Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 36
. 48
: LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Polu sneri við blaoinu og vann Kortsnoj!
- og þar með var sigurinn í höfn á skákmótinu í Haninge
Þeir sem fylgdust meö IBM-
skákmótinu á Hótel Loftleiðum í
fyrra muna eflaust eftir því er Vikt-
or Kortsnoj sté upp á svið í ráð-
stefnusalnum og útskýrði fjálglega
skák sína við Lev Polugajevsky.
Nokkurrar fyrirlitningar gætti í
orðum Kortsnojs er hann lýsti
skákinni og þurfti engan að undra.
Kortsnoj fór létt með Polu á mótinu
eins og svo oft áður. Þetta kverka-
tak hans á fyrrum landa sínum
hefur oftar en einu sinni orðið þeim
er þetta ritar að umfjöllunarefni.
Kortsnoj lét sig hverfa frá Sovét-
ríkjunum fyrir fullt og allt árið 1976
og árið eftir tefldi hann áskorenda-
einvígi við Polugajevsky. And-
rúmsloftið var lævi blandið, ekki
síst vegna þeirrar spennu sem flótti
Kortsnojs hafði skapað. Vitaskuld
var ætlast til þess af Polu heima
fyrir að hann léti flóttamanninn fá
fyrir ferðina. Á honum hvíldi því
mikil byrði sem reyndist honum
ofraun. Kortsnoj vann þrjár fyrstu
skákir einvígisins, síðan urðu tvær
skákir jafntefli en næstu tvær vann
Kortsnoj einnig og þar með var ein-
vígiö í raun útkljáð. Lokatölur
urðu 8,5-4,5 Kortsnoj í vil.
Það væri fulldjúpt í árinni tekið
að halda því fram að Polu hefði
aldrei náð sér eftir þetta áfall. Polu
hefur engan bilbug látið á sér fmna
við skákborðið þessi ár sem liðin
eru og er enn í fremstu röð. Til-
hugsunin um „Viktor grimma" sit-
ur þó enn á sálinni. Enn má Polu
ekki heyra minnst á Kortsnoj án
þess að hann spretti upp og titri af
skelfingu.
Að þessu gefnu er líklegt að Polu
hafi átt erfitt með svefn nóttina
fyrir viðureign sína við Kortsnoj á
skákmótinu í Haninge, utan við
Stokkhólm, sem lauk um síðustu
helgi. Þeir áttu að tefla saman í
næstsíðustu umferð. Polu hefur
varla talið ástæðu til bjartsýni,
þótt hann hefði teflt vel á mótinu
til þessa og væri einn efstur með
6,5 vinninga. Kortsnoj hafði 5,5
vinninga og gat því náð honum og
hefur sjálfsagt ekki búist við öðru.
En margt fer ööruvísi en ætlað
er. Polugajevsky tefldi skákina
óaðfinnanlega og knúöi Kortsnoj til
uppgjafar eftir aöeins 26 leiki. Þótti
mörgum tími til kominn að hann
léti áskorandann fyrrverandi finna
ærlega til tevatnsins. Þar með var
sigur Polu á mótinu nánast tryggð-
ur. Með jafntefli í lokaskákinni við
Chandler hlaut hann 8 vinninga,
vinningi meira en Ulf Andersson
sem hreppti 2. sæti. Lokastaðan á
mótinu varð þessi:
1. Polugajevsky 8 v.
2. Andersson 7 v.
3. Agdestein 6,5 v.
4. -5. Kortsnoj og Sosonko 6 v.
6.-8. Chandler, Schussler og Tsí-
búrdanidze 5,5 v.
9. L. Karlsson 5 v.
10. Wedberg 4 v.
11. -12. Barlov og Pinter 3,5 v.
Ég hef grunum að líta þurfi langt
aftur í tímann til að fmna vinnings-
skák Polugajevskys gegn Kortsnoj.
Sigurinn á skákmótinu í Svíþjóð
hlýtur því að hafa verið sætur.
Hann beitti eftirlætisleikaðferð
sinni gegn Grtinfeldsvörn
Kortsnojs og virtist vera betur með
á nótunum. Kortsnoj fórnaði peði
til að reyna að ná gagnfærum og
síðan skiptamun. Þetta dugði ekki
til, þótt kóngur Polugajevskys
dansaði um á miðborðinu. Lítum á
þessa sögulegu skák.
Hvítt: Lev Polugajevsky
Svart: Viktor Kortsnoj
Grönfeldsvörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 c5 7. Bc4 Bg7
8. Re2 0-0 9. Be3 Rc6 10. Hcl!?
Hróksleikur hvíts er ný tilraun
Polugajevskys í þessari þvældu
stöðu. Hann beitti honum fyrst
gegn júgóslavneska stórmeistaran-
um Sokolov á skákmóti í Sarajevo
í fyrra. Varla þarf að. rifja upp
leikjaröðina 10. 0-0 Bg4 11. f3 Ra5
12. Bxf7 + !? Hxf713. fxg4, sem þeir
félagar Karpov og Kasparov
skemmtu sér við í heimsmeistara-
einvíginu í Sevilla. Leikur Polu er
allrar athygli verður.
10. - cxd4 11. cxd4 Da5+ 12. Kfl
Hvítur hefur hvorki áhuga á 12.
Dd2 Dxd2+ 13. Kxd2 Hd8 14. d5 e6
né 12. Bd2 Db6 með óljósu tafli. Nú
tapar hann hrókunarréttinum en
kóngurinn er þó sæmilega öruggur
og kóngshrókurinn gæti verið nyt-
samur á h-línunni.
12. - Bd7
í skákum Polu við Sokolov í
Sarajevo og Ricardi í Argentínu
skaut svartur inn 12. - Bg4 13. f3
og setti biskup sinn svo á d7. Þann-
ig tekst honum að veikja svörtu
reitina í herbúðum hvíts eilítið en
á móti kemur að kóngurinn fær
góðan reit á f2. Leikur Kortsnojs
er rökréttari en Polu hefur sjálfur
stungið upp á öðrum möguleika,
12. - Hd8!? með þrýstingi að mið-
borðinu.
13. h4 e5?!
Þaö er spurning hvort þessi fram-
rás sé ekki of snemma á ferðinni.
Betra virðist 13. - Hac8 14. h5 e5!
og ef 15. hxg6 hxg6 16. d5 Rd4! 17.
Rxd4? exd4 18. Bxd4 lumar svartur
á 18. - Hxc4! 19. Bxg7 Da6! og vinn-
ur.
14. d5 Rd4 15. Rxd4 exd4 16. Bxd4
Bxd4 17. Dxd4 Hac8 18. Ke2!
Skák
Jón L. Árnason
8 1 Sé'
11 Sl á á
6 á
»* &
élV& &
2 £ 11 1;. 4? & A
OöO S y. mitA: ■ A B C D E s F G H
Kóngur hvíts virðist á hættu-
svæði en hvítur hefur svo góð tök
á stöðunni að það kemur ekki að
sök. Með síðasta leik tengir hann
saman hrókana. Kortsnoj hefur
ekki nægar bætur fyrir peðið.
18. - Hfe819. f3 Hxc4 20. Hxc4 Dxa2+
Svariö við 20. - Bb5 yrði 21. Ke3!
Bxc4 22. Dxc4 Db6+ 23. Dd4, eða
22. - Da3 + 23. Kf2 og hvítur á yfir-
burðatafl.
21. Ke3 Dxg2 22. Hhcl f5
Lev Polugajevsky sigraði glæsilega
og lagði sjálfan erkifjandann, Viktor
Engu betra er 22. - Dh2 23. Df6!
og 24. Hc7 er erfið hótun.
23. e5! g5 24. hxg5 Dh2 25. e6 b5 26.
Hc7
- Og Kortsnoj gafst upp.
Hollenski stórmeistarinn Genn-
andi Sosonko gerði út um titilvonir
Svíans Harry Schusslers í lokaum-
ferðinni. Schússler þurfti að vinna
til að ná stórmeistaraáfanga en
lenti í byrjun sem Sosonko gjör-
þekkti eftir skák við hollenska út-
varpshlustendur, sem lauk rétt fyr-
ir mótið. Sosonko tefldi annars
nokkuð frísklega á köflum. Lagði
þó fullmikið á stöðuna gegn Wed-
berg eins og sjá má hér á eftir.
Hvítt: Tom Wedberg
Svart: Gennadi Sosonko
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8.
Dd2 (M) 9. Bc4 Rd7
Sjaldgæft afbrigði, sem þó er ekki
alvitlaust. Hvítur leikur best 10. h4!
og hraðar sér að opna h-línuna.
10. 0-0-0 Rb6 11. Bb3 Ra5 12. Dd3
Bd7 13. h4 Hc8 14. h5 Rbc4 15. hxg6
hxg6?!
Betra er 15. - fxg6! og þar er kom-
in ástæðan fyrir því hvers vegna
hvítur leikur best h-peðinu fram
strax í 10. leik. Eftir uppskipti á g6
yrði svartur þá nauðbeygður til að
drepa aftur með h-peði sínu, því að
f-peðið væri leppur.
16. Bg5 Rxb3+ 17. cxb3 Da5!? 18.
Bxe7 Re5 19. Dc2!?
Endurbót Wedbergs á skákinni
á skákmótinu í Haninge í Svíþjóð
Kortsnoj, að velli.
Marjanovic - Sax, Sarajevo 1982,
en þar var leikið 19. Dd2?! Hfe8 20.
Bxd6 Dxa2 21. Rc2? Dxb3 og svartur
náði vinnandi sókn. Sosonko reyn-
ir að flækja stöðuna.
19. - Hxc3!? 20. bxc3 Hc8 21. Kb2 Db6
22. Bg5 Rc4+ 23. Kal Ra3 24. Db2
Rb5 25. Rxb5 Dxb5
H tir
l t ÉL 1 A
ABCDEFGH
26. Be3!
Undirbýr 27. Bd4 og þar með yrði
sókn svarts endanlega runnin út í
sandinn.
26. - Bxc3 27. Dxc3! Hxc3 28. Bd4 Í5
Hvítur hótaði máti á h8 og hrók-
urinn var því feigur. Næstu leikir
svarts flýta samt fyrir ósigrinum.
29. Bxc3 fxe4?! 30. Hxd6 Bf5 31. Hf6!
exfi 32. Hh8+! Kxh8 33. Hf8+
Ætlunin var auðvitað ekki 33.
Hxf5 + ? Kh7 34. Hxb5 f2! og svartur
vekur upp nýja drottningu. Svartur
gafst upp, því að eftir 33. - KIi7 34.
Hh8 er hann mát. .jlá
Evrópubikarkeppni Philip Morris:
Úrslit PHILIP MORRIS Evrópubikar-
keppninnar voru háð í Kaupmannahöfn
dagana 25.-27. mars. Austurríkismenn
sigruðu naumlega, Svíar urðu í öðru
sæti og Ungverjar í þriðja. Danir, sem
vörðu titilinn, ráku lestina af sex þjóðum
enda stilltu þeir tæplega upp sínu besta
liði.
Austurrisku meistararnir eru Berger,
Feichtinger, Fucik, Kriftner, Kubak og
Meinl. Þeir spiluðu vel og höfðu þar að
auki heppnina með sér eins og spihð í
dag frá leiknum við Danmörku sýni.
S/O
* ÁG42
V 832
♦ 652
+ D53
♦ KD53
V Á6
♦ ÁK984
+ G7
* 1076
V KD109754
♦ DG7
+
♦ 98
V G
♦ 103
+ ÁK1098642
í opna salnum sátu n-s Austurríkis-
mennimir Meinl og Berger en a-v Dan-
imir Jörgen Hansen og Erik Brok.
Sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Norður Austur
2G pass 3T 3H
5L dobl pass pass
pass
TVeggja granda sögnin var hindrunar-
sögn í einhverjum lit og þrír tíglar vom
biðsögn. Suður stökk síðan í fimm lauf
og þegar vestur doblaði þá fmnst mér
BREMSUKLOSSAR t HJÖRULIÐIR • AUKALJÓS • BÚKKAR • TJAKKAR • HÖGGDEYFAR
Þokuljós og
kastarar. Verð frá
kr. 1.975,- settið
SIÐUMULA 3
ÖRYGGISBELTI • KERTI • VARAHLUTIR • AUKAHLUTIR • HJÓLKOPPAR
Bridge
Stefán Guðjohnsen
endilega að iiorður hefði getað gripið bláa
miðann og redoblað.
Suður var raunar óheppinn að fá ekki
12 slagi því að tveir hæstu tíundu í trompi
er oftast tapslagalaus tromplitur. Austur-
ríki fékk því 550.
í lokaða salnum sátu n-s Jörgen Anker
Pabst og H.K. Sörensen, en a-v Feicht-
inger og Kriftner. Sagnir tóku töluvert
aðra stefnu:
Suður Vestur Norður Austur
1L pass 1T 2H
3L 3H 4G 5H
6L pass 7L pass
pass pass
Norður fékk skiljanlega slemmuáhuga,
þegar norður sagði þrjú lauf frjálst við
tveimur hjörtum austurs og hann spurði
því um ása með fjórum gröndum. Austur
gmggaði vatnið með fimm hjörtum og
líklega hafa n-s ekki notað DOPI ROPI,
því norður sagði sex lauf.
Þeim sem ekki kannast við DOPIROPI
skal bent á að það er vamarsagnkerfi
gegn hindrunarsögnum þegar spurt er á
fjórum gröndum. Svarhöndin doblar meö
engan ás DO, en segir pass með einn PI.
Nú, norður fór rakleiðis í sjö lauf og
liklega átti vestur fyrir dobli. Hann lét
sér hins vegar nægja að leggja niður
spaðaás og beið síðan eftir laufslagnum.
Þetta spil var að visu áfall fyrir Danina
en þeir hugguðu sig viö það að sex lauf
myndu líka tapast og því yrði tapið ekki
nema 2 impar.
Það er hins vegar umhugsunarefni fyr-
ir Danina að með því að nota DOPIROPI
og dobla síðan flmm björtu, þá áttu þeir
möguleika á því að bæta árangurinn í
opna salnum og fá 800, a.m.k. var auð-
velt að fá 500 í fimm hjörtum dobluðum.
Barn situr þægilega
og öruggt í barnabílstól.
Það á það skilið!
yUMFERÐAR
RÁÐ