Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Knattspyma unglinga 3. flokkur karla A: Gullaldarlið Fylkis Reykjavíkumieistari 1988 - sigraði Víkinga í lokaleik, 3-0 Með sannfærandi sigri á Víkingum tryggði 3. flokkur Fylkis sínu félagi enn einn bikarinn í safnið. Það er óhætt að fullyrða að þessi kjarni er sá besti sem komið hefur fram hjá því ágæta félagi. Þessir strákar hafa haldið svo til allir hópinn frá því í 6. flokki - og hver man ekki eftir þeim sigurstranglega flokki hér um árið? Það er því óhætt að segja að ef fer fram sem horfir þarf félagið ekki að kvíða framtíðinni. Það eru þvi bjartir dagar fram undan hjá Fylki ef tekst að fylgja vel eftir þessum glæsta hópi. Eins og úrslitin gefa til kynna áttu Víkingar aldrei möguleika þó að þeir hafi aö vísu átt kost á að minnka örlítið muninn undir lok leiksins. Fylkisstrákarnir leika sterkan og um leið árangursríkan fótbolta sem skilar sigrum. Aftur á móti mætti færa ýmislegt til enn betri vegar, eins og til dæmis hvað varðar móttöku knattar og knattrak. Úrvinnsla leik- manna mætti og á stundum vera betri því það skiptir virkilega miklu máh aö sendingar hitti á rétta staði. En þetta eru ungir strákar og nægur tími tii lagfæringar eða fínpússning- ar, eins og sumir myndu vilja kalla það. Eins og ég hef tekið fram eru hér mikil efni á ferðinni og nauðsyn- legt að stefna sé tekin í rétta átt. Víkingsliðið skorti baráttuvilja að þessu sinni. Að vísu lék það nú gegn toppliði 3. flokks sem var því fremra á margan hátt. Það leynist margt gott efnið í Víkingsliðinu en sem liðs- heild var það engan veginn nógu sannfærandi. Tækni sumra í liðinu var til mikillar fyrirmyndar og skipt- ir það vitanlega miklu varðandi síð- ari tíma. Bæði þessi félög skarta stórum og góðum hópi því að B-liðin sýndu virkilega góða takta. Leiknum lauk þó með sigri Fylkis, 2-0. Með þeim sigri tryggði B-lð Fylkis sér Reykja- víkurmeistaratitilinn sem er óneit- anlega glæsilegur árangur. Mörk Fylkis í A-liði gerðu þeir Auðun Freyr Ingvarsson, Þórhailur D. Jóhannsson og Finnur Kolbeins- son. Það vakti athygh aö með hinum stóra og föngulega hópi drengja frá Akureyri var enginn þjálfari eða leiðbeinandi. Hópinn skipuðu alls 15 drengir. Þaö sem er enn furöulegra við þetta er að á Akur- eyri er formaður unglinganefnd- ar KSÍ, Sigurbjöm Gunnarsson. Ljóst er aö norðanmenn verða að gera betur en þetta. Það hlýtur nefnilega að skapa vis9t óöryggi hjá þeim yngri ef þeir em látnir afskiptir eins og i þessu tilfelli. Frá Akureyri hafa komið marg- ir mjög efnilegir knattspymu- menn sem skipað hafa bæði drengja- og unglingalandslið ís- lands og er því framkoma þeirra sem starfa aö unglingamálum þar á bæ ekki til fyrirmyndar, eða hvaö finnst Sigurbimi Gunnars- syni, unglinganefhdarformanni KSÍ? _____________________-HH Meiraum drengjalandsliðið næsta laugardag Vegna plássleysis verður efni aö bíða næsta laugardags, þar á meðal viötöl og annað við ungl- inga sem komu víða aö af landinu í hiö svokallaða úrtökumót KSÍ vegna drengjalandsliðsins og Knattspyrnuskóla KSÍ. -HH Úrslit leikja í Reykjavíkumiótinu 5. flokkur A: Fylkir-Fram 0-3 5. flokkur B. Fylkir-Fram 3-4 3. flokkur A: Fylkir-Víkingur 3-0 2. flokkur B: Víkingar Reykjavíkurmeistarar 2. flokkur kvenna: Fylkir-KR 0-5 Reykjavikurmeistarar Fylkis í 3. flokki A 1988, fremri röð frá vinstri: Grétar Grétarsson, Finnur Kolbeinsson, Gunn- ar Þór Pétursson, Birgir Hilmarsson, Sólmundur Björnsson, Auðun ingvarsson, Róbert Gislason, Dagur Eggerts- son og Brynjar Pétursson. - Aftari röð frá vinstri: Tómas Kristinsson liðsstjóri, Halldór Steinsson, Pórhailur D. Jóhannsson, Magnús Björnsson, Gunnlaugur Ingibergsson, Axel Axelsson, Kristinn Tómasson fyrirliði, Magnús S. Bragason, Axel örn Ársælsson, Árni G. Eyþórsson og Axel Axelsson þjálfari. DV-mynd HH 3. flokkur karla, A-lið: Friðrik Sigurðsson fór á kostum í 2-1 sigri yfir KR Ríkarður Daðason skoraði bæði mörk Framara „Við erum mættir hér úti á Fram- velli til að hirða í það minnsta annað stigið af Frömurunum, það er alveg klárt,“ sagði Sigurður Helgason, þjálfari 3. flokks KR, fyrir leikinn gegn Fram sl. miðvikudagskvöld. En það fór nú á annan veg því Framarar sigruðu með tveimur mörkum' gegn einu. Eftir á spurði unglingasiða DV Sigurð hvað hefði í rauninni skeð. Hvað var það sem olli tapinu? „Þrír af betri mönnum liðsins voru á sjúkralista. Það tel ég vera aðalá- stæðuna fyrir þessu tapi,“ voru orð Sigurðar. . Framarar góðir úti á vellinum Yfirburðir Framara í þessum leik byggðust að mestu á hreyfanleika og góðum samleiksköflum á miðjunni. Aftur á móti mistókst þeim oft þegar að vítateignum kom og reka átti endahnútinn á sóknirnar. Sérstak- lega hætti Þorra Ólafssyni til að dútla einum um pf með boltann á hægri kantinum. í þau skipti, sem hann kom boltanum fyrir markiö, skapað- ist ávallt hætta og var hinn mark- sækni Ríkarður Daðason heppinn að bæta ekki við 3. markinu í síðari hálfleik. Þaö er erfitt að gera upp á milli liðs- manna Fram því liðið er skipað mjög jöfnum strákum. Þó bar Friörik Sig- urðsson nokkuð af. Úrvinnsla hans var frábær og tæknin góð. Fram- strákarnir verða þó að gera sér grein fyrir því að það er ekki nóg að spila vel úti á vellinum; það verður að ljúka sóknarlotunum á viðeigandi hátt og þeim ætti ekki að verða skota- skuld úr því með hinn marksækna Ríkarð Daðason sem fremsta mann. Framarar geta orðið erfiðir viður- eignar í sumar - það er klárt. KR-ingar mættu mjög einbeittir til þessa leiks heföu meö smáheppni getað náð að knýja fram jafntefli, eins og til dæmis þegar brotið var illilega á einum þeirra í vítateig Framara og var um augljósa víta- spyrnu að ræða. Jafntefli hefði þó engan veginn verið í neinu samræmi við gang leiksins. Margir góöir einstaklingar eru í hði KR-inga en serp Mðsheild voru þeir ekki nógu sannfærandi. Magnús Schram var þeirra besti maður að þessu sinni. Einnig skiluðu þeir vel sínu Óskar Þorvaldsson, Sigurður Ómarsson, mikill baráttujaxl, og Ómar Bendtsson. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þessara liöa í riðlakeppni íslandsmótsins. Mörk Framara gerði Ríkarður Daöason. Óskar Þorvaldsson skoraöi eina mark KR-inga. -HH f SKOT ^ j Félögin bera ábyrgð á að i dómarar mæti til leiks . Nk. miðvikudag, 30. maí, fer boltinn að rúlla í íslandsmóti yngri flokka í knattspyrnu. Þegar hugsað er til baka koma ósjálfr- átt upp í hugann öh þau vanda- mál í sambandi við dómara og dómgæslu sem hrjáð hafa yngri flokka mörg undanfarin ár. Hvaö er til ráða? spyija menn ávallt, og hverjir bera ábyrgðina? Félögunum er mjög umhugað um að senda alla flokka til keppni í íslandsmótið og þjálfari er ráð- inn í hvern flokk ásamt aðstoðar- mönnum. En þegar kemur aö dómaramálunum er áhugi félag- anna mjög takmarkaður. Sum hafa staðið sig með miklum ágæt- um en víðast hvar eru þessi mál í miklum ólestri. Knattspyrnufé- lögin verða að fara að gera sér grein fyrir því að það er eins nauðsynlegt að eiga haröskeytta Umsjón: Halldór Halldórsson L sveit dómara og fuhskipaða flokka því enginn verður leikur- inn nema dómarinn sé til staðar. Unglingasíða DV hvetur félögin til að gera átak í þessum málum til heilla íslenskri knattspyrnu. Fátt er jafnniðurdrepandi fyrir unglinga, sem bíða spenntir eftir að spila og frestun vegna þess að dómarinn lét ekki sjá sig. -HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.