Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 34
50
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
Kennarar
Tvo kennara vantar við Grunnskólann á Flateyri.
Upplýsingar í síma 94-7645.
Skólastjóri.
Um bjórmálið og
önnur vandamál
Eyrarbakki
DV óskar að ráða umboðsmann á Eyrarbakka
sem fyrst.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 98-31377 og
á afgreiðsiu í síma 91 -27022.
AKUREYRI
Blaðbera vantar á Ytri-Brekkuna.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
96-25013.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
FULLTRUI I
ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
Laust er 50% starf fulltrúa hjá ellimáladeild Félags-
málastofnunar.
Starfið felst í almennri ráðgjöf og upplýsingastarfi
við Reykvíkinga, 67 ára og eldri, ásamt ýmiss konar
meðferðar- og fjárhagsmálum og þátttöku í upp-
byggingu öldrunarþjónustu í Reykjavík.
Félagsráðgjafa- eða önnur sambærileg menntun
nauðsynleg.
Laun skv. kjarasamningum starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Staðan er laus nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 9. september.
Umsóknir sendist til Starfsmannahalds Reykjavíkur-
borgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar veita Þórir S. Guðbergsson og
Sigríður Hjörleifsdóttir í síma 25500.
o^Húsnæðisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
Simi 696900
Útboð
Stjórn verkamannabústaða Neshrepps utan Ennis
óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í einn-
ar hæðar parhúsi byggðu úr steinsteypu. Verk nr.
U. 05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 195 m2.
Brúttórúmmál húss 673 m3.
Húsið verður byggt við götuna Háarif nr. 73 á Rifi
í Neshreppi utan Ennis og skal skila fullfrágengnu,
sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Neshrepps
og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá
þriðjudeginum 23. ágúst 1988 gegn kr. 10.000 skila-
tryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju-
daginn 6. september 1988 kl. 11.00 og verða þau
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. stjórnar verkamannabústaða Neshrepps utan Ennis,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
o^Húsnæðisstofnun ríkisins
Hinn 9. maí sl. gerðist sá atburður
á háttv. Alþingi að flutt var frumvarp
til laga um innflutningsleyfi á áfeng-
um bjór til landsins. Þetta mikla
þjóðarmál var samþykkt með naum-
um meirihluta atkvæða. Þ. 19. maí
voru bjórlögin samþykkt og undirrit-
uð. Þeir alþingismenn sem studdu
frumvarpið tóku á sig mikla ábyrgð.
Margir telja að þessi samþykkt veröi
þjóðfélaginu til tjóns því ætla má að
áfengisneysla aukist. Okkar litla
þjóðfélag má engan mann missa,
hvorki af slysfórum, ofdrykkju né
annarri ógæfu. Sennilega er meiri-
hluti þjóöarinnar mótfallinn þessari
ráðstöfun, ekki síst vegna þess
hættulega ástands sem nú ríkir í
landinu. Bjórinn er lúmskur vímu-
gjafi, misjafn að styrkleika. Menn
gæta ekki að sér og eru orðnir ofur-
ölvi áður en þeir vita af. Sé þjórað
daglega geta menn gerst ofdrykkju-
menn, þá kemur heilsuleysi og leiði
á lífinu. Við freistingum gæt þín.
Nýjar fréttir herma að undanfarið
hafi finnskir þingmenn drukkið svo
mikið af bjór að einum starfsbróður
þeirra, sem er prestur og ritstjóri,
hafi fundist ástæða til að benda á að
rétt sé að bj órmæhtæki verði sett upp
við dyr hvers fundarsalar i þing-
húsinu svo hægt verði að mæla vín-
magnið í blóði hvers og eins sem á
þar erindi. Mælist það meira en
magn það sem leyfilegt.er til að aka
bíl aftri þingveröir þingsetu í það
skiptið. Ekki fylgir það sögunni
hvort þingmenn þyrftu einnig að
blása í blööru. íslensk veitingahús,
sem hafa vínveitingaleyfi, ættu að
nota sér þessa hugmynd prestsins og
setja svona mæli á sínar dyr. Forðist
slysin.
Þ. 18. maí sl. ritar Þórarinn Reyk-
dal grein í DV. Þessi höfundur er
ákveðinn talsmaður áfenga bjórsins
og annarra áfengra drykkja. Hann
óskar eftir að svona vinsælar vörur
dreifist sem víðast um landið. Svona
áróður fyrir hættulegri vöru þola
ekki allir. Ég tók mér þess vegna
penna í hönd.
Yfirskrift greinar hans er: „Jafn-
réttismál til lykta leitt'‘. Þar er sagt
að Alþingi hafi tekið skarið af í miklu
jafnréttismáli er það samþykkti bjór-
málið, því landsmönnum hafi verið
mismunað um kaup á bjór um langt
árabil, þar stendur einnig: „ Alþingis-
maðurinn Guðrún Helgadóttir á
miklar þakkir skildar fyrir skynsam-
lega afstöðu til bjórmálsins á Alþingi
og einarðleg skrif um þessi mál í fjöl-
miðlum." Flestallar stallsystur Guð-
rúnar töluðu gegn bjórfrumvarpinu
á Alþingi, þar á meðal Guðrún Agn-
arsdóttir læknir. Hún benti á margs.
konar hættu sem af bjórnum stafar
og varaði eindregið við mikilli notk-
un hans. Margar þjóðir hafa reynslu
af bjórdrykkju. Hún er það slæm að
menn vilja hefta útbreiðslu hennar
og jafnvel banna þennan fitandi mjöð
sem hefur svo marga ókosti. Hið
ágæta Egilsöl sem er búið til úr ís-
lensku hreinu vatni og er innlend
Kjallariim
Anna Þórhallsdóttir
söngkona
framleiðsla, ætti að duga. Það er heil-
næmt öl sem inniheldur fá prósent
af vínanda.
Bjórvambir og bjórkrár
Þeir sem hafa ferðast um heiminn
eru margs vísari. í bjórlöndum eru
vandamálin mörg. Karlmenn verða
sérstaklega illa leiknir eftir óhóflega
neyslu bjórs. Þeir missa líkamsfeg-
urð sína eftir mikið bjórþamb. Fram-
an á þá myndast fitukeppur ■ sem
nefnist ístra eða bjórvömb. Hún þjáir
bjórdrykkjumenn og erfitt er aö
losna við hana.
Hér á landi eru engar bjórkrár. Þær
eru án efa væntanlegar. Þar sem bjór
er spretta þær upp eins og gorkúlur.
Þessir veitingastaðir hafa á boðstól-
um eingöngu bjór og leyfðar eru tó-
baksreykingar. Krárnar eru misjafn-
lega vistlegar. Þær slæmu hafa neik-
vætt gildi í skemmtanalífmu. Þar
viðgengst drykkjuskapur, lauslæti
og sóðaskapur. í slíkum vistarverum
skapast margt sem er viðsjált. Hryll-
ingur mannkynsins er eiturlyfin.
Þarna hlýtur að vera ákjósanlegt að
selja þessa bannvöru, undir borðum.
Hið frjálsa líf i kránum gefur körlum
og konum tækifæri til skyndikynna,
í sambandi við slík stefnumót nefni
ég enn eitt hræðilegt vandamál, það
er hinn mannskæði sjúkdómur al-
næmi eða eyðni. Hún breiðist hratt
út, þótt allt sé gert til að stemma stigu
við þessum vágesti. Þessir ógæfu-
sömu menn fá þau viðvörunarorð að
drekka ekki áfengi, neyta eigi ann-
arra vímuefna og sýna fyllstu var-
færni í kynferðismálum. Ef bjórinn
og krárnar verða þess valdandi að
auka áfengisneyslu, fiölga eyðni-
sjúklingum og eiturlyfianeytendum
þá er víst að gerst hefur mikið slys
á háttv. Alþingi, þegar bjórfrum-
varpið var samþykkt á 110. löggjafar-
þingi þess, þ. 9. maí 1988. Að margra
dómi var ákvörðunin mistök. Nýr
vímugjafi er á leiðinni til að hrella
landsbúa. Nú ættu allir sem eru
mótfallnir vínneyslu að hvetja til
hófdrykkju. í „Melódíu" sem er frægt
gamalt handrit, frá árinu 1650, er
kvæði um bjórinn er nefnist
„Drykkjuspil", Níunda erindi er svo-
hljóðandi: „Maður góði minnzt
ávallt, mátinn bestur er, með gætni
þigg þú guðs lán allt, og gá að þjer,
því gegndarlausum er hjólið valt.“
Innflutningur á áfengum bjór var
leyfður til landsins samkvæmt reglu-
gerð í fiármálaráðuneytinu, undir-
skrifaðri af þáverandi fiármálaráð-
herra. Hún gaf farmönnum (sjó-
mönnum) leyfi til að flytja inn ákveð-
inn skammt af bjór. Hver einstakl-
ingur fékk hann til eigin neyslu og
fiölskyldu. Þetta gerðist 20. jan. 1966.
Næsta reglugerð var til flugliða, 28.
nóv. 1968, og loks til ferðamanna 30.
jan. 1980. Síðasta reglugerðin var
undirrituð af öðrum ráðherra. Tveir
síðari hóparnir hafa sömu skilmála,
en minna magn af bjór. Drykkinn
koma þeir með heim erlendis frá í
hverjum túr ef þeir hafa löngun til.
Sé komið til Keflavíkur geta leyfis-
hafar keypt hann í Fríhöfninni. í
báðum tilfellum er bjórinn tollfrjáls.
í fiórtán ár hafa bjórreglur gilt hér á
landi. Þær hafa orsakað ótrúlega
mörg vandræði sem ekki voru séð
fyrir. Tollfrjálsi bjórinn hefir valdið
svartamarkaðsbraski að sögn. Allir
vita um þá slæmu áráttu, að smygla
inn í landið bjór og öðru áfengi. Ekki
er ótrúlegt að tollfrjálsi bjórinn hafi
hjálpað til við þá iðju. í staðinn fyrir
að gefa bjórinn alveg frjálsan hér á
landi svo að jafnrétti kæmist á, þá
átti að géra leyfishöfunum, hópunum
þremur, þann greiða að svipta þá
þessum gömlu hættulegu innflutn-
ingsleyfum, þau hafa orsakað
drykkjuskap, eyðslusemi og önnur
leiðindi. Ef sú leið hefði verið farin
væri óttinn við aukna áfengisneyslu
ekki fyrir hendi. Áfengisbölið á ís-
landi er nóg fyrir. Þ. 1. mars 1989
verður byrjað að dreifa bjórnum.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
sér um sölu og dreifingu undir umsjá
forstjórans Höskuldar Jónssonar,
fyrrv. ráðúneytisstj. í fiármálaráðu-
neytinu: Enginn þarf að efast um að
dreifingin verður sem mest í hans
höndum. Menn hafa heyrt um stór-
felldar dreifingaráætlanir. Fyrir
bjórinn duga engar litlar búðarholur,
það þarf að fá vöruskemmur. Inn-
réttingar þeirra verða ekki af lakara
taginu ef að líkum lætur. Bjórflöskur
frá gólfi til lofts verða sýningarefni
á útsölustöðum og í skemmum. Ætla
má að bjórmenn hlakki til marsmán-
aðar á næsta ári. Áfengisútsölum
fiölgar um landið allt. Brot á jafn-
rétti má ekki koma fyrir, segja jafn-
réttismenn á Alþingi og jábræður
þeirra. Á landi voru verður ekki
dansað á rósum í marsmánuði held-
ur á flöskum sem lagðar verða flatar
til samræmis við dansarana sem
leggjast við þeirra hlið. Á hátíðis-
dögum má oft sjá þvílíka sýn, utan-
húss drykkja á þjóðhátíðardegi er
óskemmtileg og til skammar fyrir
þjóðina alla. Hér er áskorun til allra
hinna mörgu siðmenntuðu manna á
íslandi að reyna eftir getu aö leysa
menn frá áfengisbölinu og hætta að
láta áfengi vera í tísku.
Þökk fyrir birtinguna.
Anna Þórhallsdóttir
„Hið ágæta Egilsöl sem er búið til úr hreinu íslensku vatni og er innlend
framleiðsia ætti að geta dugað," segir greinarhöfundur m.a. - frá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar.
„Karlmenn verða sérstaklega illa leiknir
eftir óhóflega neyslu bjórs. Þeir missa lík-
amsfegurð sína eftir mikið bjórþamb.“