Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. 5í Aðstaða til dýfinga er góð. Þessi átti eftir að magalenda. Nýr áfangastaður á Mallorca: Enn einn áfangastaður hefur nú bæst við allan þann fjölda sem ís- lenskum sólarlandaforum stendur til boða. Staöurinn heitir Cala d’or, Gullvíkin. Mallorca var einn fyrsti áfanga- staður íslenskra sólarlandafara. Og enn nýtur eyjan mikilla vinsælda. Samkeppni ferðaskrifstofanna gerir það að verkum að stöðugt eru leitað- ir uppi nýir staðir á eyjunni. Cala d’Or er á eyjunni suðaustan- verðri. Þarna er ströndin klettótt og vogskorin, ekki ósvipuð Costa Brava. Miklir hamraveggir ganga í sjó. Á milli þeirra eru skjólsælar víkur og eru þær sendnar í botninn. Er utar dregur eru grynningar litlar. Slíkar aðstæður eru kjörnar fyrir siglingar, enda eru stórar smábátahafnir í mörgum víkanna. Sex víkur Cala d’Or-þorpið stendur við sex smávíkur. íbúðir Samvinnuferða standa við Cala Ferrera, smávík skammt frá miðbænum. Frá hótel- byggingunni er örskammt niöur á smáströnd í botni víkurinnar. Ströndin sjálf er í smærra lagi. Að- staða til sólbaða er þó ágæt. Sumum finnst ferðamannaflóöið á Mallorca yfirgengilegt. Cala d’Or hefur þann kost að stutt er í ómeng- aöa sveitamenningu eyjarinnar. Hót- elin eru öll við ströndina. Hægt er að leigja sér reiðhjól, mót- orhjól eða bíl gegn vægu gjaldi og fara sjálfur í eigin skoðunarferðir. Sem dæmi um verð má nefna að dag- gjald bifreiðar er um 600 krónur. Það e'r aðeins fimm mínútna akstur út í sveit. Þar tekur við önnur veröld, algjör andstæða ferðamannaiðnaö- arins. Ólífutré á stangli, möndlu- lundir og ávaxtarækt ber blómlegum landbúnaði vitni. Gamlir bændur á asnakerrum eru ekki óalgeng sjón. Aðalatvinnuvegur eyjarskeggja var áður landbúnaður. Nú er ferða- mannastraumurinn svo mikill að tekjur af landbúnaði eru næsta óveruiegar. 98% af tekjum eyjarinn- ar koma frá ferðamönnum en aðeins 2% frá landbúnaði. íþróttaiðkun í Cala d’Or er frábær aðstaða til hvers kyns siglinga. Hægt er að leigja sér báta af öllum gerðum og halda til hafs. Á þessu svæði er aðdjúpt og mikil fiskigengd. Veiðar eru þvi vin- sæl íþrótt, svo og köfun. Sólin sleikt á klettum. Cala Ferrera. DV-mynd PLP Þeir sem ekki viija ganga svo langt að leigja bát geta farið í siglingar. Þar er ýmislegt í boði. Sem dæmi um styttri ferðir er sigling á bát með gler- botni. í gegnum glerið geta ferða- menn virt fyrir sér fjölskrúðugt dýralíf sjávarins. í Cala d’Or er frábær golfvöllur. Þá skiptir ekki máli hvort kunnátta er fyrir hendi því að boðið er upp á kennslu. Þá eru tennisvellir margir. Vinsælasta íþróttin á sólarströnd- um er þó tvímælalaust sjóböð. Við víkumar er sjórinn tær og hlýr. Staðurinn hefur verið í hraðri upp- byggingu undanfarin ár og nýtur nú mikilla vinsælda hjá norrænum ferðamönnum. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar birtast þarna. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.