Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Page 35
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
47
Knattspyma unglinga
Þetta er hinn föngulegi hópur 4.flokks stráka sem mættu á gervigrasvöllin. 24 af þeim verða síðan valdir til þátttöku í knattspyrnuskóla KSÍ.
DV-mynd HH.
Drengjalandslið íslands í mótun
150 unglingar undir smásjá landsliðsnefndar- Knattspymuskóli KSÍ starfræktur með venjubundnu sniði
Dagana 20.-21. maí sl. var haldin á
gervigrasvellinum í Reykjavík
keppni landshlutaúrvalsliöa 3. og 4.
flokks. Keppnin er liöur í undirbún-
ingi fyrir val á liði íslands sem tekur
þátt í Norðurlandamóti drengja-
landsliða sem fram fer í Vesterás í
Svíþjóð í sumar og fyrir val á leik-
mönnum í Knattspyrnuskóla KSÍ í
haust.
Alls voru þama saman komnir um
150 leikmenn sem tilnefndir hafa ver-
ið af félögum hvaðanæva af land-
inu.
Fjögur lið voru vahn til keppni úr
hvorum flokki þannig að eitt var frá
Reykjavík (lið A), eitt frá UMSK-
svæði (liö B), eitt frá Suðurnesjum,
Suður- og Suðvesturlandi (lið C) og
eitt frá Norðurlandi, aö viðbættum
Vestfjörðum og Austfjörðum (Uð D).
Drengjalandsliðið í ár er vahð úr
hópi 3. fl. strákanna en þátttakendur
í Knattspyrnuskóla KSÍ eru drengir
úr 4. flokki. Svona til gamans má
geta þess að úrsht uröu þau að
Reykjavíkurliðin sigruðu í báðum
flokkum.
Lárus Loftsson unglingaþjálfari.
Koma
verður
af stað
vormótum
úti á landi
Eftir að hafa horft á leiki lands-
hiutaúrvalsliðanna var greinilegt
aö þeir drengir, sem komu frá
félögum á Reykjavíkursvæðinu,
voru betur staddir en strákarnir
utan af landi.
Þegar þetta er skoðað nánar er
það kannski engin furða þar sem
f gangi hefur verið Reykjavíkur-
mót og Faxaflóamót sem skilað
hafa þeim leikæfingu fram yfir
þá sem koma af landsbyggðinni.
Hér þyrfti að verða breyting á.
Vorleikir fyrir yngri flokka úti
á landi eru ákaflega brýnt verk-
efni. Faxaflóamótið hefur tekist
mjög vel og ættu ekki að vera
nein vandkvæði á því að slíkur
háttur væri hafður á í hinum
ýmsu byggðarlögum.
- HH
„Þjálfunin og kennslan skiptir
mestu máli hjá þessum aldurshópum"
- segir Lárus Loftsson unglingaþjálfari
Lárus Loftsson, þjálfari drengja- og
unglingalandshðanna, kvaðst vera
nokkuð ánægður með þann stóra hóp
drengja 3. og 4. flokks sem voru und-
ir smásjá drengjalandshðsnefndar
dagana 20, og 21. maí sl. „Það er
greinilegt að breiddin er meiri en
áður og það má greina framfarir hjá
strákunum ef miðað er við fyrri ár.
En það sem þessa stráka vantar, og
þá alveg sérstaklega utan af landi,
er að þeir þurfa að koma miklu oftar
saman til æfinga og leikja svo að
þeir séu betur undirbúnir þegar
kemur th að velja úr hópnum.
Svo er þjálfunin sjálf náttúrlega
kapítuli út af fyrir sig því allt veltur
þetta á því að sá þáttur sé í sem bestu
lagi. Við höfum hér undir höndum
rjómann úr íslenskri unglingaknatt-
spymu og má raunar segja að fram-
tíð knattspymunnar á íslandi sé hér
í mótun. Það er því mikil ábyrgð sem
hvílir á herðum þjálfaranna í hinum
ýmsu byggðarlögum. Einn þátturinn
meö boðun þessara stráka hingað
suður að þessu sinni er að við þjálfar-
ar berum saman bækur okkar í lokin
því við verðum að standa saman í
þessu ef þessi vinna á að skila sér.
Það eru nefnilega þjálfararnir og
leiðbeinendurnir sem skapa árang-
urinn,“ sagði Lárus í lokin.
Hittast aftur á Akureyri
Hinn fríði hópur 3. og 4. flokks
stráka mun aftur koma saman á
Akureyri til æfinga og keppni 18. og
19. júní í sumar og eftir þá samveru
verður vahnn 20 manna hópur úr 3.
flokki til æfinga með drengjalands-
hðinu og úr hópi 4. £1. drengja verður
vahnn 24 manna hópur til þátttöku
í Knattspyrnuskóla KSÍ sem verður
starfræktur í sumar í lok ágúst að
Laugarvatni. HH
3. flokks strákarnir úr SV-liðinu biða eftir að fara inn á og skakka leikinn.
Þessir strákar eru að keppa um sæti i drengjalandsliðinu 1988.
Frá vinstri: Stefán Þórðarson, Akranesi, Aron Jóhannsson, Selfossi, Hinrik
Bjarnason, Þór, Vestm., Nökkvi Sveinsson, Tý, Vestm., og Hjalti Þorvarðar-
son, Selfossi. Umsjónarmaður liðsins er Einar Friðþjófsson, framkvæmda-
sfjóri og þjálfari yngri flokka Týs, V. DV-mynd HH
Sigurður Ólafsson, 3. fl., Höfn í Homafirði:
Þarna fengum við tíunda mark-
ið á okkur. Langar þig ennþá
til að fara inn á!!!
Gústi
„sweeper“:
Þarf maður að vera í einhverri
klíku til að komast i knattspyrnu-
skóla KSÍ: Ég bara spyr!!!
-I
Frábært að vera innan um
alla þessa góðu stráka
Sigurður Ólafsson, 3. fl. Sindra.
Sigurður Olafsson er leikmaður í
3. fl. Sindra frá Höfn í Hornafirði.
Hann er eini leikmaðurinn sem th-
nefndur var þaðan í þessum aldurs-
flokki: „Ástæða þess að ég er bara
einn er sjálfsagt frekar þunnskipað-
ur 3. flokkur Sindra í ár og er vafa-
mál hvort við verðum með í íslands-
mótinu að þessu sinni. Það er frábær
aðstaða th knattspyrnuiðkunar á
Höfn því að þar er bæði malar- og
grasvöllur og að auki gott íþrótta-
hús. Albert Eyvindsson er og frábær
þjálfari og hefur hann vakið mikinn
knattspyrnuáhuga á staðnum. Th að
mynda vann Sindri sig upp í 3. dehd
sl. ár.
Það er frábært að vera innan um
alla þessa góðu stráka hér á gervi-
grasinu og hef ég þegar lært mikið
af þessari ferð hingað sem mun koma
mér til góða síðar,“ sagði Siguröur
að lokum. -HH
Unglinganefnd KSÍ
Eftirtaldir skipa unghnganeflid
KSÍ: Sigurbjörn Gunnarsson formaö-
ur, Helgi Þorvaldsson, Sveinn
Sveinsson og Jón Þór Brandsson.
Formaður drengjalandshðsins er
Helgi Þorvaldsson og honum th að-
stoðar eru Gylfi Orrason og Lárus
Loftsson.
r'