Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
5
Fréttir
Sverrir Ólafsson myndlistarmaður situr þarna á stafla af gömlum ofnum
sem hafa verið settir til geymslu við hliðina á vinnustofu hans á Korpúlfs-
stöðum. DV-mynd GVA
Sagt upp húsnæði á Korpúlfsstöðum:
„Ofsóknir á
hendur mér“
„Eftir vatnsskaðann sem varð í
vinnuhúsnæði mínu í nóvember 1986
virtist viðhorf borgarverkfræðings
til mín gerbreytast. Má segja að um
ofsóknir á hendur mér hafi verið að
ræða. Ég hef verið í húsnæðinu frá
1978 og greitt leigu skilvíslega eftir
að hennar var krafist. Eftir vatns-
skaðann og samkomulag mitt við
borgarlögfræðing um bætur, hættu
gíróseðlar með leigunni að berast til
mín. Gerði ég margar tilraunir til að
borga mína leigu, en var sagt aö
málið væri í athugun. í janúar í fyrra
er mér síðan sagt upp húsnæðinu
með þriggja mánaða fyrirvara. Var
mér meðal annars borið á brýn að
hafa ekki sýnt áhuga á að borga leig-
una og haft skuldbindingar gagnvart
borginni að engu,“ sagði Sverrir Ól-
afsson við DV.
Segir Sverrir að þrátt fyrir sam-
komulag þar sem gert var ráð fyrir
að hann yrði áfram í húsnæði sínu,
virtist borgarverkfræðingur hafa
einsett sér að koma honum út.
„Eitthvað virðist þetta mál hafa
farið fyrir hjartað á borgarverk-
fræðingi. Sama dag og lögfræðingur-
inn minn sendi bréf þar sem hann
bað um viðræður um mögulega bóta-
skyldu borgarinnar í máhnu var mér
sent uppsagnarbréf. Var uppsagnar-
fresturinn 3 mánuðir en samkvæmt
leigulögum átti hann að vera 9 mán-
uðir. Mér tókst þó að semja um að
fá að vera í húsnæðinu fram í sept-
ember í ár, ella hefði ég lent á göt-
unni. En eins og að þessu hefur verið
staðið er ekki hægt að líta á aögerðir
borgarverkfræðings sem útburð.“
Sverrir sagði undarlegt að hann
skyldi borinn út meðan bitlingakarl-
ar fengju að geyma þama hitt og
þetta dót sem ætti frekar heima á
haugunum og greiddu ekkert fyrir.
Væri ein geymslan til að mynda full
af gömlum úreltum tölvubúnaði frá
spítölunum.
„Ég hef heyrt að myndhöggvarafé-
lagið, sem er á efri hæðinni, fái sömu
örlög og ég með tímanum. Þannig
virðist borgarverkfræðingur ætla aö
vinna gegn þeim hugmyndum sem
hafa verið um að gera Korpúlfsstaði
að alhliða menningar-, lista- og úti-
vistarmiðstöð. Korpúlfsstaðir eru að
verða að einhverjum allsheijar
geymslustað undir ónothæft drasl
sem sumir virðast hafa sérstakar
mætur á.“
-hlh
Erfitt reyndist að finna eiganda hins úrelta tölvubúnaðar á þessari mynd.
Datt mönnum spítalarnir í hug. Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna,
kannaðist ekki við búnaðinn en lét þau orð fylgja að hann skildi ekki af
hverju menn væru að geyma svona úrelt drasl. DV-mynd JAK
KorpúKsstaðir:
Altt í óvissu um
nýtingu staðarins
„Það er á hreinu aö Korpúlfsstaöir
munu standa en það er enn óljóst
hvemig nýtingu þeirra verður hátt-
að. Sú hugmynd hefur komið fram
að þeir yrðu nýttir að hluta til í þágu
hverfastofnana eða hverfaþjónustu
fyrir íbúðabyggðlna sem mun rísa
þarna eftir 5-7 ár. Það er líka hægt
aö hugsa sér víðtækari notkun þar
sem Qeiri aðilar munu koma við
sögu. Það verður alla vega lögö
áhersla á að þama verði mannlíf,“
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaöur skipulagsnefndar borgar-
innar, viö DV.
Skipulag borgarinnar gerir ráð fyr-
ir íbúðabyggingum í landi Korpúlfs-
staöa og í kring. Framtíð Korpúlfs-
staða hefur ekki borið mjög á góma
upp á síðkastið en undanafarin ár
hafa komið upp ýmsar hugmyndir
um nýtingu staðarins. Meðal annars
hafa komið fram hugmyndir um hót-
el og veitingastað að Korpúlfsstöðum
en þær fengu ekki meðbyr hjá borg-
arráöi.
„Það þarf aö skoða þær hugmyndir
sem fram koma um Korpúlfsstaði.
Þetta er stórt húsnæði, um 4-5 þús-
und fermetrar. Það þarf að koma því
í nothæft ástand og það getur kostaö
milljónir eða tugi milljóna. Við hpld-
um möguleikunum opnum og því er
ekki séð fyrir endann á hvað verður
um Korpúlfsstaði."
-hlh
Leisure 2000 íþróttaskór. Hvítir, svartir. St. 36-46.
2.575 Verð nú kr. 1.490
^ Glansgallar
Verð áður kr. 4.700
Verð nú kr. 2.900
Barnajogginggallar
Verð áður kr. 2.460
Verð nú kr. 1.790
Flippaðar
flipphúfur
kr. 790
BERLiN
Hi Walk íþróttaskór
Verð áður kr. 1.890
Sendum í póstkröfu.
»huoimeP^
Töskur
Verð áður kr. 1. 640 SPORTBUÐIN
Verð nú kr. 990
ÁRMÚLA 40 REYKJAVlK SlMI 83555
Verð nú kr. 990