Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
21
Lífsstfll
Bílamarkaðurinn:
Samdráttur hjá umboðunum
Rýmt til fyrir nýni árgerð
Eftir langt góðæri í bílasölu hér á
landi bendir ýmislegt til að mark-
aðurinn sé að mettast. Þetta sést á
alls kyns rýmingarsölum hjá bíla-
umboðum, auk þess sem nokkrar
sviptingar hafa átt sér stað að und-
anfomu.
Fyrir nákvæmlega einu ári var
þeirri spumingu varpaö fram hér
á Neytendasíðu hvort bílamarkað-
urinn væri að mettast. Þá sögðu
menn að það hlyti að gerast fyrr
eða síðar, þetta gæti ekki haldið
svona áfram. Samkvæmt tölum frá
Umferðarráði vom í fyrra yfir 100
þúsund bifreiðir í umferð á götun-
um. Bifreiöum hefur fjölgaö síðan.
Að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá
Umferðarráði eru skráðir milli 140
og 150 þúsund bílar á landinu. Sum-
ir ém ekkert á ferðinni en Óli taldi
alls ekki óvarlegt að ætla að nú
væm um 110 þúsund bílar í umferð.
Innflutningur fer minnkandi
Ef htið er á tölur um innflutning
bifreiða sést að hann hefur dregist
verulega saman á þessu ári. Til
júníloka höfðu verið skráöar 7.831
bifreið hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins.
Á sama tíma í fyrra vom nýskráðar
bifreiðir orðnar 12.689 talsins. Þess-
ar tölur em ekki fjarri lagi en í þær
vantar bíla sem til eru á lager eða
eru á leið til landsins. Á móti kem-
ur að hluti þessara bifreiða var
fluttur inn á fyrra ári.
Þær bifreiðir, sem fluttar hafa
verið inn á þessu ári, virðast selj-
ast illa. Nú hefur það gerst að sum
umboðin hafa gripið til þess ráðs
að rýma til fyrir nýjum árgerðum
með útsölum. Þær em af ýmsum
toga. Jöfur hf. býður mönnum
þann kost aö þrífa bílana og skrá
þá sjálfir gegn lægra verði. Ingvar
Helgason heldur verksmiðjuútsölu
og aðrir bjóða óverðtryggð lán til
langs tíma.
Allt þetta bendir sterklega til þess
að nú sé veislan á enda og við blasi
krepputíð í bílasölu.
Notaðir bílar
Ef bílar af síðustu árgerð em
teknir að falla í verði, hvernig er
þá staðan hjá þeim bílasölum sem
selja notaðar bifreiö'ir? DV hafði
samband við nokkra bQasala og
spurðist fyrir um bílamarkaðinn.
Fyrst var haft samband við Hall-
dór Snorrason hjá Aðalbílasölunni
við Miklatorg en hann hefur selt
notaöa bíla frá árinu 1956.
„Reikna með að sólin skíni
aíltaf í heiði“
„Þaö lítur út fyrir að illa sé kom-
ið fyrir mörgum bílaumboðum.
Þeir reikna með að sólin skini allt-
af í heiði og gæta þess ekki að það
eina sem ræður markaðnum er
framboð og eftirspurn." Halldór
sagöi aö markaðurinn væri mettað-
ur eftir algera endurnýjun á bíla-
flota landsmanna undanfarin ár.
„Þessir menn halda áfram að
hella bílum á markaðinn þótt hvert
mannsbam geti sagt sér sjálft að
þegar eru komnir þrír bílar á
hverja fjölskyldu er ekki hægt að
selja fleiri. Það er ekki til fólk í
landinu til að kaupa alla þessa bíla.
En mennimir halda áfram að berja
höfðinu við steininn. Þeir gera sér
ekki grein fyrir því að það er höfuð-
ið sem klofnar en ekki steinninn.“
Gott að selja notaða bíla
Halldór sagði ennfremur að gott
væri að selja notaöa böa núna.
Aukið framboð yki freistingar og
væru menn alltaf aö velta vöngum
yfir notuðum bílum. „Það er ekki
gott fyrir okkur bílasala ef illa
gengur hjá umboðunum," bætti
Halldór við.
Neytendur
Halldór sagði ennfremur að von-
laust væri að reyna að selja bíla
sem væm af árgerðum fyrir 1980
Halldór Snorrason hjá Aöalbíla-
sölunni.
nema um sérstaka glæsivagna væri
að ræða. Einnig væri mikið um
skipti, fólk tæki ódýrari bíl í milli-
gjöf. En hvernig keppa bílasalar við
útsölur umboðanna?
„Við verðum náttúrlega að fylgj-
ast grannt með öllu. Þetta er eins
og í kauphöllunum í New York og
London. En það er alltaf svona þeg-
ar tekur að líða á haustið. Þetta er
bara fyrr á ferðinni nú en áður. Það
er eins og þeir séu að reyna aö
bjarga sér fyrir horn," sagði Hall-
dór að lokum.
Gott hljóð í bílasölum
Það var gott hljóð í fleiri bílasöl-
um en Halldóri. Svo virðist sem
ekkert lát sé á sölu notaðra bíla
þrátt fyrir mettaðan markað. Það
er engu líkara en salan aukist með
auknu framboði nýTra bíla. Eða
eins og einn sölumaðurinn orðaði
það: „Aukið framboð hleypir fútti
í braskið."
-PLP
Óli H. Þórðarson hjá Umferóarráói segir 440 þúsund dekk i umterö.
30000i
20000 -
10000 -
Bifreiðainnflutningur
Bílar á ári
’84 ’85 ’86 ’87 ’88
Jan-jún