Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 28. JÚLf 1988.
45
Sviðsljós
Nú er Paul Newman þekktur og getur maöur ekki lengur farið út i matvöru-
búö án þess að rekast á nafn hans á örbylgjupoppi eöa salatsósum.
Elísabet Taylor er ekki sest í helgan
stein ennþá því nú leikur hún í nýrri
mynd. Myndin heitir Young Tos-
canini og mun Elísabet leika rúss-
nesku sópransöngkonuna Nadinö
Bulisciov sem Toscanini varö ást-
fanginn af. Bandaríski leikarinn
Thomas Howell fer með hlutverk
Toscanini en leiksjóri er ítalinn
Franco Zeffirelli.
Aöur en Paul Newman varð frægur
vann hann í íþróttavörubúð fjöl-
skyldu sinnar, rak þvottahús, gekk á
milh húsa og seldi alfræðiorðabók,
vann sem vinnumaður í sveit og
þvoði jafnvel golfkúlur.
Paul Newman er fæddur og uppal-
inn í úthverfi borgarinnar Cleveland
í Ohio. Hann kom fram í nokkrum
skólaleikritum í grunnskóla en ætl-
aði sér ekki að leggja leiklistina fyrir
sig. Sem drengur vann hann ásamt
bróður sínum í íþróttavörubúð fóður
þeirra.
Eftir að hann útskrifaðist úr
Paul Newman varð fyrst frægur fyrir
hlutverk sitt í leikritinu Picnic en þar
lék hann á móti Janice Rule.
menntaskóla, 1943, skráði hann sig í
herinn og hugðist gerast flugmaöur.
En hann stóðst ekki kröfur um lík-
amlegt atgervi þar sem hann er ht-
bhndur. Var Paul því skjótt sparkaö
úr flugskólanum. Hann gegndi þó
hermennsku í þijú ár. Þegar stríðinu
lauk fór hann svo í háskóla og segjr
að það sé hamingjuríkasti tími lífs
síns. Lék hann amerískan fótbolta
og komst í skólahðiö en var látinn
hætta eftir að hafa lent í slagsmálum.
Þar sem hann hafði nú frítíma sótti
hann um að fafa meö hlutverk í
skólaleikritinu og fékk.
Meðan Paul var enn í háskóla
breytti hann lítilh verslun í þvotta-
hús til aö þéna dáhtla peninga. Hann
seldi svo starfsemina þegar hann
lauk námi. Eftir það réð hann sig sem
vinnumann á sveitabæ en þegar fað-
ir hans veiktist hélt hann heim og fór
að vinna í búðinni þó að honum
dauðleiddist það. Verslunin var svo
seld og þá fékk hann sér vinnu sem
gæslumaður á golfvelli og meðaí þess
sem var í verkahring hans var að þvo
golfkúlumar.
Árið 1951 skehti hann sér á leikhst-
arbraut í Yale. Hann ætlaði sér að
verða talkennari en svo fór að hann
tók að sér að leika í leikritum. Eitt
kvöldið kom umboðsmaður auga á
Paul í leikriti og ráðlagði honum að
reyna fyrir sér sem atvinnumaður.
Paul fór að ráðum hans og fór til
New York. Ekki gekk aht upp strax
og því varö hann aö vinna sem sölu-
maður til þess að vinna sér inn pen-
inga. Svo fór þó að hann fékk lítil
hlutverk í leikritum og sjónvarps-
þáttum. Það var svo hlutverk hans í
Picnic sem skaut honum upp á
stjörnuhimininn.
SKEMMTISTA0 IXNfíl
OPIÐ UM
verslunarmanna-
helgina!
Föstudag, laugardag
og sunnudag
kl. 11.30-14.30 og 18-03
Mánudag
kl. 11.30-14.30 og 18-01
Ölver
Stadur fyrir Þig!
Glæsibær, Alfheimum, s. 686220
FÁ SÓLSTINGSORVXjCý
Opið föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld 22-03,
mánudagskvöld 22-01
IÁLFHBMUM74. SIMI686220.1
LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 621625
I
KVÖLD
SKEMMTA
GUYS’N’DOLLS
I.P.F.
IMwWwnQqmiunQ.___Sl«é» n»48opMUJS
Opiö öll kvöld
(;o-(;o • iiip-hoi
IIOISI • ILJNK
DISKO • SOll
I .áuinarksaldur 20 ár.
Miðavcrð kr. 100,-
SKEMMTISTAÐUR
fyrirrokkunnendur
OPIÐ
föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld
kl. 22.00-03.00
Borgartúni 32, sími 35275