Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Lífestm Lundaveiðimaöur í Ystakletti. Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum Lundinn er samtvinnaður þjóð- hátíðarhaldi Vestmannaeyinga. „Engin þjóðhátíð án lunda,“ segja þeir. Tekur hann verulegt pláss í matarkistum eyjaskeggja þegar þeir halda í Herjólfsdal og koma sér fyrir í hústjöldum sínum en þau eru eitt af einkennum hátíðarinn- ar. Lundinn, hamflettur, nú eða reyttur, reyktur og steiktur, er stýfður úr hnefa. Smjör er ómiss- andi viðbit og stundum eru hafðar kartöflur með. Honum má skola niður með viðeigandi miði. Ekki skal reynt að giska á hve margir lundar verða étnir í Herj- ólfsdal nú um helgina en þeir skipta þúsundum enda er lundinn bæði góður matur og hentugur við slík tækifæri. Jóhannes Esra Ingólfsson er einn þeirra sem reykja lundann. Sumir segja hann snilling í því. Víst er að færri fá en vilja, mest segist hann Jóhannes Esra Ingólfsson fyrir ut- an reykkofann sinn. gera þetta fyrir vini og vandamenn. Ekki vildi hann ljóstra upp leynd- armálinu á bak við vel reyktan lunda, nema aö hann er taðreyktur og tekur það 2 sólarhringa. Lundi er veislumatur Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum Lundi er veislumatur sem hægt er að matreiða á margan hátt. Þess- ar þrjár uppskriftir eru það ólíkar að eina sem þær eiga sameiginlegt er lundinn sjálfur. Reyktur lundi Algengast er að reyktur lundi sé soðinn í um þaö bil 2 klukkustund- ir. Hann er ýmist borinn fram kald- ur eða heitur. Meðlæti eru soönar kartöflur og smjör. Til hátíðabrigða má nota hvíta sósu, rófustöppu og grænar baunir. Matur Hamflettur lundi Hamflettur lundi er oftast brún- aður á pönnu. Kryddaður meö Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum m málning'lf Steinakrýl er meira en venjuleg málning imálning'f sykri, salti og pipar. Lundinn er settur til suðu í potti. Suðan er lát- in koma upp kvöldinu áður og lát- inn liggja yfir nótt í soðinu. Einnig má sjóða hann í 3 klukkustundir og bera fram strax. Borinn fram með sósu, grænmeti og brúnuðum kartöflum. Grillaður lundi Þetta er ein af nýstárlegri upp- skriftum að lunda. Eyjapeyinn sem gaf okkur uppskriftina segir hana „algert æði.“ Lundabringumar eru teknar af beinunum. I potti er smjörliki brætt og viö það blandað hunangi, salti og pipar eftir smekk. Þetta er hitað vel en má ekki sjóða. Bring- unum er velt úr leginum og síðan grillaðar báðum megin á útigrilli. Borið fram með salati eða bara hverju sem er. Mikilog góð veiði hefur verið í sumar og lundaveiðimenn- irnir bera feng sinn stöðugt að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.