Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Side 8
V, »
8
MÁNUDAGÚR 30. MAÍ 1988. '
Viðskipti
en ákvörðun tekin um að aðhafast
ekki neitt í þvi sambandi.
Miðað við það verðbil sem er á
hrognunum hér og erlendis gæti
borgaö sig að flytja inn hrogn, full-
vinna og selja á markaði.
Kavíarframleiðendur hér greiða
1100 þýsk mörk, eða rúmlega 28 þús-
und íslenskar krónur, fyrir tunnu
af hrognum. Er það svo kallað við-
miðunarverð sem grásleppusaltend-
ur selja á. Til samanburðar má geta
þess áð tunna af kanadískum hrogn-
um er um 15-25 prósent ódýrari. Á
móti þessum mismun má að ein-
hverju leyti reikna gæðamismun og
nýtingu í vinnslu.
Theodór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmet-
is. tók undir orð Þorsteins en bætti
því við að gæðin væru almennt mis-
jöfn á hrognum.
Þótt íslensk hrogn séu dýrari en
önnur virðast erlendir framleiðend-
ur kaupa þau líka til að fá fram betri
nýtingu og auka gæði kavíarsins.
Þorsteinn Jónsson sagðist vita að
þetta væri tilfellið, þótt erfitt gæti
reynst að sanna það.
Lélegt ár í fyrra
Áriö í fyrra var sérstakt hvað varð-
ar kavíar, neikvætt, að sögn Theo-
dórs Halldórssonar. Þá var skortur á
hráefni og fleiri fóru því að veiða og
salta hrogn. í Kanada fór framleiðsl-
an á hrognum úr 12 þúsund tunnum
1986 í 24 þúsund tunnur 1987, eða sem
nemur tvöföldun framleiðslunnar.
Verð á kavíar lækkaði og kom það
niður á framleiðendum í lélegri af-
komu og birgðasöfnun.
„Vertíðin í ár verður líklega í lé-
legra lagi og í Kanada verður veiði
minni. Vegna umframbirgða hjá
framleiðendum mun eftirspurnin
eftir kavíar ekki aukast á þessu ári.
Markaðurinn mun jafna sig í lok
þessa árs og byrjun þess næsta. Það
fer þó eftir vertíöarlokum sem eru í
júni hér sunnanlands."
Yfirgnæfandi afkastageta
Afkastageta íslensku kavíarverk-
smiöjanna er yfirgnæfandi að sögn
Theodórs. Framleiðslugetan er ekki
fullnýtt og því ekki vænlegt að verk-
Kavíarframleiðendum finnst íslensku hrognin betri og nýtast betur í vinnslu.
4700 tunnum af hrognum, eða 468
tonnum, og nam útflutningsverð-
mæti hans 198 milljónum króna. Áriö
á undan var unnið úr 4500 tunnum
af hrognum.
-hlh
smiðjum íjölgi. íslendingar hafa
framleitt kavíar í 10-15 ár, miðað við
30 til 40 ár Dana.
„Neysla á kavíar hefur ekki aukist
í heiminum og því eigum viö í
strangri samkeppni við gömlu jálk-
ana í þessu. Verð á kavíar 1987 var
lægra en áður með tilliti til fram-
leiðslukostnaðar en veröið stóð í stað
milli 1986 og 87 meðan hráefnið
hækkaði.
í fyrra var unninn kavíar úr um
Verðbréfaþing íslands:
Reglur um skráningu
hlutabréfa samþykktar
Stjórn Verðbréfaþings íslands
hefur afgreitt reglur um skráningu
hlutabréfa er gera Verðbréfaþing í
stákk búið til að taka hlutabréf til
meðferðar og skráningar.
Við gerð reglanna er höfð hlið-
sjón af erlendum fyrirmyndum auk
umsagna hérlendra aðila. Kann
mörgum að þykja þær strangar
vegna þeira upplýsinga er fyrir-
tækjum er gert aö veita, en fullyrt
að þær séu hóflegar borið saman
við markaði erlendis.
Meðal skilyrða um skráningu er
að fyrirtæki, sem gefur hlutabréfin
út, hafi minnst 20 milljón króna
hlutafé og minnst 65 milljón króna
bókfært eigið fé. Minnst 15 prósent
hlutafjárins skal vera í eigu fleiri
aðila en 50 en sá lágmarksfjöldi
getur orðið 200 innan þriggja ára
frá skráningu.
Með umsókn um skráningu þarf
að leggja fram ítarlegar upplýsing-
ar um fyrirtækið, eins og starfsemi
þess, stærstu eigendur, reikninga
og fleira. í gagnkvæmum samningi
Verðbréfaþings og fyrirtækisins
skuidbindur fyrirtækið sig til að
gefa þinginu jafnóðum upplýsingar
um atriði eins og ársuppgjör og
hlutaársuppgjör, breytingar á sam-
þykktum, kosningar, greiðslu arðs
og fleira er getur haft áhrif á mark-
aðsverð bréfanna.
Áður en viðskipti með hlutabréf
verða mikil þurfa ýmsar breyting-
ar að koma til. Má þar nefna aukna
þátttöku stærri fjármagnsaðila
eins og lífeyrissjóða og verðbréfa-
sjóða.
Eins þarf áhugi hjá núverandi
eigendum fyrirtækja til að afla sér
eigin fjár með almennu útboði að
aukast og skattareglur að breytast
svo fjárfesting í hlutabréfum verði
sambærileg við annan fiárhagsleg-
an sparnað. Þannig verði almennt
talið hagstætt að fiáfesta í hluta-
bréfum.
Aðilar að Verðbréfaþingi eru nú
9 talsins: Fjárfestingarfélag íslands
hf„ Kaupþing hf., Landsbanki ís-
lands, Seölabanki íslands, Verð-
bréfamarkaður Iðnaðarbankans
hf., Sparisjóður Hafnarfiaröar,
Verðbréfaviðskipti Samvinnu-
bankans, Útvegsbanki íslands hf.
og Verslunarbanki íslands.
-hlh
„Við fluttum inn 10 tunnur af
hrognum frá Kanada í fyrra til að
forvitnast um gæðin. Við komumst
að því að þau eru verri og nýtast alls
ekki eins vel í vinnslu. Þau eru ódýr-
ari en þau íslensku og var það ástæða
þess að við vildum kíkja betur á þau.
Við höfum þó ekki í huga að nota
erlend hrogn við kavíarframleiðsl-
una. til þess er gæöamunurinn of
mikill." sagði Þorsteinn Jónsson hjá
kavíarverksmiðjunni Arctic á Akra-
nesi.
Heyrst hafði að íslenskir kavíar-
framleiðendur hugleiddu innflutn-
ing á erlendum lirognum til kavíar-
\innslu í þeim tilgangi að minnka
háefniskostnaðinn. Þorsteinn játti
þvi að sú hugmynd hafi verið rædd,
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób 18-20 Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 18-23 Ab
6 mán uppsogn 19-25 Ab
12 mán. uppsogn 21-28 Ab
18mán. uppsogn 28 Ib
Tékkareiknmgar. alm. 8-10 Ab. Sb
Sértékkareikmngar 9-23 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 2 Allir
6 mán. uppsogn 4 Allif
Innlán með sérkjörum 19-28 Vb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb
Sterlmgspund 6.75-8 Úb
Vestur-þýsk mork 2,25-3 Ab
Danskarkrónur 8-8.50 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Armenmr víxlar(forv.) 30-32 Bb.Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 31-34 Bb.Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareiknmgar(yfirdr.) 33-35 Sp
Utlán verötryggö
Skuldabréf 9.5 Allir
Utlán til framleiðslu
ísl. krónur 29.5-34 Lb
SDR 7,50-8.25 Lb
Bandarikjadalir 8.75-9.5 Úb
Sterlmgspund 9,75-10.25 Lb.Bb,- Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 5-5.75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 44.4 3.7 á mán.
MEÐALVEXTIR
Overótr mai 88 32
Verðtr. mai 88 9.5
VÍSITOLUR
Lánskjaravisitala maí 2020 stig
Byggmgavisitala mai 354 stig
Byggingavisitala mai 110,8 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% aprii.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1.5273
Einingabréf 1 2,763
Einingabréf 2 1.603
Einingabréf 3 1,765
Fjölþjóöabréf 1.268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,803
Lifeyrisbréf 1.389
Markbréf 1.460
Sjóðsbréf 1 1.363
Sjóðsbréf 2 1.272
Tekjubréf 1,383
Rekstrarbréf 1.0977
HLUTABRÉF
Söluverð aó lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 128 kr.
Eimskip 215 kr.
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
lönaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendingur hf. 189 kr.
Verslunarbankinn 105 kr.
Útgerðarf. Akure. hf 174 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
NAnari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV A fimmtudögum.
Hár hráefniskostnaður kavíarframleiðenda:
Kanadísk hrogn allt
að 25 prósent ódýrari
- gæðin standast þó ekki samanburð við íslensk hrogn