Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 37
49
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Sveitarstjóri
Laust er til umsóknar starf sveitarstjóra Súðavíkur-
hrepps.
Umsóknarfrestur er til 8. júní nk.
Nánari upplýsingar veita oddviti í síma 94-4899 og
sveitarstjóri í síma 94-4912.
Aðalsafnaðarfundur
Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði verður haldinn sunnu-
daginn 5. júní, nk. að aflokinni messugerð
í kirkjunni sem hefst kl. 14.
Safnaðarstjórn
Matreiðslumenn
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða fag-
lærða matreiðslumenn til starfa. Um er að ræöa einn
yfirmatreiðslumann og 2 aðstoðaryfirmatreiðslu-
menn. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Um-
sóknir berist varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260-Njarðvík
eigi síðar en 13. júní nk. Nánari upplýsingar í síma
92-11973.
FYRIRSÆTUSTÖRF ERLENDIS
STELPUR - STRÁKAR
Viltu starfa erlendis við fyrirsætustörf og ert á aldrin-
um 17-22 ára? Ef svo er þá sendu okkur myndir
ásamt ýmsum upplýsingum sem fyrst. Við erum með
umboð fyrir nokkur heimsþekkt fyrirsætufyrirtæki í
þremur Evrópulöndum. Tilboð sendist DV, merkt
„Fyrirsætustörf erlendis", fyrir 5. júní.
Icelandic Models
HÁRRÆKT!
ERTU AÐ MISSA HÁRIÐ? HÁRLOS? SKALLI?
ERUM MEÐ ÁHRIFARÍKA MEÐFERÐ SEM
EYKUR HEILBRIGÐI HÁRSINS OG ÖRVAR
EÐLILEGA ENDURNÝJUN HÚÐAR OG HÁRS.
SELJUM HÚÐ- OG HARSNYRTIVÖRUR FRÁ
HINU ÞEKKTA FYRIRTÆKI JOICO.
fíKUGEisunn 5/f
FAXAFEM 10 - fFfíAMTfÐMM
5ÍMI: 686086
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir til-
boðum í eftirfarandi:
RARIK-88008: Háspennuskápar, 11 kV, fyrir að-
veitustöð Fáskrúðsfirði.
Opnunardagur: Þriðjudagur 28. júní 1988, kl. 14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
mánudegi 30. maí 1988 og kosta kr. 300,- hvert ein-
tak.
Reykjavík 26. maí 1988.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Iþróttapistill
Hann tók
bamavagn
með 1 golfið
yÞað verður ekkert að marka þetta
Islandsmót fyrr en um miöjan júní.
Þegar liðin ieika á möl og gervi-
grasi getur allt gerst og eðlileg geta
margra leikmanna kemur ekki
fram. Auðvitaö er maöur hunds-
vekktur yfir þessari stöðu en viö
þessu er ekki nema eitt ráð, að bíöa
meö að hefja íslandsmótið þar til í
fyrsta lagi í byrjun júní.“
Þetta sagði vinur minn við mig á
dögunum en sá hinn sami er mikill
knattspymuáhugamaöur. Kappinn
var frekar fúll yfir gengi sinna
manna sem unnu mótið í fyrra. Og
aö mörgu leyti get ég tekið undir
það sem hann sagði, það er ekkert
að marka leiki liðanna á malarvelli
eða á gervigrasi. Og mikið held ég
að sé til í því sem margir halda aö
það lið sem komi best út úr þessum
fyrstu leikjum í íslandsmótinu
muni standa vel að vigi þegar farið
verður að leika við eðliiegar aö-
stæöur.
Veðurfarið undanfarna daga hef-
ur verið með þeim hætti sem helst
varð á kosið. Astand grasvalla viða
um land gerbreyttist á skömmum
tíma sem gerir það að verkum aö
hægt verður að byrja að leika á
þeim fyrr en útht var fyrir í byrjun.
Gífurlegur áhugi
á Islandsmótinu
Það er ekki ofsögum sagt aö áhugi
á nýbyrjuðu íslandsmóti sé meiri
en hann hefur verið í nokkum
tíma. Ég minnist þess ekki aö tjöl-
miðlar hafi sýnt mótinu meiri
áhuga og svo viröist sem knatt-
spyrnuunnendur æth aö mæta á
leiki íslandsmótsins af enn meiri
krafti en áður.
Betrí einstaklingar
-betrilið?
Þaö hefur víst ekki farið framhjá
neinum að margir ieikmenn sem
leikið hafa erlendis eru komnir eöa
eru á leiðinni til landsins. Víst er
aö fjöldi góðra einstaklinga í liðun-
um í 1. deild mun aukast gífurlega
en síðan verður tíminn aö skera
úr um það hvort það skilar sér í
betri liðum en verið hefur.
DV kynnir 1. deildar félögin
í DV í sumar munu íslandsmót-
inu verða gerð öfiug skil og verður
þar sagt frá gangi mála í öllum
deildum. DV hefur sýnt íslands-
mótinu mikinn áhuga enda áhugi
lesenda mikOl. Og til að fræða les-
endur sína ura liðin tíu í 1. deild-
inni höfum við gefið út tólf síðna
aukabiað um hðin en það fylgdi
DV á fimmtudaginn. í blaðinu er
mynd af öllum leikmönnum 1.
deildar félaganna, viðtal við fyrir-
hða eða þjálfara auk ýmissa atriða
um hðin. Blað þetta er kærkomiö
fyrir knattspyrnuunnendur og ætti
enginn slíkur að láta það framhjá
sér fara. Þá má geta þess að í blað-
inu er mótaskrá yfir leikina í 1.
deild en mótabók KSÍ hefur ekki
enn htið dagsins Ijós.
Alfreð stóð sig vel
Alfreð Gíslason, landshösmaður
í handknattieik, var aðeins feti frá
því að verða Evrópumeistari með
liöi sínu Tusem Essen frá Vestur-
Þýskalandi á dögunum. Essen lék
sem kunnugt er til úrslita gegn
ZSKA Moskva og vann sovéska hð-
iö sigur á fleiri mörkum skoruðum
á útivelh. Hefði Essen sigraö hefði
Alfreö orðið fyrsti íslenski íþrótta-
maðurinn tii að verða Evrópu-
meistari f flokkaíþróttum en því
miður tókst það ekki. Árangurinn
er engu að slöur góður.
Lélegt gegn Portúgal
Ólymplulandsliö okkar i knatt-
spyrnu lék gegn Portúgal sl. þriðju-
dag og var leikur hösins vægast
sagt slakur. Portúgalar unnu sinn
fyrsta útisigur í riölinum og ljóst
er aö íslenska liöið verður aö taka
sig veralega á fyrir síöasta leikinn
gegn ítölum á Laugardalsvelli á
morgun, sunnudag. Þegar á heild-
ina er litið er fraramistaða íslenska
liösins slök og fátt viröist geta kom-
ið í veg fyrir aö viö vermum botn-
sæti riðilsins.
Golfvertíðin að hefjast
fyrir alvöru
Nú er golfvertíðin að hefjast fyrir
alvöru og hvert mótiö af öðra er á
dagskrá á næstu dögum hjá golf-
klúbbum viðs vegar um landið.
Gífurlegur áhugi er ríkjandi á þess-
ari skemmtilegu íþrótt. Fjöldinn,
sem sækh' í golfvehina, fer sífeht
vaxandi og nú er svo komið að oft
verða kylfingar að bíða í langan
tíma eftir því aö komast að á völl-
unum. Undirritaður hefur af veik-
um mætti veriö að berja á hvítu
kúlunni á undanfómum dögum á
golfvellinum aö Korpúlfsstöðum og
þar hefur mjög mikih fjöldi kylf-
inga verið að reyna meö sér. Áltug-
itm er mikiU og um daginn sást th
kylfings á KorpúlfsstaðaveUi og
hatði sá hinn sami barnavagn meö-
ferðis. Dró hann golfkerruna með
annarri hendi og bamavagninn
með hinni. Þeta er að hafa áhuga á
golfi.
Stefán Kristjánsson
• Alfreð Gislason var mjög nálægt þvi að verða Evrópumeistari með Tusem Essen. Hér sést hann i hörðum
slag með liði sinu i Vestur-Þýskalandi.