Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Side 36
48 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Julio Iglesias söngvarinn sólbrúni hefur fullyrt opinberlega aö hann hafi verið meö um það bil 3000 konum um ævina. Hann er nú 44ra ára gam- all og er nú búinn að ná sér í brasilíska fegurðardís sem er 19 ára gömul. En til þess að vera henni ekki ótrúr, hefur hann far- ið í tíma til sálfræðings sem á að hjálpa honum að ráða bug á þess- ari sjúklegu fíkn í konur. Julio segist hafa fengið lækningu á meini sínu og hefur heitið því að vera hinni nýju konu sinni trúr. Nicholas Cage er nýstirni í Hollywood, og sló í gegn í myndunum Raising Ariz; ona og Moonstruck. Hitt vita færri að hann er frændi leikstjór- ans kunna, Francis Ford Copp- ola, sem lét hann upphaflega fá hlutverk í mynd sinni, Rumblef- ish. Kvikmyndir Nicholas Cage eru alls orönar 8, en hann er þó ekki fyrr en nýlega orðin þekkt- ur. Cage hefur þó tímann fyrir sér þvi hann er aðeins 24ra ára gamall. Malcolm Jamal Warner sem leikur Theo Huxtable í þátt- unum Fyrirmyndarfaðir, hefur lengi átt sér þá ósk að hasla sér völl á leikarasviðinu annars stað- ar en í þáttunum. Nú hefur hon- um oröið að ósk sinni því hann leikur í nýju leikriti sem er fært upp á Broadway, og þar leikur hann 16 ára strák sem á við geð- ræn vandamál að stríða. Þetta nýja hlutverk krefst mun meira af honum sem leikara, en hann er alls óhræddur. ✓ Stúdentar (rá Menntaskólanum á Isafirði 1988 ásamt skólameistara. DV-mynd Hrafn Snorrason ísafjörður: Menntaskólanum slitíð í 18. sinn Sigurjón J. fflgurösson, DV, fsafiröi: Menntaskólanum á ísafirði var shtið í 18. sinn fyrir skömmu. Björn Teitsson skólameistari flutti ræðu við athöfnina og í henni fjallaöi hann meðal annars um þá breytingu sem varð á skipulagi skólamála á Isafirði er Menntaskóhnn tók á síðastliðnu sumri yið fræðslu Iðnskólans á ísafirði. í vetur sem leið fór öll bók- leg kennsla iðngreina fram í Mennta- skólanum. í máli Björns kom fram að áformað væri að hefja von bráðar vinnu við frágang lóðar skólans og einnig hefur verið ákveðið aö verkmenntahús skuli rísa í námunda við skfolann. Þá vék Björn máh sínu að skiptingu nemenda viö skólann. Viö skólann stunduðu nám í vetur 246 nemendur, þar af 133 í hefðbundnum dagskóla Menntaskólans. Skólinn útskrifaði að þessu sinni 4 nemendur af ööru stigi vélstjórnarbrautar og 6 af fyrsta ári skipstjórnarbrautar. Menntaskólinn á ísafirði útskrifaði auk þess 27 stúdenta, 3 af eðlisfræði- braut, 8 af hagfræðibraut, 9 af mála- og samfélagsbraut og 7 af náttúru- fræðibraut. Hæstu stúdentsprófs- einkunn, 8,53, náði Rögnvaldur Daði Ingþórsson frá ísafirði. Vel lukkað vorblót í Hnífsdal fflguijón J. fflgurðsson, DV, ísafiröi: Öryrkjabandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp fögnuðu vori með svokölluðu „vorblóti" víða um land fyrir stuttu. Á Vestfjörðum var blótið haldið í veitingastaðnum Glaumborg í Hnífsdal aö viðstöddu fjöl- menni. Á blótinu, sem hófst kl. 15, var margt til skemmtunar, meðal annars skemmtu Vísnavinir frá ísafirði, Harmóníkufélagið lék af fingrum fram, Inga Jónasar og félagar frá Suðureyri skemmtu og sýndur var diskódans frá Bolungarvík. Auk þess kom heimiUsfólkið frá Bræðratungu, sem er þjálfunarmiðstöð þroskaheftra á Vestfjöröum, fram með skemmtiatriði. VilU ValU lék létta tónUst á milU atriða. Ljósmyndari DV var á staðnum og tók þá meðfylgj- andi myndir. Heimilisfólkiö i Bræðratungu flutti skemmtiþátt og gerði mikla lukku meðal viðstaddra. DV-myndir BB Súperstjarnan bandaríska, Michael Jackson, er nú á hljómleikafór í Evrópu og þessa dagana er Jackson að heUla ítalska áhorfendur upp ur skónum. Á hljómleika í Róm komu 30 þúsund áhorfendur og komust færri að en vUdu. Vonlaust er fyrir þá sem hafa áhuga að ná í miöa því miðar á alla tónleUca Jacksons í Evrópu seldust upp í janúarmánuði á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.