Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. 15 Bankamin Mikil yfirbygging - háir vextir Raunvextir eru hærri hér á landi en í flestum vestrænum ríkjum. Innlánsvextir banka og sparisjóða eru þó lægri en gerist í grannlönd- um okkar. Mismunur á útlánsvöxt- um og innlánsvöxtum er helmingi meiri en gerist erlendis. Orsakanna er meðal annars að leita í miklum rekstrarkostnaði íslensku bank- anna. Með því að bæta rekstur þeirra má lækka raunvexti. Mikif yfirbygging Bankarnir hafa verið gagnrýndir fyrir mikla yfirbyggingu. Þeir eru margir en smáir og hafa fjölmörg útibú víða um land. Bankakerfið er mannfrekt. Starfsfólki í bönkum hefur fjölgað meira um árabil en í öðrum starfsgreinum. Yfirbygging kerfisins veldur dýrri þjónustu og miklum mun á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum. Sem lítið dæmi um fjölda starfsfólks má nefna að fyrir skömmu voru fleiri starfsmenn við afgreiðslu í bankaútibúi í íbúðar- hverfi í Reykjavík en í Handels- banken á Strikinu í Kaupmanna- höfn sem er ein helsta verslunar- gata á Norðurlöndum. Skortur á fagmennsku Undanfarna mánuði hafa ýmsir gagnrýnt bankana fyrir skort á fag- mennsku. Undirritaður hefur fundið að lélegri þjónustu viö hús- næðiskaupendur. Samanburður á þjónustu íslenskra banka og er- lendra við húsnæðiskaupendur skýrir að einhverju leyti hvemig yfirbygging bankakerfisins mynd- ast. Lánstími hér á landi er 2-4 ár, upphæð lána er lág og bankarnir veita ekki ráðgjöf um fasteigna- kaup. Erlendis veita bankar lán- takendum ráðgjöf um fjárhagshlið kaupanna. Starfsmenn þeirra fara yfir íjármál lántakenda áður en lán eru veitt. Húsnæðislán erlendra banka eru veitt til 15-25 ára. Mesta vinnan hjá bönkunum fer í að meta lánsfjárhæðina. Lánstími og fjár- hæð er ákveðin þannig að greiðslu- getu lántakenda sé ekki ofgert. Af þeim sökum eru vanskil fágæt og Kjállajiim Stefán Ingólfsson verkfræðingur innheimtukostnaöur lítill. Hér á landi er lánstími svo skammur að lántakendur þurfa árlega eða oftar að sækja um ný lán til að greiða gjaldfallnar aíborganir. Bankarnir þurfa í mörg ár sífellt að taka ákvörðun um ný lán til endumýj- unar á eldri lánum. Skuldabréf eru útbúin oft á ári og vanskil algeng. íslenskir bankar hafa þess vegna margfalt meiri kostnað af þessum lánveitingum en erlendir. Dýr þjónusta Mikil yfirbygging veldur því að þjónusta bankanna er dýr. Utláns- vextir eru óeðlilega háir saman- borið viö innlánsvexti. Mismunur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er þaö gjald sem bankarnir taka aðallega fyrir þjónustu sína. Starfs- hættir bankanna valda því aö ýmis þjónusta verður dýrari en annars staðar þekkist. Til dæmis má nefna húsnæðislán. Húsnæðiskaupendur þurfa, eins og áður var lýst, sífellt að velta lánum áfram með töku nýrra. í hvert skipti þurfa þeir að greiða lántökugjald og þinglýsing- arkostnaö. Með því móti verður vaxtakostnaður lántakenda nálægt 15% hærri en þegar eitt lán er veitt í upphafi til nægilega langs tíma. Sem lítiö dæmi um kostnað við aðra þjónustu bankanna má nefna yfirdráttarheinuLd. Launþegi, sem fær lítils háttar yfirdrátt á reikn- ingi sínum, þarf að greiöa 12% af yfirdráttarheimildinni á ári fyrir þessa þjónustu þó að hann noti yfirdráttinn aldrei. Tap á viðskiptum Til skamms tíma notuðu lána- stofnanir frumstæðar aðferðir viö aö meta veð í eignum. Þegar vextir voru lægri en verðbólgan kom það ekki aö sök. Eftir aö verðtrygging var tekin upp fór að reyna á veö- mötin. Þá komu vankantar þeirra í ljós. Bankakerfið hefur tapað of- flár á lélegum eða röngum veðmöt- um. Hafskipsmálið svonefnda leiddi til dæmis í ljós vankunnáttu á þessu sviði. Það og önnur mikil gjaldþrotamál, sem orðið hafa á síðustu árum, eru áfall fyrir lána- stofnanir. í lánastarfsemi verður að reikna með ákveðinni áhættu. Lánastofnanir afskrifa til dæmis lán vegna gjaldþrota. Þær íjár- hæöir, sem tapast hafa undanfarin ár, eru hins vegar mun hærri en eðhlegt má telja. Bankarnir verða að vinna tap sitt upp með því að hækka verð á þjónustu. Þeir hafa segir greinarhöfundur m.a. þurft að hækka útlánsvexti og ýmis þjónustugjöld til að vinna upp tap sitt í þessum gjaldþrotum. Léleg ávöxtun sparifjár Sparifjáreigendur njóta ekki þeirra háu raunvaxta sem eru í bankakerfinu. Vextir á almennum bankabókum hafa verið lægri en verðbólgan. Bankar og sparisjóöir hafa keppst við að bjóða sérstaka reikninga með hárri ávöxtun. Þaö hefur þó komið fram aö raunvextir af þeim hafa yfirleitt veriö undir 3%. Hæsta ávöxtun á sérkjara- reikningum var um 4,5% á síðasta ári. Annars staðar á Noröurlönd- unum eru innlánsvextir banka ná- lægt 3% hærri en verðbólga. Sam- kvæmt því eru bestu innlánskjör banka hér á landi svipuð því sem þar tíökast um almennar spari- sjóðsbækur. Þegar htið er á innlán- in í heild bjóða íslensku bankarnir þess vegna lakari kjör. Háir útlánsvextir Útlánsvextir lánastofnana hér á landi eru nú með þeim hæstu á Vesturlöndum. Eins og áður segir eru innlánsvextir lágir. Þeir valda því ekki háum útlánsvöxtum. Or- sakanna er að leita í miklum rekstrarkostnaði bankanna sem áður hefur verið lýst. Ef erlendir bankar fá að starfa hér á landi mun þetta koma vel í ljós. Munur á inn- lánsvöxtum og útlánsvöxtum er mun minni í öllum grannlöndum okkar en við eigum að venjast. Er- lendur banki mundi af þeim sökum bjóða íslendingum lán með lægri vöxtum en innlendu bankarnir og auk þess greiða hærri vexti af inn- lánum. Til þess að sýna hversu mikill munur er á bönkum hér á landi og í nágrannalöndunum hvað varðar mismun á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum má bera saman vexti af húsnæðislánum og al- mennum sparisjóðsbókum. Þegar þessi grein er rituö verða viðskipta- menn íslensku bankanna að greiða 13% hærri raunvexti fyrir fast- eignalán en þeir fá af sparisjóðs- bókum sínum. í grannlöndunum er þessi munur víðast innan við 5%. Stefán Ingólfsson „Munur á innlánsvöxtum og útláns- vöxtum er mun minni 1 öllum grann- löndum okkar en við eigum að venj- ast.“ Burt með vaxtaokrið „Sú var tiðin að gáfaðir kjarkmenn á borð við Ólaf Thors, Jonas frá Hriflu og Einar Olgeirsson sátu við stjórnvölinn og stýrðu a< hugsjón og festu," segir m.a. í greininni - Á myndinni eru Hermann Jónasson, Einar Olgeirsson og Ólafur Thors. Hvaö á skuldugasta þjóð í heimi að gera þegar okurvextir eru að keyra atvinnurekstur hennar í kaf? Hluti svarsins gæti verið að taka fleiri erlend lán. Þaö skiptir nefni- lega öllu máh hvort ódýr erlend lán eru notuð til að losa fyrirtækin við byrði innlendra okurlána eða hvort ríkið kastar þeim t.d. í botlausa hít Kröflu eða notar þau til að fjár- magna ferðalög embættismanna. Landsvirkjun tók nýlega mjög hagstætt lán í Japan sem gaman er að bera saman við hhðstætt inn- lent lán. Landsvirkjun sló 1733 milljónir til 54 mánaða á 5,5% vöxt- um. Ef við áætlum að lániö sé greitt niður með jöfnum mánaðarlegum greiðslum þá borgar fyrirtækiö alls 1960 milljónir til baka eða 13% alls (reiknað á H.P. 12C tölvu). Gerum ráð fyrir að hérlendur verktaki tæki að sér að grafa göng undir Hvalfjörð og fengi sömu upp- hæð (1733 milljónir) lánaða í ís- lenskum banka til 54 mánaða á 35% vöxtum. í fyrra dæminu þurfti Landsvirkjun að borga samtals 227 milljónir í vexti en íslenski verk- takinn þarf að punga út svimandi 1729 milljónum í innlenda vexti eða tæplega 100%! Ef lánið ber 40% vexti borgar hann til baka 3759 milljónir - eða 2026 milljónir í vexti - sem er 117% á aðeins 54 mánuð- um. Auðvitað breytast þessar tölur og hækka með færri gjalddögum Kjallariim rithöfundur en hlutfóllin haldast svipuð. Timbrað hagkerfi Fyrst ódýr erlend lán henta Landsvirkjun svona vel stendur dálítið í manni að skilja hvers vegna venjulegum fyrirtækjum var nýlega bannað að endurskipu- leggja fiármál sín með a.m.k. 5 milljarða króna erlendu láni. Þótt við gæfum okkur þá ólíklegu for- sendu að vextir yrðu ekki hærri en 25% að meðaltali næstu fimm árin þá kostar þessi ákvörðun atvinnu- vegina meira en þrjá miUjarða í óþarfa vexti (miöað við fast gengi). í heimi harðnandi samkeppni munar sannarlega um minna. íslenska hagkerfið er orðið hið fuUkomnasta í heimi aö einu leyti. Það drekkur í sig gengisfellingar og gerir þær að engu á aðeins nokkrum vikum. Þessar gagns- lausu gengisfellingar eru eins og hagfræðileg fyllirí sem skilja ekk- ert eftir sig nema timburmenn í líki óðaverðbólgu og okurvaxta. Enn ein slík í haust mun reka smiðs- höggið og endanlega koUsteypa þjóðfélaginu. En hvað er til ráða? Ef við miðum t.d. við meðaltal síðustu 5 ára kemur í ljós að ytri aðstæður þjóðarbúsins eru frekar góðar og það er aðallega innlendur fiármagnskosnaður sem er að kné- setja bæði einstaklinga og fyrir- tæki. Það er hægt að ná þessum vöxtum niður (og lækka um leið verðbólguna) með því að hjálpa fyrirtækjum að ná í ódýr erlend lán til að greiða upp okurlánin. Það mundi minnka ásókn í innlend lán og stuðla að betra jafnvægi á pen- ingamarkaði. Næst verður að festa gengið með lögum og miða þaö viö „körfu“ nokkurra erlendra gjald- miðla því gengisfellingar hækka erlend lán og fyrirtækin sigla þá aftur í strand. Verðtrygging inn- og útlána - eins nauðsynjeg og hún annars er - hefur snúist upp í andhverfu sína og er ein helsta orsök verðbólgunn- ar. Eftir að búið er aö létta okrinu af atvinnuvegunum og lögfesta gengið geta stjórnvöld meö góðri samvisku lagt verðtrygginguna af og keyrt vextina niður í tölur sem siðaðar þjóðir eiga að venjast. Höfuðlaus her Sú var tíðin að gáfaðir kjarkmenn á borð viö Ólaf Thors, Jónas frá Hriflu og Einar Olgeirsson sátu við' stjómvöhnn og stýrðu af hugsjón og festu. Nú er öldin önnur og ht- lausir já-menn kunna hvorki ann- að né þora en fella gengið á nokk- urra mánaða fresti. I broddi þessar- ar htlausu fylkingar fara trúðar Seðlabankans sem á dögunum hækkuðu dráttarvexti í 56,4%. Er ekki mál að linni? Jóhannes Björn Lúðvíksson „íslenska hagkerfið er orðið hið full- komnasta í heimi að einu leyti. Það drekkur 1 sig gengisfellingar og gerir þær að engu á aðeins nokkrum vikum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.