Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
17
it
Lesendur
Oframbærilegir
Ijósvíkingar
Jónas skrifar:
Grein Jóhönnu Sigþórsdóttur, í DV
síðastliðinn laugardag, var sannar-
lega orð í tíma töluð og á hún þakkir
skildar. Ég hef lengi verið þeirrar.
skoðunar að ástæðulaust væri að
ríkið einokaði útsendingar hljóð-
varps og sjónvarps. Ekki er þar með
sagt að í lagi sé að hvaða rugli, vit-
leysu og ambögum sé útvarpað og
sjónvarpað yfir þjóðina.
Allt of mörg dæmi eru um aö hinir
nýju ljósvíkingar séu óframbærileg-
ir. Orðaforði er takmarkaður, er-
lendar slettur mýmargar og beyging-
ar oft kolvitlausar, fariö er vitlaust
með málshætti, orðatiltæki og annað
slíkt.
Dæmi: Kveðja er frá Eygló Jóns-
dóttir til Hrönn Sigurðardóttir, sam-
töl byggjast mikið upp á hæi, bæi og
ókeii. Nú teíla allir á tæpasta vað.
Það er sem ég sjái menn við skák-
borð niðri við á eða úti í á að tefla.
Hið rétt er að teflt er á tvær hættur.
Látinn stjórnmálamaður var frægur
fyrir að brengla orðatiltækjum en
slíkt er ekki til eftirbreytni.
Margir þeirra sem koma fram í fjöl-
miðlum hafa góða þekkingu á ís-
lensku máh en ástæðulaust er aö láta
málsóðana vaða yfir þjóðina á skít-
ugum skónum. Ekki veitir af að setja
þá í andlegt bað. Stjórar og stýrur
nýju útvarpsstöðvanna ættu aö
leggja metnað sinn í vönduð vinnu-
brögð.
Reynið svo að muna að í íslensku
eru fjögur fóll og að þágufall sker sig
yfirleitt frá þolfalli. Ég fæ gæsahúð
þegar auglýstar eru ferðir aö Gull-
foss og Geysi.
„Ég fæ gæsahúð þegar auglýstar eru ferðir að Gullfoss og Geysi,“ segir
i bréfinu.
Neikvæð áhrif
Helga skrifar:
í tveimur kvikmyndahúsum í borg-
inni er nú sýnd kvikmyndin Rambo
III. Mynd með fasískum boðskap sem
lofsyngur stríð og ofbeldi. Nú á tím-
um þíðu á milli stórveldanna og auk-
innar friðarbaráttu finnst mér harla
óviðeigandi að sýna þessa mynd.
Það er talið að mynd eins og þessi
hafi valdiö því að maöur í Bretlandi,
íklæddur sömu múnderingu og aðal-
leikari myndarinnar hafi gengið ber-
serksgang og drepið fjölda saklausra
vegfarenda. Svo það sýnir að myndir
eins og þessi hafa neikvæð áhrif á
horfandann og hvetja til ofbeldis og
fordóma. Ætti allt skynsamt fólk að
forðast slíka mynd og ekki misbjóða
dómgreind sinni með því að horfa á
slíkan ófögnuð.
Vonandi að betri myndir verði
sýndar i kvikmyndahúsunum tveim
1 framtíðinni.
Jafnvel
itvöndustu kettir finna alltaf
eitthvað við sitt hæfi
M E N l'
Kjúklingur
Nautakjöt
Túnfiskur
Lifur
Lambakjöt
matseðli Whiskas finna allir kettir eitthvað við sitt
hæfi. Whiskas býður upp á nautakjöt, túnfisk, lifur,
kjúkling og lambakjöt. Whiskas kattamatur er
bragðgóður og næringarríkur og hann inniheldur
öll þau efni, sem kisan þín þarfnast.
Gefðu kisunni þinni Whiskas kattamat.
©
VORUMHJSIDÐ
Innflutningur og dreifing
á góðum matvörum
t
I