Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Listrænn landbúnaður
Málsvarar hins hefðbundna landbúnaðar hafa tekið
undir skemmtilegar hugmyndir í flölmiðlum um, að
fremur beri að líta á búsýslu sem hstgrein en sem at-
vinnuveg. Þeir telja, að leggja verði hstrænt eða menn-
ingarlegt mat á landbúnað og kostnaðinn við hann.
Líta má svo á, að íslenzkur landbúnaður hafi svo
mikið hstrænt og menningarlegt gildi, að réttmætt sé
að hlúa að honum í samkeppni við útlendan landbúnað.
Það er nokkurn veginn alveg eins og við höldum uppi
Þjóðleikhúsi, Sinfóníuhljómsveit og Kvikmyndasjóði.
Málsvarar landbúnaðarins eru ósköp fegnir að geta
fallizt á, að í rauninni sé landbúnaður mikih fjárhagsleg-
ur baggi. Þeim er léttir að fá að viðurkenna, að frjáls
innflutningur erlendrar búvöru mundi lækka matvöru-
verð og bæta þar með lífskjör fólksins í landinu.
Þeir hafa dregið upp mynd af verzlunum, sem fyllist
af „mjög ódýrum, erlendum matvælum“; af innlendri
framleiðslu, sem seljist ekki; af gríðarlegum fólksflutn-
ingum til útgerðarstaða og Reykjavíkur; af dýrri hús-
byggingaþörf; og af hræðhegu borgríki framtíðarinnar.
Málsvarar landbúnaðarins benda á, að talin sé menn-
ingarleg eða hstræn ástæða til að halda uppi sinfóníu-
hljómsveit, þótt hægt sé fyrir htið fé að hlusta á erlenda
hljóðfæraleikara á Listahátíð og kaupa vandaða tónhst
á geisladiskum frá útlöndum fyrir enn minni peninga.
Ekki má gleyma, að í hstum veitum við okkur hvort
tveggja, aðgang að erlendri og innlendri hst. Engar
hömlur eru lagðar á innflutning erlendrar hstar eða
menningar. Engir tollar eru á erlendum bókum, hsta-
tímaritum, nótubókum, málverkum eða höggmyndum.
Engum dettur í hug að banna innflutning erlends
hstafólks til að taka þátt í hstahátíð eða hvenær sem
okkur langar annars til. Við verjum gjaldeyri til að fá
hingað tónhstarfólk og leikara, auk þess sem við kaup-
um afurðir þeirra í þeim mæh, sem okkur þóknast.
Yfir okkur situr enginn alfaðir í ráðuneyti til að
ákveða, hvort okkur sé fyrir beztu að neyta erlendrar
eða innlendrar hstar. Við fáum að ráða því sjálf. Við
höfum hins vegar marga alfeður, sem ákveða, að okkur
sé fyrir beztu að nota ekki ýmsa erlenda búvöru.
Til þess að styðja innlenda hst í samkeppni við er-
lenda og halda menningarlegri reisn verjum við í ár 629
mihjón krónum á fjárlögum. Til þess að koma út óseljan-
legri búvöru og halda þar með menningarlegri og hst-
rænni reisn í landbúnaði verjum við 3.361 mihjónum.
Ef meta ætti afurðir kinda og kúa til jafns við allar
aðrar afurðir hsta samanlagt, en ekki fimm sinnum
hærra, þyrftu framlög til venjulegra hsta að hækka um
meira en mihjarð króna og framlög til hefðbundins land-
búnaðar að lækka um meira en mihjarð til jafnvægis.
Eðlilegt framhald af almennri viðurkenningu á varð-
veizlu kúa og kinda sem helmingi af allri hst í landinu,
væri að skera niður opinber framlög til landbúnaðar
og nota féð til að styðja hinn helminginn. Varla er hægt
að hta á landbúnað sem meira en helming allrar hstar.
Ennfremur er eðhlegt framhald, að leyfður verði toh-
ftjáls innflutningur erlendrar búvöru, svo að fólk geti
veitt sér aðgang að erlendri hst á því sviði, svo sem að
fimm krónu smjöri frá Evrópubandalaginu, eins og það
veitir sér í öðrum listgreinum, ef það kærir sig um.
Óravegur er frá peningalegri viðurkenningu á menn-
ingarlegu og hstrænu ghdi landbúnaðar yfir í, árlega
mihjarðaútgerð á herðum 240 þúsund manna þjóðar.
Jónas Kristjánsson
Orvun til atvinnu-
þátttöku fatlaðra
Misjafnir eru mannanna hagir og
á misjafnan veg bregöast menn við
því, sem aö höndum ber, því hlut-
skipti, sem hver og einn hlýtur.
Sumir bugast við minnsta móúæti,
aðrir stælast við hverja raun, enn
aðrir fara dult með öll viðbrögð sín
og virðast ekki haggast, þó hart séu
leiknir. Hugleiðingar um þetta hafa
víst harla lítinn tilgang, en þær
verða óneitanlega áleitnari, þegar
unnið er með fólki, og við skulum
vona fyrir fólk, sem vírkilega hefur
orðið fyrir áfollum í lífinu eða hef-
ur frá upphafi ekki gengið heilt til
skógar.
Það sem mig undrar mest er jafn-
aðargeð þessa fólks, þolgæði þess
og innri styrkur og rósemi - ég er
að sjálfsögðu að tala um meirihluta
þessa hóps - afgerandi meinhluta,
því auðvitað er annað til. Öll blæ-
brigði mannlegs eðlis, mannlegs
veikleika, fmnast hjá fótluðum, svo
sem vera ber, og hlýtur og vera.
En yflrgnæfandi einkenni eru þó
þau að una hlutskipti sínu, án þess
að missa í nokkru móðinn, halda
reisn sinni allri, og ríflega það, og
reyna til fullnustu að njóta þess,
sem lífið hefur að bjóða, reyna að
vera þar virkir þátttakendur og
takast það alveg ótrúlega oft miöaö
við aðstöðu og aðstæður allar. -
Og vel að merkja miðað við það
hvemig samfélagið býr að hinum
fatlaða, eða má máski segja býr
þeim hindranir og annmarka ýmsa
á æviveginum, óvitandi sem vísvit-
andi.
Að einum þætti þess verður vikið
í þessum pistli, þó að ýmislegt ann-
að fléttisí óneitanlega inn í.
Margt virðist ívegi
Athafnaþörf fatlaöra er engu
síðri en annarra og eðlilega telja
mjög margir fatlaðir, aö því aðeins
vilji samfélagið viðurkenna þá sem
sjálfstæða einstakhnga, að þeir
megi nýta starfskrafta sína til huga
og handar í nytsamri iðju, sjálfum
sér og samfélaginu til heiha.
En margt virðist í vegi, þótt vissu-
lega hafi ótrúlega vel áfram þok-
ast. Þar koma menntunar- og end-
urhæfingarmál ríkulega inn í
myndina og á báðum þessum sviö-
um er virkilega vel unnjð, þó enn
þurfi að opna nýjar brautir, ryðja
nýrri fjölbreytni slóð á veginum
áfram til enn betri endurhæfingar,
og endurmenntunar alveg sér í
lagi.
Hin mikla aðsókn að starfsþjálf-
un fatlaðra og sá árangur, sem af
verður, sýnir svo ekki verður um
villzt hve rík og brýn þörfm er á
alhliða möguleikum þess, sem
misst hefur úr tíma, orku eða and-
ans afl að ná sem fyrst sem allra
beztri færni, annaöhvort í fyrra
starfi eða nýju og allt öðruvísi. -
Og þar sér jafnvel eins takmarkað-
ur tölvuáhugamaöur og undirrit-
aður, hversu þessi nýja undra-
tækni getur öhu breytt á ótrúlega
skömmum tíma. Jafnvel undirrit-
uðum er alveg ljóst, að einmitt
þessi töfratæki verða einhver mik-
ilvægustu hjálpartæki hins fatlaða
i náinni framtíð, hjálpartæki og um
leið atvinnutæki þess, sem virkjar
hugans orku og nýtur sköpunar-
gleði vel unnins verks um leið.
Ekki síður hagsmunasamtök
Ný tækni opnar ýmsar leiðir, sem
áður voru fótluðum htt færar og
fyrir því er síaukinn skilningur, að
öhum sé nauðsyn að hafa starf viö
hæfi til framfærslu og lífsfyllingar
um leið. Fatlaðir sjálfir hafa haft
hér giftudrjúga forystu, enda vita
þeir bezt, hvar skórinn kreppir og
hvaöa úrlausnir séu vænlegastar
til vinnings.
Á öhum sviðum láta fatlaöir æ
meira til sín taka, og vissulega er
það rétt, sem Amþór Helgason,
KjaUaiinn
Helgi Seljan
fyrrverandi alþingismaður
andi, ef reynt verður í alvöru að
stjórna þessu litla samfélagi okkar.
Hins vegar vitum við vel, að kæmi
til atvinnuleysis mundi það utan
efa bitna á fótluðum mjög fljótt. Sú
mun bitur reynsla annars staðar
og lögmál vinnumarkaðar svipuð
ahs staðar.
En meðan við ágætt atvinnu-
ástand er búiö, á meðan (og það er
ahtaf vel að merkja) samfélagið
þarf á hverri verkfærri hönd og
vinnufúsum huga að halda, þa ber
að tryggja það betur en nú er, með
tengslum tryggingabóta og ann-
arra tekna, að fólk einfaldlega verði
ekki að spyrja sig, hvora leiöina
það velur miðað við heildardæmi
teknanna. Slíkt má í raun ekki ger-
ast. Það má t.d. ekki tengja ýmis
mikilvæg réttindi, sem þýða dágóð-
„Vakandi barátta fatlaðra á vafalaust
eftir að skila ærnum ávinningum, en
miklu skiptir, að samfélagið skapi sem
bezt skilyrði til farsældar fötluðum í
námi, í starfi, í starfshæfmgu og endur-
menntun og til jafnrar aðstöðu til eðli-
legra lífshátta.“
formaður Ö.B.I. segir oft, að sam-
tök fatlaöra séu ekkert síður hags-
munasamtök, ekkert síður samtök
ujn kjarabaráttu í víðasta skilningi
en launþegasamtökin. í raun skilji
þessi samtök það eitt að, að samtök
fatlaðra geti ekki farið í verkfah
eða hafi a.m.k. ekki gert það, hvað
sem verði. Vakandi barátta fatl-
aöra á vafalaust eftir að skila æm-
um ávinningum, en miklu skiptir,
aö samfélagið skapi sem bezt skil-
yrði til farsældar fótluðum í námi,
í starfi, í starfshæfingu og endur-
menntun og til jafnrar aðstöðu til
eðlilegra lífshátta.
En þegar litið er til þess þáttar,
sem snertir atvinnumál fatlaðra,
er stutt yfir í atvinnutekjur og þá
kemur tengingin við tryggingabæt-
umar mjög inn í myndina. Um leið
emm við komin að umdehdu at-
riði, þar sem er grunnlífeyrir
trygginganna ótekjutengdur og svo
allar aðrar höfuðbætur hins fatl-
aða, sem fara algerlega í upphæð-
um eftir tekjum viðkomandi að
öðru leyti. Þá má og á ein viðmiöun
að vera öðmm ofar og æðri, þ.e.
að tryggingabætur séu aldrei, eða
í eins litlum mæh og mögulegt er,
vinnuletjandi - hvetji í engu þann
sem bætur hefur að halda að sér
höndum og hafast ekki aö.
Atvinnuleysi bitnar á fötiuð-
um
Fyrir skömmu átti ég tal við
mann nýkominn úr langri dvöl í
Danmörku. Þar sagði hann, aö
samfélagið ýtti síöur en svo á, að
fatlaðir fæm út á vinnumarkað,
bótum væri m.a. hagað á þann veg,
að ekki örvaði beint til atvinnuleit-
ar. En - sagði hann svo - þar er
bullandi atvinnuleysi og vandræð-
in yfirþyrmandi, sem því era sam-
fara. Örvandi aðgerðir samfélags-
ins eiga því tæpast rétt á sér þar,
sagði hann einnig.
Hér á landi er sem betur fer öðm
vísi um að htast, og verður von-
ar upphæðir fyrir tekjulágan, fatl-
aðan með óvisst atvinnuöryggi,
tengja þær svo við tekjur, að
nokkrar krónur í viðbót í öðrum
tekjum svipti fólk þessum réttind-
um aö fullu og öllu. En það gerist
í dag, og er alltaf að gerast.
Allar tekjur eiga að sjálfsögðu að
koma inn í mynd öryrkjans, eins
og annarra, en þær mega ekki
valda neinum stökkbreytingum á
högum hans. Jafnvel svo að sköp-
um skipti um hag hans - einkum
til framtíðar litið. Alltof margir
öryrkjar spyrja í dag: Hvað má ég
vinna mikið, svo aht fari ekki á
annan endann.
Vandasöm viðfangsefni
Svona á ekki aö vera þörf á að
spyija. En það er eðlilegt fyrir
þann, sem er með takmarkaða
vinnugetu og óvissu í heilsufari
umfram aðra, að svo sé hugsað og
spurt, miðað við aðstæður allar í
dag.
Þessu ber að breyta. Grunnlífeyri
trygginga og öðram bótum, sem
honum fylgja eða eru óbeint tengd-
ar, þarf að breyta á meiri sanngirn-
isveg en nú er og tekjutengingin -
ekki síður réttindatengingin, má
ekki og á ekki að velta á nokkrum
tugum króna, eins og í dag, þannig
að 100 krónur í atvinnutekjum lið-
ins árs umfram mörk þýði t.d. um
15000 kr. hlunninda-, og um leið
tekjuskerðingu næsta ár.
Samtök fatlaöra era nú með í
mótun beinar, markvissar tillögur
í tryggingamálum, þar sem tvö
markmið eru æðst: að tryggja hin-
um fatlaða unandi kjör og örva
hann í hvívetna til atvinnuþátt-
töku. Svo er að sjá, hvort á verður
hlustað og hver framkvæmdin
muni svo í kjölfarið, því vandalaust
er verkefnið ekki.
Hins vegar eru vandasöm viö-
fangsefni til þess að eiga við þau
góða glímu og hafa að lokum sigur.
Helgi Seljan