Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. 15 Þegar hláturinn einn er eftir... - Fyrri grein - Þegnar sameignarríkjanna geta sem kunnugt er ekki deilt á valds- menn, stofnað óháð félög um áhug- mál sín eða skotið ágreiningsefnum til óvilhallra dómstóla. Þeir hafa hins vegar eitt ráð, sem yfirvöldin geta ekki tekið af þeim á meðan þeir eru enn lifandi, hugsandi ein- staklingar - og það er að segja gam- ansögur, beita hinni nöpru hæöni sem kemur upp um tvískinnunginn í orðum og gerðum valdhafanna. Þegar veröldin er vond geta menn hcfrfaö inn í hlátraheim og það auð- veldar þeim aö lifa af og halda still- ingu sinni. Hláturinn felur auðvit- að í sér vissa uppgjöf en það er uppgjöf sem varðveitir þrátt fyrir allt mannlega reisn. Þú heldur broti af sjálfum þér ef þú getur hlegið að Stóra bróöur en elskar hann ekki skilyrðislaust eins og söguhetjan í bók Orwells. Og í þess- ari grein og annarri eftir viku lang- ar mig til þess að segja lítillega frá tilraun hinna kúguðu samborgara okkar í austri til að halda sjálfs- virðingu sinni með aöstoð skop- skynsins. Kúgunin í alræðisríkjunum Margar sögumar beinast að kúg- uninni, tvöfeldninni, grimmdinni sem fylgir alræðisríkinu. Ein hin stysta og hnitmiðaðasta sem ég kann er af Rússanum sem horfir drukkinn í spegil og segir: „Mundu að annar hvor okkar er K.G.B. maður!“ í annarri sögu er spurt hver sé munurinn á vestrænu lýðræði og austrænu. Svarið er: sami munur og á treyju og spennitreyju. Annars staðar segir frá þremur föngum í vinnubúðum. Einn þeirra spyr annan: „Hvers vegna ert þú hér?“ Sá svarar. „Vegna þess að árið 1939 talaði ég illa um féiaga Popoff. En hvað gerðir þú hins veg- KjaHarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur ar af þér?“ Hinn fyrri svarar: „Árið 1941 hrósaði ég félaga Popoff." Síð- an snúa þeir sér að þriðja mannin- um og spyrja hann fyrir hvað hann sé í vinnubúðunum. „Ég er félagi Popoff, svarar hann. Háskólastúdent situr á kaffihúsi og virðir í mestu makindum fyrir sér nótnablöð með píanókonsert eftir Beethoven. Lögreglumaður kemur þar að og tekur hann fastan þar sem hann heldur að hann hafi dulmál undir höndum. Á lögreglu- stöðinni reynir stúdentinn að út- skýra að þetta sé píanókonsert eftir Beethoven. Hann fær að dúsa á bak við lás og slá heila nótt. Morguninn eftir hefjast yfirheyrslur aftur. „Þú þarft ekki aö reyna að ljúga okkur fulla hér,“ öskrar lögreglustjórinn á hann. „Beethoven er búinn að játa!“ Þegar Stalín reiddist eitt sinn Krúpskaju, ekkju Leníns, kallaði hann hana fyrir sig og sagði: „Ef þú hættir ekki aö gagnrýna mig, félagi Krúpskaja, þá fel ég ein- hverri annarri konu að vera ekkja Leníns!" Líklega kunna flestir söguna af Hrústjof, sem var kastalaherra í Keml á sjötta og sjöunda áratugn- um. Einu sinni kom gömul móðir hans í heimsókn úr sveitinni. Hrústjof sýndi henni stoltur alla bílana sína, gekk með henni um bústaö sinn í Moskvu þar sem loga- gyllt húsgögn stóðu í háreistum speglasölum, opnaði fyrir hana fataskápana, sem voru fullir af skraddarasaumuðum fötum, og matarbúrin sem svignuðu undan dýrlegum krásum. Að lokum fór hann með hana í sumarhöll sína viö Svartahaf. Gamla konan leit áhyggjufull á hann og sagði síðan: „Kæri sonur, þú hefur heldur betur forframast. En hvaö ætlar þú aö gera þegar rauöliðarnir koma aft- ur?“ Og hvers vegna voru frímerkin með myndum af Leóníd Brésnéf ónothæf? Vegna þess að allir spýttu öfugum megin á þau! Gömul vinkona heimsækir Mika- el Gorbatsjof. Þau sitja saman um stund og minnast liðinna daga. Síð- an snýr Gorbatsjof sér aö konunni og segir: „Jæja, ljúfan, hefur þú enga ósk fram að færa sem ég get reynt að veröa við?“ Vinkonan seg- ir: „Jú, Mikael. Ég hef eina ósk. Getur þú ekki hætt að loka landa- mærunum í vestur?“ Gorbatsjof lít- ur á hana, brosir kvankvíslega og segir: „Já, ég skil. Þú vilt gjarnan að viö veröum tvö ein ...“ Og hvar má heyra hygginn Rússa tala við heimskan Rússa? til dæmis í símann frá Lundúnum til Moskvu. „Auövitað erum viö eins frjálsir og þiö,“ sagði Rússinn viö íslend- inginn. „Þið ráðið því hvort þið kjósið Þorstein Pálsson eða Guð- rúnu Agnarsdóttur, Bandaríkja- menn kjósa um Bush og Dukakis og Frakkar um Mitterrand og Chirac. Og við Rússar ráöum því hvort við kjósum fyrir eða eftir hádegi. En hvað sem um Kremlverja má segja er unnt aö treysta því aö þeir muni ekki skerða hár á höfði Ragn- ars Halldórssonar. Kremlverjar og leppar þeirra Margar sögur eru sagðar af viö- skiptum Kremlverja við leppa þeirra í Austur-Evrópu og annars staðar. í einni eru þeir Gorbatsjof flokksleiðtogi og Sévardnadsé ut- anríkisráöherra að koma úr opin- berri heimsókn til Póllands. Gor- batsjof segir við Sévardnadsé: „Tókstu eftir úrinu sem Jarúselski hershöfðingi hafði á hendinni? Það var stórglæsilegt!" Og Sévardnadsé svarar: „Nei, Mikael. Leyfðu mér að sjá það...“ Hvert er víðáttumesta land í heimi? Auðvitað Kúba. Stjórnin er í Moskvu, herinn í Angóla og fólkið í Bandaríkjunum! Og við skulum ekki gleyma feröa- skrifstofunni sem seldi ferðir til Rússlands og auglýsti eftir innrás Rauða hersins í Tékkóslóvakíu: „Heimsækiö Rússa áður en þeir heimsækja ykkur." Gústav Húsak frá Tékkóslóvakíu er sem kunnugt er einn þægasti þjónn Kremlverja austan járn- tjalds. Eitt sinn var hann á gæsa- veiðum með Mikael Gorbatsjof sem hældi sér óspart af því að missa aldrei marks. Þeir félagarnir sjá fljúgandi gæs. Gorbatsjof miðar byssu sinni á hana og hleypir af. Hann hittir ekki gæsina sem heldur áfram að fljúga. „Viö höfum orðið vitni að kraftaverki, félagi Gor- batsjof!" segir Húsak. „Gæs, sem hefur verið skotin, heldur áfram aö fljúga!“ Eitt sinn situr Gorbatsjof langan fund meö leiðtogum Varsjárbanda- lagsríkjanna. Honum leiðist svo aö hann tekur títuprjón og stingur í þjóhnappana á sessunaut sínum, Jarúselskí, hershöfðingja frá Póll- andi. Jarúselskí verður hverft við en stuggar reiðilega við Gorbatsjof sem hættir. Nokkru siðar kemur Janos Kadar frá Ungverjalandi í ræðustól. Gorbatsjof stenst ekki freistinguna og stingur títuprjóni í sitjandann á honum. Kadar lýtur þá fram og hvíslar hálfkjökrandi að honum: „Af hverju ertu að gera þetta fyrir framan alla, félagi Gor- batsjof? Þú mátt ekki auðmýkja mig opinberlega á þennan hátt.“ Gorbatsjof lætur sér segjast og hættir. Skömmu síðar kemur Gústav Húsak áhyggjufullur í bragöi til hans og segir í hálfum hljóðum: „Félagi Gorbatsjof! Af hverju stingur þú ekki títuprjóni í bakhlutann á mér? Ertu eitthvaö reiður við mig?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Hláturinn felur auövitaö 1 sér vissa uppgjöf en þaö er uppgjöf sem varðveit- ir þrátt fyrir allt mannlega reisn.“ Hvað er króna? Nýlega fékk ég martröð: Mig dreymdi háttvirt Alþingi og ríkis- stjóm landsins sitjandi við mörg lítil hringborð í „Ríkinu" (ÁTVR), og spilandi póker. Við örhtið afgreiðsluhorn seldist vínflaskan á tæpar 3000 kr. en sem uppbót fengu kúnnarnir misstóra kassa af ýmissi matvöm, eftir magni vínkaupanna. Gleði kúnnanna stóð þó skammt því áður en út kæmust voru þeir rændir, bæði matvöru og víni auk peningaveskjanna. Er þeir gengu á háttvirta alþingismenn um upplýs- ingar vegna málsins voru þeir reknir frá því pókerinn skyldi eng- inn trufla. Alltískuld! Þegar pólitíkusarnir eru farnir að ryðjast inn í draumaheima mína fannst mér nóg komið. Spurning mín tii háttvirtrar rík- isstjórnar og Alþingis alls er ein- fold: „Hvað er króna?“, „Hvert er verðgildi hennar í dag?“, „Hvert var verðgildi hennar í gær?“, „Hvert verður verðgildi hennar á morgun, næstu vikur, næstu mán- uði eða jafnvel ár?“ Dömur mínar og herrar, sem við höfum valið til að stjórna þessum landskika, líkurnar á að þið getið svarað þessari spurningu em næsta iitlar, þar sem breyting þessa gjaldmiðils okkar er svo ör að þaö skiptir ekki dögum heldur klukkutímum, a.m.k. í mínum hug- arheimi, þótt það geti sannarlega verið rangt. Við launþegar erum ásökuð um eyðslu, ásökuð um að skapa verð- bólgu með launakröfum. Sjálfsagt er þetta rétt, en aðeins lítill hluti dæmisins. KjaHarmn Guðbjörg Hermannsdóttir bankastarfsmaður Við erum fólkið sem höfum fórn- að fjölskyldulífi okkar á altari gullsins. Börnin ala sig upp sjálf og heimilisregla og öryggi er varla til. Hvaö höfum við fengið í staðinn fyrir þessa fórn? Foreldrar vinna myrkranna á milli og sjá varla dagsljós nema á sumrin þegar ljós er allan sólar- hringinn. Hvar er svo gullið? Jú, við teljumst, þegar að rukkun fast- eignagjalda kemur, e.t.v. eigendur að húsnæði, jafnvel eigum viö bíl, húsgögn og heimilistæki. Viö fór- um til útlanda okkur til heilsubót- ar. - Allt i skuld! Ef dæmiö er gert upp, hvað eigum við þá annað en skuldir og líftóruna meöan hún endist? Háttvirtur þingheimur, við erum orðin að fjárhættuspilurum af verstu gerð, við leggjum allt undir: hjónabönd, fjölskyldur, andlega og líkamlega heilsu og við spilum í tapi. Ég spyr því aftur, „Hvað er króna?“ Skilur hvorki upp né niður Hvað er lánskjaravísitala? Láns- kjaravísitala byggist upp af 2/3 hlutum framfærsluvísitölu og 1/3 hluta byggingavísitölu. Er ég að segja eitthvað sem allir vita? Nei, ég segi og stend við það að mestur hluti þjóðarinnar skilur hvorki upp né niöur í vísitölufarganinu og sjálfsagt enginn að fullu og mér dettur ekki í hug að áhta að ég hafi meiri skilning en aðrir, en eitt veit ég, að því meira sem þetta er skoðað því vitlausara verður það. Fyrir nokkru var hringt í ýmis ráöuneyti til að fá nána skilgrein- ingu á vísitölunum. Engin svör fengust en okkur var bent á að hringja í vissan mann í Hagstof- unni sem gæti svarað þessum spurningum. (Hvaö ef maðurinn hefði verið veikur?) Ég hef síðan reynt aö taka eftir hvað sagt er af almenningi og fræðimönnum um þetta hjartans mál og hef komist að þeirri niðurstöðu að fæst okkar (ef nokkurt) skilja vísitölunotkun- ina. Tilfinning fyrir ijármunum er engin. Peningavit er ekki til, við höfum enga tilfinnigu fyrir verð- mæti starfs eða eigna. Ef til vill gæti byggingavísitala verið mat á einu verðmæti, bygg- ingum, en framfærsluvísitala (sem er stærstur hluti lánskjarávísitölu) er nýtanleg eingöngu sem viðmið- un fyrir verkalýsfélögin til að styðj- ast við. Reyndar eru fáir sem fá framfærslulaun. Víxlverkun vísitalnanna hvorrar á aðra er óhjákvæmileg. T.d. hækkun á áfengi, tóbaki og utnalandsferðum hækkar fram- færsluvísitöluna, sem hækkar lánskjaravísitöluna sem hækkar byggingavísitöluna (með því að vörur og laun verða að hækka) sem hækkar lánskjaravísitöluna sem hækkar framfærsluvisitöluna því kaupmaðurinn þarf hærra verð fyrir matvöruna og þjónustuaðil- inn meira fyrir þjónustuna þar sem kostnaðurinn verður meiri og fólk- ið þarf meiri laun til að greiða skuldirnar og eta sem hækkar framfærsluvísitöluna og því lán- skjaravísitöluna sem aftur hækk- ar... Rugl? Já, þetta er rugl. Við þurfum stöðugleika Við munum sjálfsagt flest eftir að m.a. lækkun á eggjum og hljóm- flutningstækjum síðastliðiö vor lækkaði framfærsluvísitölu og lán- in okkar voru til friðs örskámma stund. Framfærsluvísitölu má leika sér með eins og jójó. Með smáleikaraskap virðist mega hækka hana og lækka eftir þörfum. Þess vegna er hún hættuleg efna- hagslífi okkar á þann hátt sem hún er notuð í lánskjaravísitölu. Viö þurfum stöðugleika í fjármál- um, virði launanna okkar má ekki vera óþekkt tala. Þegar öllum fjárhagsáætlunum heimila (og fyrirtækja) er kollvarp- að aftur og aftur, ár eftir ár, gefst fólk upp. Það skiptir htlu máh hvort eytt er eða ekki, það er alltaf í skuld og krónan er sem X-ið í algebru, óþekkt tala án viðmiðun- ar. Kannski fólk hugsi sem svo að allt batni bráðum - eða kannski að það versni og best að eyða sem mestu á meðan eitthvað fæst. Skuldirnar eru hvort eð er löngu búnar að eta upp það sem einhvern tíma kallaöist eign. Þessi skrif mín byrjuöu á martröð en var ekki nokkur raunveruleiki í martröðinni? Við sofum undir efnahagslegri árás á þjóðfélag okkar, það er stríð. Alþingismenn okkar rífast ár eftir ár um bjór meðan bændur skipta úr rollum í kanínur, í refi, í mink að ósk stjórnarinnar og „veiðileyf- um“ er úthlutað á sjómenn eins og veiðileyfum stórkallanna í lax- veiðiám landsins (lax og silungs- veiði eru m.a. inni í framfærslu- vísitölu undir tómstundir). Reyndar er verið að gera nýja könnun á framfærslu, sem er ef til vill skelfileg tilhugsun í sjálfu sér. Finnið verðgildið Stjórnmálamenn góðir, sameinist nú einu sinni gegn þessari efna- hagslegu árás, geymið kosninga- ræðurnar til betri tíma, við gleym- um þeim ekki á meðan, svo oft höfum við heyrt þær, svívirðið hvert annað seinna en vinnið nú saman að málefninu. Þið hafiö okk- ar fjármuni í höndunum og getið nýtt þá til að fá alla þá ráðgjöf, inn- lenda sem erlenda, sem þið þurfið. Finnið verögildi krónunnar, verðgildi starfa, verðgildi eigna og þegar þetta er fundið er vafalítið að „við hin“ munum gera okkar besta til að halda eyðslu í skefjum því þá höfum við viömiðanir. Landsbræður og systur, ég mæli með lestri Hagtíðinda í maí 1984 sem „skilgreinir" framfærsluvísi- tölu og júlí 1987 sem hefur aö geyma upphaf „nýju“ bygginga- visitölunnar. Þessi rit fást fyrir x krónur að x verðgildi á Hagstof- unni, ef þau eru enn í umferö. Guðbjörg Hermannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.