Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Lífestm Grasagarðurinn í Laugardal: Perla í miðri höfuðborginni Þúsundir Reykvíkinga koma í Grasagarðinn og skrúðgarðinn í Laugardal á sumri hverju. Einkum fjölmenna borgarbúar í Laugardal- inn þegar sólin skín til að leggjast í grasiö og „sleikja sólina“. Þeir sem koma reglulega í garðana eru á einu máli um að þeir séu sann- kallaðar perlur í miðri höfuðborg- inni. Þó er engu líkara en að margir viti hreinlega ekki af þessum sælu- reit. Allir vita að þarna eru „ein- hver tré og kannski nokkur blóm“ en nenna ekki aö leggja lykkju á leiö sína til að skoða dýrðina. Kjörinn staður til útivistar og leikja Það eru margir sem vita ekki að í skrúðgarðinum er mikil skóg- rækt, stór, vaxtarleg og falleg tré sem skýla rúmgóöum og vel hirtum grasflötum og bölum. Kjörnir stað- ir til útivistar og leikja. Dægradvöl Þeir vita ekki að í Grasagarðinum eru á milli 4 og 5 þúsund plöntuteg- undir, þar af um 330 íslenskar teg- undir. Til samanburðar má geta þess að talið er að alls lifi um 465 tegundir úti í hinni íslensku nátt- úru. Þama má því finna á tæplega einum og hálfum hektara lands stærstan hluta íslensku flómnnar. Starfsmenn Grasagarðsins segja þó að aðsókn í garðinn hafi aukist Þessir krakkar eru á leikjanámskeiði hjá Bústöðum og komu við í skrúðgarðinum í Laugardal um daginn til að geta notið sólarinnar sem best. Leiðbeinendurnir Gunnar Valdimarsson og Sigrún Jónsdóttir stjórna snú snú-inu en Katrín Þorbjörg Víglundsdóttir, 6 ára, er hér að hoppa í 53. skiptið. DV-mynd BG jafnt og þétt undanfarin ár. Nú er einnig orðið algengt að stórir hópar komi til að skoða, bæði hópar utan af landi og útlendingar. Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 Merkilegar ræktunartilraunir Miklar og merkilegar ræktunart- Oraunir fara fram í Grasagarðin- um. Starfsmenn safna fræjum af plöntum garðsins og standa síðan í fræskiptum við grasgarða úti um allan heim. Einkum er þó lögð áhersla á að gera tilraunir með plöntur frá norrænum svæðum svo og plöntur sem lifa hátt uppi, til dæmis í Ölpunum. Þá gefur Grasagarðurinn út fræ- lista sem sendur er til um þrjú hundruö aðila í fjörutíu löndum. Það eru því mikil fræskipti í gangi og töluverð vinna í kringum þau. Þeir sem koma í Skrúðgarðinn í fyrsta skipti verða flestir undrandi. Garðurinn er það stór og trén há. Að ganga þar um stígana minnir helst á gönguferðir um erlenda skóga. Svo er skyndilega komið inn á opin svæði sem eru sérlega vel hirt og freistast því margir til að leggjast í grasið þegar vel viðrar. -ATA „Frisbi“ eða þeytidiskar voru vinsælir í Laugardalnum í blíðviórinu . Yfirleitt stunduðu börn og fullorðnir ýmsar iþróttir á grasbölunum, þeir sem á annað borð nenntu að hreyfa sig í hitanum. DV-mynd BG Skop..................................... 2 Gervihnettir, gersemar geimaldar...............3 Hringrás eilífra endurtekninga..................10 Hve lengi endist Gorbasjov?.......................17 Planta andskotans................................ 23 Ráðabrugg í Níkaragúa................................33 F öst í jökulsprungu................................. 42 Hugsun í orðum......................................... 43 Oft hef ég fundið almættishönd drottins....................50 Með skrímsli í skrokknum.....................................61 Viðvörun: Reykingar geta skaðað kynlífiö.................... 85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.