Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Sandkom Krónísk skekkja í manntalinu Núkann loksinsaðvera fundinskýring áþvíhversu mikilcinka- neyslaeráfs- landiásama tímaogallur almenningur telursighafa þaðskítt.Sam- kvæmt opinberum tölum éta íslend- ingar meiri sykur, aka fleiri bílum og tala meira í farsíma en þjóðir sem eru jafhvel helmingx til þrisvar sinn- um fjölmennari. Þessi sérstaða ís- lendinga keyrði þó algerlega um þverbak í nýloknu góðæri. Þá slógu Islendingar öll f>Tri heimsmet sín um mörg hundruð prósent. Nú hefur komið fram skýring á þessum furð- um sem er mim líklegri en sú að ís- lendingar séu einstakir og öðruvdsi en annað fólk. Hún er sú aö á Hag- stofú íslands sé krónlsk skekkja í manntölum. islendingar séu í raun alla vega helmingi fleiri en hingað til hafi verið álitið. Raunar renndi skatt- s vikaskýrslan stoðum undir þessa kenningu þótt menn hafi ekki á þeim tíma áttað sig á samhenginu. Efnahagsaðgerðin: Dauðar kanínur ÞegarÞor- steinnskipaði forstjóranefnd- ina tilaðfátil- lögúr uméih- hveijaral- mennilegarað- gerðiríefna- hagsmálumvar engulíkaraen þjóöinhafitek- ið það sem almennt herútkali. Það er varla til svo aumur forstjóri eða opinber skrifíinur að hann sé ekki aö beija saman töfralausnir á efna- hagsvandanum. Þetta hefitr orðið til þess að orðaforöi almennings er orð- inn úttroöinn af bæði splúnkunýjum og endurlífguðum hagfræðihugtök- um. Það nýjasta er „Efhahagsaðgerð- in: Dauðar kanínur". Þetta hugtak er samheiti yflr þær töfralausnir scm hafa svipuð áhrif ogþegar töframaö- ur dregur dauða kanínu upp úr hatti sinum. Sexy en ekki hægt að búa með henni Fráþvíífyrri vikuhefurhver stjórnmála- maðurinná fætur tiðrum stigiðframog lýstþvíhversu brilljantniður- færsluleiðin sé. Húnermiklu sniðugrifyrir fiskvinnsluna, réttlátari fyrir laun- þega og skemmtilegri í alla staði en gamla gengisfellingarleiðin. Þegar stj órnmálamennimir hafa lýst kost- unum koma þeir að göllunum. Hún er vandmeðfarin, dyntótt og hætt viö að hún renni út i sandinn ef menn umgangast hana ekki með varúð. Niðurstaðan úr þessum bollalegging- um verður sjálfsagt sú að þótt stjórn- málamönnunum fumist niðurfærsl- an sexy þá trey sta þeir sér ekki til þess að búa með henni. Þeir munu því velja góða göralu gengisfellingar- leiðinasembregstekkiþótthúnsé ■ orðin þreytt og hálfleiðinleg. Tefltviðpáfann Skákþingis- landserháð umþessar mundir.Blaðer geflðútfyrir hverja umferð. Þareruskákir skýrðarog fleira. í blaðinu erulíkaspak- mæli.Hérer lítiðsýnishom. Þeir sem tefla við páfann þola ekki aðgerajafntefli. Auð vitað eiga konur að tefla með körluin. Einhver verður jú að tapa! Kona án karls er eins og fiskur án reiöhjóls! Umsjón: Sigurjón Egilsson Fréttir___________________________________________________________________dv Bankar og sparisjóðir lækka vexti: Raunvextir 15 prósent umfram verðbólguhraða Dráttarvextir jafngilda 62 prósent ársávöxtun Þrátt fyrir að bankar og sparisjóðir hafi lækkað vexti um helgina eru raunvextir á almennum skuldabréf- um nú um 14 prósent að meðaltali sé miðaö við verðbólguhraðann sam- kvæmt nýútgefinni lánskjaravísi- tölu. Samkvæmt lánskjaravísi- tölunni er verðbólguhraðinn nú um 22 prósent. Hæstu vextir á þessum bréfum eru nú 41 prósent sem jafngildir um 15,5 prósent raunvöxtum miðaö viö verð- bólguhraðann í dag. Lægstu vextir eru 34 prósent sem jafngildir 9,8 pró- sent raunvöxtum. Bankar og sparisjóöir hafa tilkynnt frekari lækkun vaxta á almennum skuldabréfum þann 1. september. Þá er búist við aö þeir lækki í 35,6 pró- sent aö meðaltali. Miðað viö hraöa verðbólgunnar í dag ætti þaö að gefa bönkunum um 10 prósent raunvexti. Þá er búist viö að raunvextir á verð- tryggðum útlánum verði um 9 pró- sent. Af gildandi vöxtum í dag bera ávís- anareikningar minnstu vextina. Raunvextir á þeim eru neikvæðir um 10 prósent aö meðaltali. Á almennum sparisjóðsbókum eru nú raunvextir um 0,4 prósent aö meðaltali. Það má búast við að vextir þeirra lækki frek- ar þann 1. september og fari niður fyrir verðbólguhraðann. Skiptikjara- réikningar bera nú 8,7 til 11,7 prósent raunvexti miðaö við hraða verðbólg- unnar. Af útlánum eru hæstu vextir á al- mennum skuldabréfum. Þar á eftir koma yfirdráttarlán og afurðalán sem bera 10,1 til 12,3 prósent raun- vexti sé miðað við verðbólguhraða samkvæmt lánskjaravísitölu. Seðlabankinn lækkaði einnig dráttarvexti um helgina. Þeir eru nú 4,1 prósent á mánuði. Það jafngildir 62 prósent ársávöxtun. Sú ávöxtun gefur um 33 prósent vexti umfram hraða verðbólgunar í dag. -gse Lánskjaravísitalan: 22 prósent verðbólga Veröbólguhraðinn er nú 22 pró- sent sé miöað við lánskjaravísitölu. Verðbólga samkvæmt framfærslu- visitölu er um 29 prósent en 8 pró- sent sé miðað við byggingavísitölu. Þar sem lánskjaravísitalan er sam- ansett úr framfærsluvisitölu að tveimur þriðju og byggingavísitölu að einum þriðja mæbst hraði verð- bólgunnar 22 prósent samkvæmt lánskjaravísitölu. Verðlag hækkaði um 1,67 prósent frá júb til ágúst, samkvæmt láns- kjaravísitölu. Sú hækkun jafngildir 22 prósent árshækkun. Síðustu tólf mánuði hefur verðlag hins vegar hækkað um 26,8 prósent. Lánskjaravísitalan er í dag 2254 stig. Byggingavísitalan er 124,3 stig ogframfærsluvísitalan er 109,3 stig. -gse „Ég á alveg nóg til af lögum" - segir Geirmundur Valtýsson um Eurovision-söngvakeppnina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég lét víst hafa það eftir mér í fyrra að ef ég kæmist í úrsbt í þess- ari keppni í þriðja sMpti myndi ég hætta þessu. Það getur hins vegar vel verið að ég éti þetta ofan í mig og slái til næst, enda á ég nóg til af lögum,“ segir Geirmundur Valtýs- son, hljómhstarmaður á Sauðár- króki. Geirmundur er orðinn landsþekkt- ur fyrir Eurovision-lög sín sem hafa komist í úrsbtakeppni sjónvarpsins undanfarin þrjú ár án þess þó að komast alla leið á toppinn. En hann gerir fleira og situr m.a. á daginn bak viö skrifborð hjá Kaupfélagi Skag- firöinga þar sem hann er fjármála- fulltrúi, en hjá kaupfélaginu hefur hann starfað í 12 ár. En þá er ekki allt upp tahð og síðan árið 1979 hefur hljómsveit með nafni Geirmundar verið starfándi og spilað á dansleikjum víða um landið. „Það má segja að við spilum a.m.k. tvö kvöld allar helgar allan ársins hring,“ sagði Geirmundur og bætti við að hljómsveitin spilaði um allt land og oft væri mikið um löng og þreytandi ferðalög til og frá dans- leikjum. „Ef við keyrum heim eftir bölhn erum við oft ekki komnir heim fyrr en á morgnana svo þetta er mjög þreytandi. Allt er þetta næturvinna, bæði æfingar og spilamennskan sjálf, og þetta er ansi tímafrekt." - Er ekki erfitt fyrir fjölskyldu- mann að standa í þessum „bransa“? „Konan mín gerði sér þetta ljóst alveg í byrjun því það lá fyrir að svona myndi þetta verða en ég skal viðurkenna að þetta er ekkert skemmtilíf fyrir hana. Ég myndi hins vegar eiga mjög erfitt meö að hætta þessu, þetta er „baktería" og það er erfitt að slíta sig frá þessu þegar vel gengur,“ sagði Geirmundur. Geirmundur Valtýsson við skrifborð sitt á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. DV-mynd gk Alexander situr í fangi langafa síns. DV-mynd S Hundrað ára aldursmunur Magnús Ólafsson, fyrrum bifreið- arstjóri í Reykjavík, varð 100 ára á laugardaginn. Vegleg afmælisveisla var haldin á Hótel Sögu og komu rúmlega hundrað ættingjar og vinir tíl að samfagna afmæhsbarninu. Hér heldur Magnús á yngsta afkomanda sínum, langafabaminu Alexander Steinarssyni. Alexander er fæddur í apríl á þessu ári og er því hundrað árum yngri en langafi. Faðir hans, Steinar Ragnarsson, er dóttursonur Magnúsar. -JJ. íslandsmótíð á kjölbátum: Hart barist á íslandsmóti kjölbáta. Mótið stóð yfir í þrjá daga. Sigurvegari varð áhöfnin á Skýjaborg. DV-mynd S Skýjaborg sigraði íslandsmótið á kjölbátum, Ericson hot line-open, fór fram á ytri höfn- inni í Reykjavík um helgina. Mótið hófst á föstudag og lauk á sunnudag. Keppendur voru sextíu á sextán bát- um. Vindur var góður alla keppnis- dagana. Sigurvegari varö áhöfnin á Skýja- borg. Skipstjóri er Óttar Hrafnkels- son. í öðru sæti varö áhöfnin á Sigur- borg, skipstjóri Rúnar Steinsen. í þriðja sæti varö áhöfnin á Stjömu, skipstjóri Erling Ásgeirsson. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.