Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Neyslan meiri en framleiðslan stendur undir:
Engar raunhæfar aðgerðir
til án kjaraskerðingar
sagði Þorsteinn Pálsson við komuna til landsins
„Eg held aö þaö væri ábyrgðar-
leysi aö segja annaö en aö raun-
hæfar aðgerðir, sem ekki fela í sér
kjaraskeröingu, eru ekki til,“ sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráö-
herra viö komuna til Keflavíkur-
flugvallar klukkan hálfátta í morg-
un.
„Þaö liggur ljóst fyrir að útflutn-
ingsframleiðsla og samkeppnisiðn-
aöur búa nú við þau skilyrði að
ekki verður við unað. Neyslan í
þjóðfélaginu er verulega umfram
það sem framleiðslan stendur und-
ir. Það þarf að laga neyslustigið og
draga úr neyslunni í samræmi viö
verðmætasköpun. Það er stóra
verkefnið sem við blasir.“
Þorsteinn Pálsson hitti Einar Odd
Kristjánsson, formann ráðgjafa-
nefndar ríkisstjómarinnar, klukk-
an hálfníu í morgun. í dag mun
hann einnig hitta þá Jón Baldvin
Hannibalsson og Steingrím Her-
mannsson.
„Það er búið að undirbúa þetta
. mjög vel. Ég hef farið yfir vinnu-
plögg nefndarinnar um helgina og
rætt við formann hennar á hveij-
um degi. Núna verður unnið að því
innan ríkisstjórnarinnar að taka
þær ákvarðanir sem þarf,“ sagði
Þorsteinn.
- Steingrímur hefur sagt að tími
sé til að taka ákvarðanir um að-
gerðir fyrir 1. september. Telur þú
þaö of nauman tíina?
„Við höfum ekki sett okkur nein-
ar dagsetningar. Hins vegar hefur
alltaf legið fyrir af minni hálfu að
ég hef viljað hraða undirbúningi
og ákvörðunum í þessu efni. Þann-
ig hefur verið unnið að málinu og
þannig verður áfram unnið. Ég
held að það sé öllum ljóst aö hér
þarf að grípa fljótt tU aðgerða."
- Sjálfstæðismenn hafa alltaf lagt
á það áherslu í þessari ríkisstjórn
að efnahagsmál séu stöðugt til
meðferöar og hafa viljað takmarka
aðgerðir í efnahagsmálum við allra
nauðsynlegustu aðgerðir. Sjálf-
stæðismenn kölluðu tillögur Fram-
sóknar og Alþýðuflokks í maí
beiðni um viðræður um nýjan
stjómarsáttmála. Kalla aðstæður
nú á víðtækari aðgerðir en í febrú-
ar og maí?
„Þær eru annars eðhs. En það er
rétt að efnahagsmál eru stööugt til
meðferðar. En ég veit ekki hvort
þaö er rétt að vera með einhvem
samanburð á þessum aðgeröum.“
- Steingrimur Hermannsson
sagði, þegar hann frétti af því aö
þú ráðgerðir frí á eftir opinbem
heimsókninni, að hann heföi ekki
tíma til að fara í frí á þessum tíma
þegar þyrfti að taka margar og stór-
ar ákvarðanir.
„Ég ætla ekki að taka þátt í um-
ræðum á þessu plani,“ sagði Þor-
steinn.
-gse
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra kom til landsins i morgun. Með
honum á myndinni er Ruwe, sendiherra Bandarikjanna á íslandi.
DV-mynd
Vaxtalækkunin
er hneyksli
- segir Ólafur Ragnar Grímsson
„Það er hneyksli að framkvæma
vaxtalækkun með þessum hætti.
Lækkun vaxta á tékkareikningum
og almennum sparisjóösbókum færir
bönkunum 513 milljónir svo búast
má við aö þeir snuði eigendur þess-
ara reikninga um 2,4 milljarða á
þessu ári,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins.
Ólafur gagnrýnir harðlega vaxta-
lækkun bankanna sem tók gfldi um
helgina. Samkvæmt útreikningum
hans hafa bankarnir haft um 868
milljónir af eigendum tékkareikn-
inga á fyrstu sex mánuðum þessa árs
með því að bjóða upp á neikvæða
raunvexti. Eigendur almennra spari-
sjóðsbóka töpuðu á sama tíma 289
milljónum. í báðum tilfellunum er
miðað við að þessar innstæður væru
verðtryggðar. Ekki er miðað við aö
þessar mnstæður bæru neina vexti.
Með vaxtalækkun á þessum reikn-
ingum segir Ólafur að eigendur
þeirra tapi 513 milljónum meira en
ef vöxtum þeirra heíði verið haldið
óbreyttum.
„Það er nánast ósvifni þegar Brypj-
ólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri
Landsbankans, kemur fram í sjón-
varpi og segir þessa vaxtalækkun
vera til hagsbóta fyrir almenning.
Landsbankinn er nefnilega enn verri
í þessu snuði en almenna bankakerf-
iö,“ sagði Ólafur Ragnar.
-gse
Breitt var yfir hinn nýja hreyfil meðan þotan frá McDonnel Douglas verksmiðjunum stóð á Keflavíkurilugvelli. Var
leiðindaveður og þar sem mikið af mælitækjum var við hreyfilinn var ekki hætt á neitt. Fjöldi flugfróðra manna,
sem voru komnir til að skoða, fengu að sjá myndbönd af hinum nýja hreyfli í notkun. DV-mynd KAE
Ný gerð þotuhreyfla:
Betri eldsneytisnýting
og meiri stöðugleiki
Þota frá McDonnell Douglas flug-
vélaverksmiðjunum lenti á Keflavík-
urflugvelli á leið sinni á flugsýning-
una Famborough ’88 í Bretlandi.
Þetta væri ekki í frásögur færandi
nema þar sem annar hreyfla þotunn-
ar er af nýrri gerð sem McDonnell
Douglas verksmiðjumar hafa verið
að þróa síðustu misseri.
Hreyflllinn er eins konar millistig
af venjulegum skrúfuhreyfli og þotu-
hreyfli. Eru tvær raðir af hreyfllblöð-
um sem snúast hvor gegn annarri. Á
hreyfill þessi að geta sparað elds-
neyti þotna um allt að 40 prósent og
aukið stöðugleika þeirra á flugi um-
talsvert. Einnig mun hávaðamengun
minnka nokkuð, bæði inni í þotunni
og utan hennar. -hlh
Höfðabakki-Vesturlandsvegur:
Beygjuljós verða sett við gatnamótin
Á fundi fljá Umferðarráði var
ákveðið að sefla upp beygjuljós fyrir
umferð vestur Vesturlandsveg og
suður Höfðabakka. Áætlað er að
beygjuljósin veröi komin upp eftir
mánuð. Þessi breyting mun gera
þessi hættulegu gatnamót mun ör-
uggari.
Umferðarráð vill einnig aö há-
markshraði á kaflanum frá Smá-
löndum og að Lambhagabrú verði
lækkaður úr 90 í 70. -sme
Skákþing Islands:
Hannes efstur
- alþjóðlegur titiU innan seilingar
Hannes Hlífar Stefánsson hefur og biðskák.
teflt af miklum krafti á Skákþingi
íslands og haldið forystunni lengst
af. Eftir að 7 umferðum er lokið er
Hannes efstur með 6 vinninga og
vantar nú aðeins einn vinning úr
fjórum síðustu umferðunum til að
tryggja sér alþjóðlegan meistaratit-
U en hann vantar síðasta áfangann.
í öðru til þriðja sæti eru þeir Jón
L. Ámason og Karl Þorsteinsson
meö 5 ‘A vinning og Margeir Pét-
ursson er í 4. sæti með 5 vinninga
I 7. umferð, sem tefld var í gær-
kvöldi, sigraöi Ágúst Þráin, Davíð
tapaði fyrir Benedikt, Þröstur og
Margeir gerðu jafntefli, Jón L. lagði
bróöur sinn, Ásgeir Þór, Karl vann
Jóhannes og Hannes lagði Róbert.
í kvöld er frí en 8. umferð verður
annað kvöld og mætast þá meðal
annars þeir Hannes og Margeir.
Aöeins átta skákum hefur lokið
meö jafntefli sem sýnir hve hart
er barist. -SMJ
Hannes Hlífar sigraói Róbert Harðarson snaggaralega i gær og er nú
efstur á Skákþinginu. DV-mynd S