Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 23
HandknatUeikur - L deild:
Jakob Jónsson
áfram með KA
Gyffi Kris^ánsaon, DV, Akureyri;
Jakob Jónsson handknattleiks-
maöur hefur ákveöiö aö leika með
KA í vetur en áður hafði hann lýst
því yfir að hann myndi leika meö
öðru félagi í 1. deildinni.
Það hefur því ræst ur hjá KA
undanfarna daga því liöiö hefur
einnig fengiö í sínar raðir Sigurpál
Aöalsteinsson homamann og Axel
Stefánsson, markvörð úr Þór, en
þeir voru yfirleitt bestu menn Þórs
í fyrra. Sigurpáll var einn af
markahæstu leikmönnum L deild-.
arinnar.
Þetta kemur sér án efa mjög vel
fyrir KA en er nánast dauöadómur
fyrir Þórsara. Þeir hafa misst nær
allt byxjunarliö sitt frá sl. vetri en
liöiö féll í 2. deild og er ekki mikill
mannskapur eftir fýrir Birgi
Bjömsson þjálfara áö vinna með í
vetur.
Mjög mikil breyting verður á liöi
KA frá í fyrra. Brynjar Kvaran
markvöröur fór til Stjömunnar,
svo og Axel Björnsson homamaö-
ur. Þá fer hinn homamaðurinn,
Eggert Tryggvason, til náms er-
lendis. Jakob lék hins vegar nær
ekkert með liðinu í fyrra svo segja
má að ákvöröun hans um að leika
með KA í vetur þýöi liðsauka fyrir
félagiö.
Noregur:
Gunnar
valinn
ílið
vikunnar
Gunnar Gíslason og félagar
hans í Moss í norsku 1. deildinni
í knattspyrnu unnu mikilvægan
sigur á Rosenborg um síöustu
helgi. Moss sigraöi 2-X á heima-
veUi sínum og er í þriðja sæti
deildarinnar, þremur stigum á
eftir Lilleström sem er i efsta
sæti.
Öll mörk leiksins vom skomö
í fyrri hálfleik. Rosenborg skor-
aði strax á 2. raínútu leiksins en
Moss náöi að jafna og koraast yfir
með raörkum frá Jan Ejærestad
og Runa Tangen eftir fallega
sendingu frá Gunnari Gíslasyni.
Gunnar átti mjög góöan leik og
var valinn í lið vikunnar.
Sem fyrr er gengi Brann, sem
Bjarni Sigurðsson leikur meö og
Teitur Þórðarson þjálfar, afar
slæmt. Brann gerði 1-1 jafntefli
við Válerengen á útívelli og er í
þriðja neðsta sætí deildarinnar
með 10 stig.
Tony Knapp, sem tók við stjóm-
inni þjá Djerv 1919 á dögunum,
tapaöi 2-1 fyrir Tromsö á útivelli
og er Djerv 1919 í neðsta sæti.
Tony Knapp verður því ekki öf-
undsverður af starfi sínu á næst-
unni. Eftir leikinn sagðist þó
Knapp vera bjartsýnn á fram-
haldið.
Staða efstu liða I
1. deild:
Lilleström...12 7 4 1 19-8 25
Rosenborg....12 7 3 2 29-13 24
Moss.........12 6 4 2 18-7 22
Válerengen...12 5 5 2 18-15 20
Sogndal......12 5^2 12-10 20
JKS
Amór semur til
árs við Anderiecht
- mjög ánægður með samninginn en svartsýnn á gengi liðsins
Kristján Bemburg, DV, Belgíu;
Amór Guðjohnsen hefur skrifaö
undir nýjan samning við bikarmeist-
ara Anderlecht til eins árs. Hann
leikur því næsta vetur sitt sjötta
keppnistímabil meö þessu stórveldi
belgísku knattspymunnar.
„Eg er mjög ánægður meö samn-
inginn og þaö hjálpar til að skattar
hér í Belgíu hafa verið lækkaðir
nokkuð frá því sem áður var. En ég
er ekki of bjartsýnn á gengi liðsins
næsta keppnistímabil, félagið verður
aö kaupa einn til tvo sterka miðju-
menn ef það ætlar sér á toppinn á
nýjan leik,“ sagöi Arnór í samtali við
DV eftir samningsgerðina.
Amór gekk til liðs við Anderlecht
frá Lokeren árið 1983 en átti við sí-
felld meiðsli að stríöa fyrstu fjögur
árin. Loksins veturinn 1986-87 náði
hann að leika heilt tímabil með liðinu
og þá varð hann markakóngur 1.
deildar, valinn besti leikmaður Belg-
íu af dagblaöinu Het Nieuwsblad og
varð að auki meistari með And-
erlecht. Hann var með bestu mönn-
um liðsins á sl. vetri en því gekk illa
í deildakeppninni, en náði að bæta
sér það upp með sigri í bikarkeppn-
inni. Amór var þá besti maður vall-
arins í úrslitaleiknum.
Sundlaug vígð
Jaðarsbakkalaugin á Akranesi.
Sigurgeir Svein3son, DV, Akranesi:
Laugardaginn 16. júlí var tekin í
notkun við hátíðlega athöfn glæsileg
sundlaug á Akranesi. Þar með hefur
draumur Skagamanna loksins ræst
en staðurinn á nú mjög öflugt sund-
lið.
Laugin sjálf er 25 metrar að lengd
en auk þess eru fimm heitir pottar.
Þá er góð aðstaöa fyrir sólbaðsdýrk-
endur og umhverfið og mannvirkið
sjálft virkilega glæsilegt.
Það voru nokkrir fastagestir
Bjamalaugar sem tóku fyrstu sund-
tökin í hinni nýju laug sem hlaut
nafnið Jaöarsbakkalaug. Fram-
kvæmdanefndin afhenti síðan bæjar-
stjóranum, Gísla Gíslasyni, lykla-
kippu mikla af sundlaugarbygging-
unni.
Fyrsta stórmótið í Jaöarsbakka-
laug fór fram um síðustu helgi en þá
var aldúrsflokkamótið haldið þar og
sigmðu einmitt heimamenn á mót-
inu.
landsmót - Gotf:
með
foiystuna
Landsmótinu í golfi var fram
haldið í gær en það fer fram á
hinum glæsilega velli Golfklúbbs
Reykjavíkur í Grafarholti.
Kylfingar í meistaraflokki fóm
af stað í gær og eftir fyrsta hring-
inn er Tryggvi Traustason með
forystu, hefur slegið 74 sinnum
og er tveimur höggum á undan
sjálfum íslandsmeistaranum,
Ulfari Jónssyni.
♦
Staöan er annars þessi í meist-
araflokknum:
1. Tryggvi Traustason, GK.74
2. Sigurður Sigurðsson, GS ....75
3.-4. Eiríkur Guðmundss., GR...76
3.-4. Úlfar Jónsson, GK...76
5.-6. Ingi Jóhannesson, GR.77
5.-6. Björgvin Sigurbergs, GK ...77
Það hefur ekki gengið sem best
þjá Þórdisi Geirsdóttur, íslands-
meistara kvenna. Eftir fyrsta
keppnisdaginn er hún 10 höggum
á eftir Ragnhildi Siguröardóttur
sem hefur forystuna.
Staðan er annars þessi:
1. Ragnhildur Sigurðard., GR 78
2. SteinunnSæmundsd., GR ..85
3. Ásgerður Sverrisd., GR.86
4. Karen Sævarsd., KS...87
5. Þórdís Geirsd., GK.....88
Staðan í 2. flokki kvenna er þessi:
1. Elisabet Möller, GR.292
2.-3. Gerða Halldórsd., GS.303
2.-3. SteindóraStemsd., NK.303
í 2. flokki karla er keppnin jafn-
ari en þar munar tveimur högg-
um á fyrsta og öðrum manni.
Staða efstu manna þar er þessi
eftir 3 hringi:
1. Óskar Ingason, GR......246
2. Jens Jensson, GR....248
í 3. flokki karla er staðan þannig:
1. Hallgrímur Ragnarsson....258
2. Oddur Jansson, GA....259
3. JóhannFriðbjömss., GR ..264
Staða efstu manna í 1. flokki
karla er þannig eftlr fyrsta dag:
1.-2. Ragnar Ragnarsson, GL ....76
1.-2. Magnús Hjörleifsson, GK ..76
3. Guðmundur Jónsson, GG...77
Staðan á toppnum hjá l. flokki
kvenna lítur þannig út:
1. Ágústa Guömundsd., GR ....91
2. Aðalheiður Jörgensen, GR .92
-RR/JÖG
Þriðja
deild
Staðan í SV-riðlinum er þannig
eftir leikina í gærkvöldi:
Stjaman.11 9 2 0 36-7 29
Grindavík....11 9 11 33-11 28
Grótta.......11 6 2 3 20-14 20
Vikvetji.....10 5 1 4 23-22 16
Reynir.S.....11 4 2 5 17-15 14
ÍK...........11 4 0 7 15-23 12
Aftureld.....10 2 3 5 11-19 9
Leiknir.R....10 2 1 7 13-32 7
Njarðvík....11 l 0 10 6-31 3