væri að ég færi að hafa einhveijar skoðanir á því, enda er málið leyst. Ég sé ekki að það þjóni nokkrum th- gangi að fara að ýfa það upp aftur.“ Erfið ákvörðun að skipta um umhverfi Magnús er giftur og á þijú böm, 11,8 og 3ja ára. Eldri börnin em kom- in á skólaaldur. „Þess vegna stillir maður sínar ferðaáætlanir inn á að koma sér fyrir fyrir lok ágústmánað- ar því að þá hefst skólinn þar úti,“ sagði Magnús, „að því leyti er tíminn hepphegur. Éf menn vilja vera að horfa á þaö þannig þá eru börnin á tiltölulega heppilegum aldri fyrir svona breytingu. Það verður mun erfiðara ef börn eru orðin miklu eldri og þurfa að sækja háskólanám þar úti sem eru mikil viðbrigði fyrir þau og gæti verið erfitt aö kljúfa og vera með tungumáhð þar að auki á bak- inu. Aldur barnanna er einmitt mjög heppilegur, ef hann getur þá ein- hvem tíma verið það í þessu thliti." - Eiginkona Magnúsar heitir Sigrún Davíðsdóttir og er skurðstofuhjúkr- unarfræðingur og vinnur sem shkur. Við spurðum Magnús hvort hún hygðist fylgja honum og starfa þarna úti: „Ég geri ekki ráö fyrir því að hún fari að vinna fyrst um sinn. Það verð- ur okkur ærið nóg að koma okkur fyrir og jafna okkur í þessu um- hverfi. Hvort hún fer að vinna þarna seinna meir verður tíminn að leiða í ljós.“ - Var það mikil og erfið ákvörðun að fara að skipta um umhverfi, fara th Bandaríkjanna? Efnahagsumhverfi íslendinga „Ég myndi segja að fyrir hana hafi þ'að verið gífurlega mikh ákvörðun. Fyrir mig er það þæghegra. Það er ekkert erfitt að hugsa sér að fara að vinna fyrir jafnmyndarlegt fyrirtæki eins og Iceland Seafood og að fást við svo spennandi viöfangsefni sem þar eru uppi. Það er ekki erfitt að fara inn í það fiskumhverfi sem er jú efna- hagsumhverfi íslendinga og okkur í blóð borið aö vera ævinlega með augun á. Þetta er ekki erfitt. Það sem er erfitt fyrir konuna er kannski að slíta sig úr því umhverfi, sem við erum nýbúin að byggja upp hér heima, og að taka börnin úr því nýja félagsumhverfi sem þau eru búin að stofna sér í þessu nýja hverfi okkar. í þriðja lagi má segja að erfitt sé fyrir eiginkonuna að þurfa að fara í meiri einangrun þarna úti vegna þess að ég nýt jú ahtaf félagsskapar- ins í gegnum fyrirtækið og starfið. Hún þarf aftur á móti að byggja allt upp í alveg nýju umhverfi með ekk- ert í höndunum. Hún hefur engan mögiheika á að koma upp tengslum viö einhvern í gegnum fyrirtæki." íslendingar á tímamótum - Ætlar þú aö koma með einhverj- ar nýjar hugmyndir inn í fyrirtækið? „Ég tel að Iceland Seafood Corpor- ation sé fyrirmynd fyrirtækja á þessu sviði. Það þýðir ekki þar með að ekki sé svigrúm th að íhuga ný áform, einhveijar breytingar eða eitthvað slíkt. í sambandi við það vh ég th dæmis nefna að við íslendingar stöndum nú á ákaflega miklum tíma- mótum. í fyrsta lagi erum við að fara út í laxeldi og markaðssetning á laxi er ábygghega mjög spennandi verk- efni. Það ríöur mikið á að það takist vel. Það þarf að vinna á nánast svolít- ið faglegan máta. Við erum að fara inn í sjófrystingu á fiski og úrvinnslu á honum um borð í frystitogurum sem á margan hátt ættu að leysa hlutverk frystihúsanna. Það kallar á nýja aðferð í markaðssetningu. Það þarf að byggja upp kröfurnar fyrir þessa afurð eða þessa tegund afurða. Þá höfum viö verið að vinna á stofna- namarkaði. Veriö getur að þetta nýja umhverfi kahi á að við þurfum að kíkja pínuhtið á hvort við getum far- ið að vinna að neytendamarkaði og hvort við höfum einhverja betrunar- leið með því að skoða þær leiðir." Skiptar skoðanir um verðlækkunina - Varðandi verðlækkunina, sem Magnús Gústavsson ákvarðaði hjá Coldwater Seafood á dögunum og til- kynnti fyrirvaralaust á fóstudaginn var, virtist koma upp einhver óá- nægja innan Sambandsins. Hvað hef- ur Magnús um málið aö segja? „Það er alltaf spurning þegar um verðbreytingu er að ræða. Þegar ver- ið er að hjálpa th við fyrirtæki, sem eiga í vanda, hefur oft heyrst sá frasi aö of lítið sé gert og of seint. Spurn- ingin er kannski um það hvort þetta er of mikið og of snemma eða hvort þetta er passlegt miðað við tíma. Það eru skiptar skoðanir um það. Ákvörðunin kom frá Coldwater, þar þekkja þeir ástæðurnar fyrir henni. Ég er ekki kominn nægilega inn í þau mál til að ég geti mótað mér skoðun á því hvort þetta er að ein- hverju verulegu leyti rangt eða gall- að. Þegar verðákvörðun hefur hins vegar verið tekin hljóta að vera mjög sérstakar ástæður fyrir því ef grund- vöhur er fyrir öðru heldur en að hitt fyrirtækið fylgi á eftir. Þá skiptir heldur ekki máli hvort sú ákvörðun er til hækkunar eða lækkunar. Viö skulum segja sem svo að Coldwater ákveði að hækka verð. Þá er alveg ljóst að hitt fyrirtækið verður raun- verulega að fylgja á eftir, að minnsta kosti að miklu leyti, hvort sem það er th hækkunar eða lækkunar. Þá er það ekki spurningin hver veröur á undan. Það er sá sem hreyfir sig á markaðnum. Hann skapar fordæmið og það þarf að vera mjög sérstök aðstaða eða ákvörðunin þarf að vera opinberlega mjög réttlaus ef hinn aðilinn kemur ekki á eftir.“ Starfið aðaláhugamálið - Magnús er greiihlega mjög áhugasamur um starfiö og það sem framundan er hjá einu af undirstöðu- fyrirtækjum íslendinga. En hefur hann einhver áhugamál? „Ég verð að viðurkenna þá ófrjóu stöðu að starfið hefur verið mitt áhugamál meira eða minna,“ segir Magnús með bros á vör. „Ég get skýrt það þannig að flestöll áhugamál riðl- uðust þegar fjarvistir voru miklar og óreglulegar, eins og þegar ég var í skreiðarviðskiptunum. Ég gat kom- ið klukkan tvö að degi og sagt: ég þarf að fara úr landi í fyrramálið. Það gátu verið tveir dagar og það gátu eins veriö 13 vikur. Þetta var að því leytinu lakara heldur en sjó- mannslíf að ekki var hægt að segja um það fyrirfram hvað þetta yröi ca lengi. Þá fóru áhugamálin svolítið úr skorðum. En sannarlega hef ég áhugamál, ég hef mjög gaman af lax- veiði, ég hef gaman af að fara á skíði, ég hef gaman af tónhst og badminton og einu og öðru, bara eftir því hvaö upp kemur hveiju sinni. Ég hugsa aö ég verði fljótari að telja ugp- þaö sem ég hef engan áhuga á. Ég hef ekki gaman af fótbolta, það þykir víst svolítiö sérstakt, og ég hef ekki gaman af aö lesa Laxness. Ég er kannski að segja þetta til að vera frumlegur. En af því að það er ekk- ert annað frumlegt þá verður maður að bæta það upp með einhverju öðru. Þetta er það sem fer mest á skjön við það sem öllum öðrum finnst þannig að það er ekki rétt aö taka það fram!“ Fæ bókasafnið sent vestur „Það má kannski bæta því við aö einhver sagði við mig: mikið óskap- lega átt þú gott að vera ekki kominn á það þroskastig að líka við Laxness, þá áttu einhvern tímann eftir aö skemmta þér viö að lesa hann. Kannski fær maöur bókasafnið sent einhvern tímann vestur jog á ein- hvern tímann eftir aö lWja hann. Hann er nú þjóðhetja á bókrnamta- sviðinu." - En hefurðu ekki fengið félags^ málaáhugann í arf frá föður þínum? „Ja, ég var formaður starfsmanna- félags Sambandsins á sínum tíma í um þrjú ár og einnig var ég fulltrúi starfsmanna í stjórn Sambandsins í 2 ár. En önnur störf eru ekki þess virði að nefna þau.“ Hús Guðjóns B. á sölu - Hvað hyggst þú verða lengi fyrir vestan? „Það er ákaflega óljóst og maður skyldi aldrei reyna að vera spámaður fram í tímann. Menn taka sig ekki upp svo langa leið með fjölskyldu sína fyrir minna heldur en 3 til 5 ár. Það verður bara að ráðast af um- hverfi og aðstæðum hveiju sinni. Ég fer einn út núna. Æth ég geri ekki forskoðun á húsnæði og svo fæ ég konuna mína út til að ákvarða með mér um húsnæði. Næstu tvo mánuði verð ég að mestu á flakki yfir Atlantshafiö og í einhverri af þeim ferðum mun ég taka hana með til að standa í íbúðarkaupum og fleiru." - Kaupirðu ekki gamla húsið hans Guöjóns B. Ólafssonar? „Það er aldrei að vita, það er á sölu- hsta. Nei, æth menn verði ekki svona í upphafi að taka þetta í áföngum." -GKr Stórt verkefni óleyst hjá SÍS - í ljósi þess fjaðrafoks, sem varð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.