Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Sviðsljós 49 Brúðubíllinn af stað á ný Brúðubíllinn er nú að fará af staö með starfsemi sína eins og undanfar- in sumur, en hann hefur sýnt á gæsluvöllum borgarinnar og á úti- vistarsvæðum. Leiksýningar Brúðu-' bílsins eru sniðnar við hæfi yngstu kynslóðarinnar, og taka börnin mik- inn þátt í sýningunni. Þetta er þrett- ánda árið sem nú fer af staö í starf- semi Brúðubílsins, og eru júní og júlímánuður notaðir til sýninga á fiverju ári. Á síðastliðnum 8 árum hefur leik- húsið auk þess feröast um lands- byggðina og sýnt í flestum kaupstöö- um landsins. Brúöurnar gerir Helga Steffensen og er hún einnig forsvars- maður leikhússins. Auk hennar sjá Sigríöur Hannesdóttir og Helga Sig- ríöur Harðardóttir um hreyfmgar brúðanna. Leikritið „í f]örunni“ verður frumsýnt þann fyrsta júní í Hallargarðinum, og að sjálfsögöu er ölium heimill aögangur sem fyrr. Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir eru hér með þremur af brúðunum sem koma fram í leikritinu „í fjörunni". DV-mynd GVA Fjölmenn upp- skeruhátíð hjá skíðamönnum Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Fyrir stuttu hélt Skíðaráð ísafjarð- ar árlega uppskeruhátíð sína í veit- ingastaðnum Krúsinni. Gífurlegur flöldi fólks kom á hátíðina sem fór hið besta fram og urðu nokkrir frá að hverfa vegna þrengsla. Alls voru veittar 52 viðurkenning- ar, meðal annars fyrir árangur á Vestfjarðamóti, auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í öðrum mótum, góða ástund- un og fyrir mestu framfarirnar. Eins og áður ságði var.allt fullt út úr dyrum sem sýnir best hversu miklum vinsældum skíðaíþróttin á að fagna hér fyrir vestan. Ljósmynd- ari DV var á staðnum og tók þá með- al annars þessar myndir. Þeir unnu til verðlauna i göngu 13-14 ára á Vestfjarðamótinu: Gísli Einar Árnason (silfur), Daníel Jak- obsson (gull) og Árni Elíasson (brons). DV-myndir BB Þessar stúlkur unnu til verðlauna í stórsvigi á Vestfjarðamótinu: Margrét Tryggvadóttir (silfur), Sigríður Björg Þorláksdóttir (gull) og Maria Ásgeirs- dóttir (brons). Dýratemjarinn Joe Savage heldur hér á blettatígrinum sem varð dóttur hans að bana fyrir skömmu. Símamynd Reuter Varasöm rándýr Það getur verið varhugavert aö taka stór villidýr í fóstur eins og dýra- temjarinn og skemmtikrafturinn Joe Savage fékk að kynnast. Fyrir fjór- um árum tók hann að sér blettatígursunga til að ala upp. ■ Fyrir skömmu skeði síðan sá hörmulegi 'atburður aö blettatígurinn réðst á tveggja ára dóttur Joe Savage og lést unga stúlkan af meiðslum sínum. Blettatígurinn var skotinn með deyfilyfi eftir atburöinn og náði ekki að vakna til lífs eftir það. Isafjörður: litla kafíistofan opnuð aftur Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Látla kafíistofan, sem starfrækt var í Hafnarstræti síöastliðið sumar, hefur verið opnuö að nýju. Kaffihús er að margra mati merkisberi góðr- ar götumenningar og tekur fréttaritari DV undir það. ísfirðingar og þeir sem sóttu Ísaíjörð heim á síöasta sumri notfærðu sér það óspart að fá sér kaffi í Litlu kaffistofunni og fagna því nú margir að hún skuli vera opnuð að nýju. Það er sem fyrr Gréta Jónsdóttir sem sér um rekstur Litlu kaffistofunnar. Gréta Jónsdóttir, eigandi Litlu kaffistofunnar. DV-mynd BB VÖRU- BilSQÚMR! H.M.F. og NUMMI sturtutjakkar SUNFAB stimpildælur. HAMWORTHY tannhjóladælur. NORDHYDRAUUK og HAM- WORTHY stjórnlokar. Loft- og rafmagnsstjórnbúnaður. Drifsköft - margar gerðir. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. lANDVEÍARHF SMIÍHJÆGI66. KÓPAVOGI. S. 91-766001 MINOLTA NETTAR, LITLAR OGLÉTTAR UÓSRITUNARVÉLAR - og þær gera allt sem gera þarf á minni skrifstofum Litil, einföld og því traust. Fyriitak á skrilborðið! Verö kr. 27.500.- stgr____ Verökr. 41.000.-stgr. 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, innbyggöur arkabakki til aö spara pláss; hágæöaprentun og hagkvæmni í rekstri. Vfírft kr. 59]pty.-stQr. KJARAN ARMÚLA 22. SlMI (91) 8 30 72. 108 REVKJAVlK_ FELLIHURÐIR FYRIR IÐNAÐAR- HÚSNÆÐI - Með og án glugga -10 litir - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍMl 91-53511 GÆÐI ÚR STÁXJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.