Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Page 29
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. 45 Fréttir Hólar í Hjaltadal: Miklar endurbætur á Hóladómkirkju Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Við erum búnir að vera að vinna hérna að mestu leyti síðan í febrúar og verðum hér áfram,“ sagði Bald- ur Haraldsson múrarameistari er DV hitti hann í Hólakirkju á dögun- um þar sem hann var að störfum ásamt Ragnari Einarssyni, aðstoð- armanni sínum. „Við brutum alla pússningu inn- an úr kirkjunni og erum búnir að pússa alla veggi og loftið aftur,“ sagði Baldur, en hann er undir- verktaki við endurbætur á kirkj- unni en Trésmiðjan Borg á Sauðár- króki sér um þær. „Skipt var um gólf í kirkjunni og það lækkað tals- vert og við eigum eftir að leggja ílísar ofan á stóran hiuta þess. Tré- gólfið var tekið og nýtt gólf steypt í staðinn,“ sagði Ragnar. Hann sagði að undir múrlagi í gólfi kórsins hefðu fundist um 10 tonn af rauðlitu grjóti sem hefur verið skorið niður í ílísar og leggja á í gólf kirkjunnar að stærstum Eins og sjá má hefur mikið verið unnið við Hólakirkju i sumar. Baldur Haraldsson og Ragnar Einarsson í Hólakirkju. hluta. Þetta grjót nægði hins vegar ekki svo farið var upp í Hólabyrðu, fjall fyrir ofan Hóla þar sem grjót- náma er. Þar mun hafa verið tekið allt grjótið sem kirkjan var hlaðin úr á 18. öld. Þar voru nú tekin 15-20 tonn af grjóti og var þyrla Landhelgis- gæslunnar fengin til þess aö flytja það niður úr fjallinu. Þá hefur einnig í sumar verið unnið mikið við lagfæringar á turni kirkjunnar, skipt hefur verið um alla glugga og lagt fyrir vatni, raf- magni og nýrri loftræstingu í kirkj- una. Næsta sumar er svo ætlunin að brjóta utan af kirkjunni múrinn sem þegar er ekki dottinn af og pússa kirkjuna upp á nýtt. Flateyri: „Verra að selja fros- inn fisk en ferskan" - segir Gunnlaugur Kristjánsson hjá Hjálmi h/f Reyiúr Traustason, DV, Flateyri: „Þaö er alltaf að sýna sig betur og betur að það er verra að selja frosinn fisk en ferskan,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, yfirverkstjóri og einn. aðaleigandi Hjálms h/f á Flateyri. „Það þarf skilyrðislaust að laga aðstæður á Vestfjörðum þannig að mögulegt verði að senda ferskan fisk með flugi beint á erlenda markaði en til þess að það megi verða þurfa að koma til bættar samgöngur, það er að segja jarðgöng. Varðandi aðgerðir grænfriðunga eigum við að stöðva hvalveiðar í bili - ekki taka þá áhættu að skemma markaði okkar fyrir svo lítið brot af þjóðartekjum sem hvalveiðarnar gefa,“ sagði Gunnlaugur að lokum. . . ■ : r ' J ■ :■ s* ' DV-mynd Reynir. Gunnlaugur Kristjánsson. Skuttogarinn Gyllir í baksýn. Skeiðfossvirkjun í Fljótum: „Hér er hreint vatn og túrbínurnar slitna lítið“ - segir Indriði Ríkharðsson eftirlitsmaður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég vinn hér á sólarhringsvökt- um en hluta þess tíma er ég á bak- vakt hér á svæðinu og get því lagt mig,“ sagði Indriði Ríkharðsson, eftirlitsmaður viö Skeiðfossvirkjun í Fljótum, er DV kom þar við á dögunum. Indriði var einn á vakt og sagði að starfið, sem fælist í mælaaflestH og almennu eftirliti með stöðinni, væri rólegt starf. „Við höfum hreint og gott vatn hérna og túrbín- urnar slitna lítið, það er nóg að taka þær upp einu sinni á vetri," sagði Indriði. Skeiðfossvirkjun, sem dregur nafn sitt af Skeiðfossi í Fljótá sem virkjunin er í, tók til starfa árið 1945. Hún er í eigu Siglufjarðarbæj- ar og byggð til að sjá Siglfirðingum fyrir rafmagni. Síðan tengdust nærliggjandi bæir virkjuninni og einnig Olafsfjöröur og stööin þjón- ar þessum byggðarlögum í dag. Vélar stöðvarinnar eru tvær, önnur frá árinu 1945 og hin 7 árum yngri og þær hafa reynst vel allan þennan tíma. Dagsálag stöðvarinn- ar er um 3 megavött yfir sumartím- ann en minna á veturna að sögn Indriða. Indriði Ríkharðsson við eldri vélar- samstæðuna i Skeiðfossvirkjun. DV-mynd gk „Vaktirnar hér eru rólegar en ég hef sjónvarp og útvarp, bækur og blöð til að stytta mér stundirnar," sagði Indriöi. Hann stundar nám í vélaverkfræöi í Danmörku á vet- urna en starfar nú þriðja sumarið í röð sem eftirlitsmaður við virkj- unina en afi hans, sem líka hét Ind- riði, var einmitt fyrsti stöðvarstjóri Skeiöfossvirkjunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.