Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Page 12
12
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
Utlönd
Lést af skotsárí
Lazarus Salii, forsetí Kyrrahafs-
ríkisins Palau, lést af völdum
skotsárs á höfði síöastliöinn laug-
ardag, aö því er talsmaöur ríkis-
stjórnar landsins skýrði frá í gær.
Eiginkona Salii, sem var fimmtiu
og fjögurra ára gamall, fann hann
látinn á heimili þeirra í Koror, höf-
uöborg landsins. Sat forsetinn i
hægindastóli og á gólfmu skammt
frá líki hans var skammbyssa.
Talsmaður ríkisstjórnar landsins
sagði í gær að ekki væri vitaö hvort
um morö eða sjálfsmorð heíöi veriö
aö ræða.
Varaforsetí landsins, Thomas
Remengesau, sór embættiseið sem
forseti þess þegar á laugardag.
Palau er vemdarsvæði Samein-
uðu þjóðanna, um átta hundruö
kílómetra austur af Filippseyjum,
og hafa Bandarflýamenn haft yfir-
stjóm þar.
Símamynd Reuter
Friðarsamningur
FuiHrúar Frakklands og beggja deiluaöila á Nýju Kaledóniu takast í
hendur eftir undlrritun frióarsáttmólans.
Simamynd Reuter
Michel Rocard, forsætísráðherra Frakklands, vann um helgina fyrsta
stóra stjórnmálasigur sinn, eftír að hann tók viö embættí, þegar undirrit-
aöur var friðarsamningur í deilu aðskilnaöarsinna á Nýju Kaledóníu við
Frakka og sambandssinna.
Er samningur þessi talinn mikilvægur áfangi í aö koma á friði aö nýju
á Kaledóníu eftir áralangan ófriö þar.
Samkomulagið gerir ráö fyrir aö aðskilnaðarsinnar hafi takmarkaða
sjálfsstjóm næstu níu árin og aö kosið verði um sjálfstæði Nýju Kaledó-
níu árið 1998.
Rúta breskra hermanna gjöreyðilagöist í sprengingu IRA aðfaranótt laugardags og létu átta hermenn lífið.
• •
Símamynd Reuter
Oiyggismalin
endurskoðuð
Valgerdux Jóhannesdóttir, DV, Landon;
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur fyrirskipað
allsherjarendurskoðun öryggismála
í norðurhluta írlands eftir að átta
breskir hermenn létu líflð í sprengju-
árás IRA, írska lýðveldishersins, að-
faranótt laugardags.
Árásin var sú mannskæöasta sem
breski herinn hefur orðið fyrir í ára-
raðir. Hermennirnir, þrjátíu og fimm
taisins, voru á leið til herbúða sinna
í Omagh á Norður-írlandi, að loknu
leyfi, þegar öflug sprengja sprengdi
í loft upp rútu þeirra. Sprengjan var
svo kraftmikil að rútan tókst á loft
og þeyttist meira en þrjátíu metra
eftir veginum. Sjö hermannanna lét-
ust samstundis en sá áttundi á
sjúkrahúsi. Tuttugu og sjö slösuðust,
margir mjög alvarlega, og eru sex
taldir í lífshættu.
í yfirlýsingu frá írska lýðveldis-
hernum sagði að um heföi verið að
ræöa níutíu kílóa sprengju, fram-
leidda í Tékkóslóvakíu. Er taliö víst
aö IRA hafi komist yfir sprengjuna
fyrir milligöngu Líbýu og rennir á-
rásin stoðum undir grunsemdir um
aö hryðjuverkamennirnir séu betur
vopnum búnir en nokkru sinni fyrr.
Arásin um helgina var sú síðasta í
nýrri hryðjuverkaherferð IRA sem
kostað hefur tuttugu og einn breskan
hermann lífið það sem af er þessu
ári. Hryðjuverkin hafa einkum
beinst gegn því sem IRA kallar mjúk
skotmörk, þ.e. hermönnum sem ekki
eru við skyldustörf, á leiö úr eða í frí
og í flestum tilfellum óvopnaðir. IRA
hefur ekki bundið aögerðir sínar við
Norður-írland heldur einnig látið til
skarar skríða á Englandi og á meg-
inlandi Evrópu.
Talið er að þessi nýjasta herferð
IRA þjóni ekki hvaö síst þeim til-
gangi að hressa upp á móralinn með-
al eigin liðsmanna en samtökin hafa
orðið fyrir mörgum alvarlegum áfoll-
um á þessu ári. Það sem af er árinu
hafa þau misst tólf menn, þ. á m.
nokkra reyndustu menn sína, og
töluvert magn vopna frá þeim hefur
verið gert upptækt. IRA hafa einnig
orðiðá mörg dýr „mistök" undanfar-
ið, mistök sem kostað hafa a.m.k.
sautján óbreytta borgara lífið og
valdið því að stuðningur við samtök-
in hefur dvínaö verulega.
Margaret Thatcher hélt sérstakan
neyðaifund á laugardag með Tom
King írlandsmálaráðherra og yfir-
mönnum hersins á Norður-írlandi til
að ræða viöbrögð við árásinni. í gær
var tilkynnt að öryggismálin á Norð-
ur-írlandi yrðu tekin til allsherjar-
endurskoðunar. Á m.a. að athuga
hvernig tryggja megi meiri leynd yfir
feröum hermanna en ljóst er að þeir
sem stóöu fyrir sprengingunni um
helgina vissu upp á hár hvenær her-
mennimir voru væntanlegir.
Engar sannanir
Bush og Quayle kveðjast að lokinni flokksráðstefnu repúblikana.
Simamynd Reuter
Gekk berserksgang með haglabyssu
Björg Eva ErJaidsdóttir, DV, Osló:
Ungur Norðmaöur skaut niöur
sex manns með haglabyssu á laug-
ardagskvöldiö. Fjórir mannanna
létust en tveir þeirra voru svo lítið
særðir að þeir komust undan og
gátu hringt á sjúkrabíl og lögreglu.
Moröin áttu sér staö á skotæf-
ingaveili í Farsund í V-Noregi þar
sem fjórar skyttur voru á æfingu.
Skyttumar höföu lagt frá sér byss-,
umar og voru að huga aö því
hvemig þær hefðu hæft í mark
þegar skothríðin dundi á þeim frá
kjarrinu fyrir utan skotvöllinn.
Tvær skyttanna létust strax en
tvær koraust undan. Manndrápar-
inn lá áfram í leyni í kjarrinu og
þegar sjúkrabilhnn kom að skaut
maðurinn tvo úr hjálparliöinu sem
létust trúlega samstundis.
Lögreglan kora ekki á staöinn
fyrr en sjö tímura seinna. Þá var
byssumaðurinn kominn heim til
sín og sat þar í rólegheitum. Hann
veitti enga mótspymu viö hand-
tökuna.
Maöurinn, sem er aðeins tuttugu
og þriggja ára gamall, hefur verið
talinn sérvitur og fer ofl einföram.
Allir í hinu litla samfélagi í Far-
sund þekktu manninn og hann átti
mikiö safn af skotvopnum og hann
fékk að nota skotvöllinn þó aö hann
væri ekki meðlimur í skotfélaginu.
Lögreglanhafði fengið ábendingu
fyrr um daginn um að maðurinn
hefði sést ganga um þéttbýli í Far-
sund meö haglabyssu en lögreglan
sá þá ekki ástæðu til að rannsaka
það mál. Maðurinn var yfirheyrður
alla helgina en neitar ennþá aö
hafa nokkuö með málið að gera.
Náðu ekki samkomulagi
George Bush, forsetaframbjóöandi repúbiikana í Bandaríkjunum, sagði
í viðtali í gær að engar sannanir lægju fyrir um aö varaforsetaefni hans,
Dan Quayle, hefði gert neitt af sér. Forsetaefnið bætti þó viö aö hann
myndi íhuga allar frekari vísbendingar af athygli.
Quayle hefur veriö sakaöur um að hafa komiö sér hjá herþjónustu í
Víetnam fyrir um tuttugu ámm.
Bush sagöi í viötalinu í gær að þaö skipti mestu máli að Quayle væri
fyllilega hæfur til að gegna embætti varaforseta. Sagðist hann vera ánægö-
ur með varaforsetaefhi sitt og aö til þessa hefðu ásakanir á hendur honum
ekki breytt neinu þar um.
KreQast frelsis
Um tíu þúsund Tékkar efndu í gær til kröfugöngu um Prag og kröfðust
þar frelsis. Kölluðu þeir meðal annars nafn fyrrum leiðtoga landsins,
Alexander Dubcek, sem var settur af í kjölfar innrásar Sóvétmanna í
Tékkóslóvakíu fýrir tveim áratugum.
Lögreglan dreifði mannfjöldanum eftir liðlega tveggja klukkustunda
mótmæli og urðu nokkrir fýrir líkamsmeiðslum en ekki er vitað til þess
að neinn hafi veriö handtekinn.
Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu,
sem funda nú um bættari samskipti
ríkjanna, náðu ekki samkomulagi
um framhald viðræöna. Viðræðum-
ar, sem eru nú á þriðja degi, sigldu
í strand í morgun og er óljóst hvort
framhald verður á þeim.
Fulltrúar Norður-Kóreu höíðu í
morgun ekki gefið svar sitt við tillög-
um Suður-Kóreu um að formenn
nefnda beggja ríkja settust einir á
rökstóla til aö freista þess að ná sam-
komulagi. Norður-kóresku fulltrú-
amir höfðu fyrr neitað tilboöi Suð-
ur-Kóreumanna um aö ræða þá
kröfu norðanmanna að fá að halda
hluta ólympíuleikanna, sem hefjast
í Seoul, höfuöborg Suður-Kóreu, eftir
tæpan mánuð.
Formaöur nefndar Suöur-Kóreu,
Park Jun-Kyu, hafði krafist þess að
deila ríkjanna um ólympíuleikana
yrði útkljáð áður en viöræður um
bætt samskipti ríkjanna héldi áfram.
Hann lagði til aö deiluaðilar ræddust
við þann 29. þ.m. í Pyongyang, höfuð-
borg Norður-Kóreu.
Hvorugur aöila hefur gefið nokkuö
eftir í viðræðunum um fund til að
ræða framtíð ríkjanna og er talið að
þær hafi siglt í strand. Norður-Kór-
esku fulltrúarnir krefiast þess að
þing beggja ríkja taki þátt í viðræð-
um um bættari samskipti ríkjanna
auk um eitt hundrað annarra fuli-
trúa. Suður-Kóreu vill hafa viðræð-
urnar smærri í sniðum.
Suöur-Kórea hefur neitaö því að á
fundinum verði rædd tillaga Norð-
ur-Kóreu um að bæði ríki skrifi und-
ir samning um friðsamlega sambúð
ríkjanna og segir að löggjafarþing
beggja skuli fyrst ræða málin.
-------;----------------------------------------
Umsjón:
Halldór Valdimarsson og Steinunn Böðvarsdóttir