Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 40
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
-52
Lífsstfll
Að flakka með Interrail:
Áskrift að lestum
í 22 löndum
Farseðill að öllum lestum í 22 lönd-
um Evrópu. Þetta er Interrafl, kort
sem allir Evrópubúar, sem yngri eru
en 26 ára, geta keypt. Kortið gildir í
einn mánuð og veitir ótakmarkaöan
aðgang að öflum lestum í aðildarl-
öndunum allan tímann án endur-
gjalds.
Alþjóðasamband járnbrautarlesta
setti Interrail á laggirnar 1972. Til-
efnið var fimmtugsafmæli alþjóða-
samnings um járnbrautarlestir. Tak-
markið var að örva lestarferöir, en
járnbrautarlestin átti þá mjög undir
högg að sækja. Flug og áætlunarferð-
ir í rútubílum tóku æ fleiri farþega
tfl sín.
Fyrirbærið sló strax í gegn. Nú er
svo komið að mifljónir manna ferð-
ast á þessum kjörum árlega, enda
eina tækifærið sem margir hafa til
að skoða sig um.
80 borgir á einum
mánuði
Og sumir fara fullgeyst. Dæmi
eru um fólk sem skoðar aflar helstu
borgir Evrópu á einum mánuði. Þá
er sá háttur hafður á að stoppað er
einn dag í hverri borg, en hoppað upp
í lest á kvöldin og sofið í henni þar
tfl hún kemur í næstu borg, morgun-
inn eftir. Ferðasíða hefur heyrt um
einn sem komst yfir 80 borgir á ein-
um mánuði.
Þótt ísland sé ekki aðfli í alþjóða-
sambandi járnbrautarlesta er hægt
að kaupa þessa miða hér á landi.
Ferðaskrifstofa stúdenta og Úrval
selja danska Interrafl miða og kosta
þeir kr. 11.500.
Danskir eru einu Interrail miðarn-
ir sem íslendingum stendur tfl boða.
Aðra miða er ekki hægt að fá nema
Það er hins vegar ekki hægt að neita þvi að þetta er erfiður ferðamáti.
HBi
Margir búa í járnbrautarlest í mánuð í sumarfriinu.
LITASTAL ER
LISTASTÁL
Plasthúðaðar stálklæðningar á
þök og veggi frá Inter Profiles eru
til í 17 litum.
- Prófílhæð 20 mm og 35 mm
- Allir fylgihlutir
- Skrúfur frá SFS
- Þéttilistar frá DAFA
- Verkfæri frá BOCH
- Fáanleg bogalaga
. - Fáanleg með ALUZINK húð
- Ókeypis kostnaðaráætlanir
VERÐIÐ ER HAGSTÆTT
IGARÐASMIÐJAN GALAX SF.
LYNGÁSl 15 210 GARÐABÆ,
SÍMI 91-53511
GÆÐI tJR STÁLI
erlendis, og þá verður viðkomandi
_ að hafa búiö í landinu um sex mán-
aða skeið.
Miðunum fylgja þeir annmarkar
að greiða verður hálft gjald í því landi
sem þeir eru gefnir út í. Það er því
hagstætt aö hafa miöa frá litlu landi.
Handhafar Interrail fá góðan af-
slátt í ferjum. Algengast er að hann
sé 50%, og hafa margir orðið tfl þess
aö fara í siglingar um Miöjaröarhafið
á þessum kjörum. Feijur eru starf-
ræktar víða og er full ástæöa til að
athuga þann möguleika.
Að fá sem mest
út úr Interrail
Það gefur augaleið að möguleik-
amir eru nánast óþrjótandi meö slík-
an miða undir höndum. Þó eru
nokkrar leiöir sem reynst hafa
heilladrýgri en aðrar.
Einn algengasti ferðamátinn er að
ferðast eins mikið og hægt er á tíma-
bilinu. Þannig fær maður nasasjón
af hverju landi og getur ákveðið hvað
maður hefur áhuga á að heimsækja
síðar.
Annar ferðamáti er að rjúka langt
í burt, t.d. beint til Grikklands. Þá
er ágætt að haga ferðinni þannig að
stoppað sé á markverðustu stöðun-
um og slappað af. Síðan er farin önn-
ur leið til baka, og sami háttur hafð-
ur á.
Sumir einskorða sig við að skoða
eitt land eða svæði. Þá eyða þeir
mánuðinum í aö kynnast bæði borg-
um og þorpum í viðkomandi landi.
Ferðasíðán hefur spurnir af fólki
sem hefur gert þetta á hverju ári í
sex ár.
-PLP
Kortið sýnir þau lönd sem hægt er að gerðast um með Interrail. Rauðu
svæðin eru þau lönd sem ekki eru aðilar að Interrail
Næturlestir:
»• x r
0
Næturlestir eru algengir gisti-
staðir á Interrafl. Þá er um að gera
að velja sér lest sem er nógu lengi
á leiðinni. Hér á eftir er listi yfir
nokkrar þær vinsælustu:
Kaupmannahöfh-Amsterdam
Amsterdam-Mönchen
Barcelona-Genf
Barcelona-Madrid
Barcelona-Nizza
Barcelona-París
Barcelona-Pamplona
Basel-Hamborg
Belgrad-Þessalónikí
Brússel-Genúa
Brússel-Hamborg
Hamborg-Múnchen
Brússel-Múnchen
Heidelberg-Lugano
London-Edinborg
Malmö-Stokkhólmur
Madrid-Algeciras
Madrid-Lissabon
Madrid-Santander
Mflanó-Paris
París-Amsterdam
París-Chamonix
París-Múnchen
París-Nizza
Róm-Nizza
Vín-Köln
Vín-Frankfurt
Vín-Lindau
Vín-Feneyjar
Iistinn er íjarri því aö vera tæm-
andi, honum er einungis ætlað aö
gefa hugmynd um það sem í boöi
er.
-PLP