Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Page 34
46
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988.
LífsstOI
■
Sjóstangaveiði í Vestmannaeyjum:
Tíu vindstig og haugasjór
gerir sportíð eftirsóttara
Þeir láta ekki að sér hæða, sjó-
stangaveiðiraenn, 10 vindstig og
haugasjór er krydd í tilvenma, ger-
ir sportið eftirsóttara og þátttak-
endur fá tækifæri til að takast á
við höfuðskepnurnar, í þess orðs
fyllstu merkingu.
Þetta á allt saman við um síðasta
hvítasunnumót Sjóstangaveiðifé-
iags Vestmannaeyja, sem haldið
var í austan stormi og stórsjó.
í fyrsta skipti í 26 ára sögu félags-
ins þurfti að kalla bátana inn, en
þátttakendur létu það ekki á sig fá,
þótt veðrið hefði áhrif á aflabrögð-
in, aflinn hefði kannski mátt vera
meiri.
Þá var enginn leikur að hand-
leika stöngjna um leið og veiði-
mennimir, flestir landkrabbar,
þurftu að halda sér í veltingnum.
En veðrið hefur líka leikið við
stangaveiðimenn á hvítasunnu-
mótunum. Bæði í fyrra og Mtti-
fyrra var frábært veður, sól, hægur
vindur og sléttur sjór. Þá var aflinn
lika margfalt meiri en nú og fisk-
amir stærri.
Löng forsaga
Hvitasimnumótin, sem eiga sér
orðið nokkuö langa sögp, sennilega
um 30 ára gömul, eru viðamestu
sjóstangaveiðimót landsins, en auk
þeirra eru haldin mót á ísafirði og
Akureyri á hverju ári. Mótiö stend-
ur í tvo daga og hefst með því að á
fóstudagskvöldinu er mótið sett.
Menn em látnir draga um á hvaða
bát þeir róa, spáð er í veðriö og
gamlar veiðisögur rifjaðar upp.
Alvaran hefst klukkan 6 á laugar-
dagsraorgninum þegar flotinn læt-
ur úr höfn. í þetta skiptið era þeir
15 og keppendur 107: konur, karlar
og börn á ölium aldri sem eiga það
áhugamál sameiginlegt aö veiða
fisk úr sjó og það skal vera á stöng.
Þegar komið er á miðin reynir á
veiðikunnáttuna og hve fljótir
menn eru að afgreiða hvem fisk.
Spennan er mikil, metnaður milli
manna, góðlátleg skot tjúka og
stundum gengur pelinn á milli,
þannig líður dagurinn fram að há-
degi.
Bátamir eiga að vera komnir að
bryggju klukkan 2 síðdegis. Er
handagangur í öskjunni þegar þeir
streyma inn hver af öðram og bæj-
arbúar fjölraenna á bryggjuna til
að fylgjast meö. Menn bera saman
bækur sínar eftir daginn. „Ertu
með einn eða tvo kassa? Ég frétti
að þeim á Tvistinum hefði gengið
vel. Er það satt að Ester á Gamla
spítalanum sé efst eftir daginn?“
Þannig er spjallað á bryggjunni
meöan aflanum er landað, minnir
á vertiðir meðan þær voru og hétu.
Sama sagan
Á sunnudeginum endurtekur
sagan sig, á sjó klukkan 6, að landi
klukkan 2. Aflinn vigtaður, hver
ftskur mældur, veginn og allt er
talið því verölaun era veitt fyrir
stærsta fisk af hverri tegund, fyrir
flesta fiska og heildarvigt. Afla-
hæsti skipstjórinn fær verðlaun,
skipað er í sveitir sem fá verðlaun
og svo mætti lengi telja.
Að kvöldi sunnudags er slegiö
upp dansiballi, þar er borðað, hleg-
ið, drukkið, sungið og sagðar veiði-
sögur bæði sannar og lognar. En
númer eitt eru úrslitin sem þá era
kynnt. Verðlaununum, sem eru
mjög vegleg, er útdeilt. Anægja sig-
urvegaranna er ósvikin, en að
sönnum íþróttasið er aðalatriðið að
taka þátt í leiknum. „Og við kom-
um aftur,“ sagði Karl Jörundsson
frá Akureyri þegar honum vora
veitt verðlaun fyrir að hafa dregið
stærstu ýsuna og geta það verið
lokaorð þessarar greinar.
Elínborg Bemódusdóttir:
„Þeir bundu mig fasta
á laugardaginn"
Elinborg Bernódusdóttir hefur
tekið þátt í sjóstangaveiði í mörg ár
ásamt systrum sínum, þeim Þóra,
Lillu og Þuru. Hafa þær löngum sett
svip sinn á hvítasunnumótin og oft
unnið til verðlauna. Ekki hafa þær
látið veðrið hafa áhrif á sig nú frekar
en endranær.
„Ég byrjaði í þessu árið 1979,“ sagði
Elínborg, en hvað er það sem gerir
sjóstangaveiði svona eftirsótta?
„Númer eitt finnst mór gaman að
veiða, félagsskapurinn er frábær og
það sem gerir þetta svo sérstakt er
að í raun er verið aö keppa fyrir 3 -
fyrir sjálfan sig, sveitina og bátinn.
Ef vel gengur getur það orðið til þess
aö allir þessir fái verðlaun.
„Þetta var sannkallað sjóævin-
týri,“ sagði Elinborg þegar hún var
beöin um að lýsa mótinu núna. „Ég
reri á Sæfaxa VE og var aftast á bátn-
um, þar sem erfitt var að fylgjast
með mér. Veðrið var svo slæmt á
laugardaginn að þeim fannst vissara
aö binda mig niður svo ég dytti hrein-
lega ekki útbyrðis, en allt gekk þetta
vel.“
Að lokum vildi hún koma á fram-
færi þakklæti til skipstjóranna, án
velvilja þeirra yrði ekkert sjóstanga-
veiðimót haldið.
Elinborg Bernódusdóttir mundar stöngina.
Karl Jörundsson:
Möguleiki á stórum fiskum
Akureyringar hafa alla tíð verið
aufúsugestir á hvítasunnúmótunum
í Vestmannaeyjum, hefur verið mjög
gott samstarf þama á milli og menn
verið duglegir að sækja mót hver hjá
ööram.
Akureyringum hefur oft gengiö-
betur á hvítasunnumótunum en í ár,
en það virtist ekki spilla ánægju
þeirra, smávandamál eins og suð-
austan 10 vindstig er bara eitthvað
til að Mæja að. „Við komum aftur,"
sagði Karl Jörandsson frá Akureyri
við verðlaunaafhendinguna, en hann
dró stærstu ýsuna á mótinu. Þarna
sagðist hann tala fyrir munn allra
Akureyringanna.
Til fyrirmyndar
Karl sagði í viðtali við útsendara
DV að Sjóstangaveiðifélag Akur-
eyrar hefði verið stofnað árið 1964
og var hann formaður þess um tíma.
„Stærsta verkefm okkar á Akureyrí
til þessa er Evrópumótið sem við
héldum árið 1974. Þátttakendur voru
um 160 og var helmingurinn útlend-
ingar.
Vestmannaeyjamótin hafa alltaf
verið til fyrirmyndar í alla staði. Það
sem gerir þau svo sérstök er mögu-
leikinn á stóram fiskum, einkum
lúðunm sem er alltaf númer í sjó-
stangaveiöinm.“
Ekki vildi Karl gera mikið úr bræl-
unm, sagði að sér hefði gengið vel
þrátt fyrir veður. En hann vildi koma
því á framfæri svona í lokin að þeir
Akureyringarmr hefðu lært margt
af Magnúsi Magnússym mótsstjóra,
þar væri réttur maður á réttum stað.
Magnús Magnússon mótsstjóri:
„Fyrsta skiptið sem þarf
að kalla bátana inn"
Magnús Magnússon hefur staðið
við stýrið í landi á sjóstangaveiði-
mótunum undanfarin 18 ár sem
mótsstjóri. Undirbýr hann allt sem
lýtur að verðlaunum og sér um aö
koma þeim til skila, að öll verðlaun
lendi á réttum stað.
„Á meðan á mótunum stendur fylg-
ist ég með þegar aflinn er vigtaður,
þar verður allt að passa og mikið í
húfi að engu skeiki. Ef vandamál
koma upp verð ég að vera til taks og
Tíðarandi
skera úr um ef þarf. Þetta er í fyrsta
skiptiö sem þarf að kalla báta inn
vegna veðurs, eins og var á sunnu-
dagsmorguninn. Kom til minna
kasta að taka ákvörðun um þetta, það
gerði ég þó ekki fyrr en ég hafði talað
við skipstjórana, sem sögöu um níu-
leýtið að veðrið væri orðið mjög
slæmt.“
Magnús sagðist hafa stundað veið-
arnar sjálfur til að byija meö en síð-
an hann tók við mótsstjóminm væri
það ómögulegt. „En ailtaf er þetta
jafngaman, en það sem situr kannski
helst eftir er sá fjöldi af góðu fólki
sem maður hefur kynnst í gegnum
þetta,“ sagði Magnús að endingu.
Diddi í Svanhól í öllum herklæðum. DV-myndir Ómar Garðarsson