Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Qupperneq 14
r Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Með vindinn í fangið Ekki verður því haldið fram að bjart sé yfir landi og þjóð um þessar mundir. Hálfgerð upplausn ríkir í efna- hags- og atvinnumálum landsmanna og forsætisráð- herra sér sig knúinn til að lýsa yfir að kjaraskerðing og kaupmáttarrýrnum sé óhjákvæmileg á næstunni. Spáð er gjaldþroti hundraða fyrirtækja og nú eru í deigl- unni efnahagsráðstafanir sem koma við kaunin á háum sem lágum. Verðbólga er í hæstu hæðum og almenn svartsýni grúfir yfir þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur fengið í hendur álit og hugmyndir svokallaðrar ráðgjafar- nefndar og af fréttum að dæma gerir nefndin tillögur um beinan niðurskurð launa um allt að tíu prósent. Þetta er ekki gæfuleg mynd af þjóðfélagsástandinu, en auðvitað verða menn að horfast í augu við veruleik- ann, enda væri það mikil sjálfsblekking að halda því fram að vandinn sé lítill þegar undirstöðuatvinnuveg- irnir berjast í bökkum. Sérstakt áhyggjuefni er að fyrir- tæki víðs vegar um landsbyggðina, fyrirtæki sem hafa borið uppi atvinnulífið og verið burðarásarnir í þjóðar- framleiðslunni, riða til falls. Það ástand getur haft af- drifarík áhrif á byggð og mannlíf í landinu. Slík röskun er fyrirsjáanleg ef ekkert er að gert. Menn hafa tilhneigingu til að kenna stjórnvöldum um. Ríkisstjórnin er skömmuð, vaxtafrelsinu formælt, atvinnupóhtíkin gagnrýnd og stjórnmálamönnunum kennt um. Vissulega má saka stjórnvöld um það sem miður fer að mörgu leyti. Þau bera ábyrgðina á efna- hagsstjórninni og til þess er ríkisstjórn og ráðherrar, að stýra þjóðinni framhjá skerjunum og boðaföllunum. En ekki er sanngjarnt að skella ahri skuld á slæma stjórn. Utanaðkomandi áhrif, verðfall erlendis, hömlu- laus fjárfesting og gífurlegt launaskrið undanfarinna ára eru ekki á valdi ríkisstjórnar nema að takmörkuðu leyti. Þjóðin verður sjálf að líta í eigin barm í stað þess að leita sífellt að blórabögglum og syndaselum. Við erum ekki hrifnir, íslendingar, af óstjórn og ofstjórn og viljum vera okkar eigin herrar frá degi til dags. Það þýðir um leið að við getum ekki krafist þess að stjórnvöld og stjórnmálamenn deih og drottni þegar illa árar, þegar við kærum okkur kohótta um stjórnviskuna þegar vel árar. Aðalatriðið er þó hitt, að menn leggi ekki árar í bát. Við höfum gengið í gegnum þrengingar áður, og það er ekki eins og þjóðin sé að riða til falls þótt við höfum vindinn í fangið í augnablikinu. Það er engin ástæða til svartsýni og uppgjafar þótt slái í seglin. Þjóðarfram- leiðslan er enn mikil og meiri en oftast áður. Kaup- máttur hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr. Þjóðin er vel efnuð og býr almennt við góð kjör. Hér eru engin móðuharðindi. í landinu býr duglegt fólk og menntað og lífsskilyrði eru í alla staði góð. Bölsýnistal er ahsráðandi og ekki bætir úr skák að ríkisstjómin virðist ekki hafa neina fastmótaða stefnu um áframhaldið. Enn er allt í óvissu um aðgerðir og meðan sú bið stendur er ekki óeðlilegt þótt kvíði og uppdráttarsýki setji mark sitt á umræðu og atburði. Því fyrr sem ríkisstjórnin kemur sér saman um efnahagsr- áðstafanir því.betra. Langvarandi áhyggjur ýta undir spákaupmennsku og erfiðleika. Nú er tími til að snúa við blaðinu, stappa stálinu í almenning og láta þjóðina fmna og skilja að það er engin kreppa framundan ef rétt er á málum haldið og menn standa saman um að vinna sig út úr erfiðleikunum. EUert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988. „Eða hvernig ímyndar fólk sér að fatlaðir með tekjur innan viö 40 þúsund, allt niður undir 30 þúsund á mánuði og enga möguleika til tekjuaukningar, þó viljann vanti ekki, geti með nokkru móti ráðið við húsnæðis- kaup?“ spyr greinarhöfundur. Að hamra á hús- næðisvanda fatlaðra Fyrir nokkru fjallaði ég lítils háttar á þessum sama vettvangi um atvinnumál örorkubótaþega, þ.e. hver nauðsyn væri á því að örva atvinnuþátttöku fatlaðra sem allra best. Bent var á hrýna nauðsyn þessa fyrir hinn fatiaða, svo og hlna sam- félagslegu nauðsyn og skyldu þá um leið. Inn í þá umfjöllun komu tryggingabæturnar og áhrif þeirra í þessu tilliti, þ.e. að í mörgum til- fellum - alltof mörgum - væru þær reglur, sem giltu, letjandi og of litl- ar upphæðir atvinnutekna hefðu of mikil áhrif á tryggingabætur og réttindi þeim tengd. Daginn eftir umíjöllun þessa hafði samband við mig maður sem sagði sínar farir ekki sléttar, fáein- ar krónur í atvinnutekjum hefðu orsakað skerta tekjutryggingu og þar með hefðu þýðingarmikil og dýrmæt réttindi, sem tengjast tekjutryggingunni óskertri, falhð niður. Sá hinn sami átti að vísu von á leiðréttingu þar sem nú var hann tekjulaus með öllu hvað atvinnu- tekjur varöaði. En dæmi hans var sláandi engu að síður. Annar hafði samband út af því að hin svokallaða sérstaka heimil- isuppbót heföi fallið brott út af fá- einum þúsundum úr lífeyrissjóði sem hann fékk á mánuði. „Og þar fór sú gomman,“ sagði hann og benti á það að uppbygging þessarar uppbótar væri ekki nögu réttlát því hún tæki ekki eðlilegri verðlags- viðmiðun. Að sjálfsögðu hefur því verið skotið til æðsta yfirvalds, ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála, hvort rétt sé með farið. „En gleymdu nú ekki aöalvandamáh okkar nú um stundir sem þú hefur af dagleg kynni, húsnæðisvandan- um okkar í þessu gróðamettaða frjálshyggjuandrúmslofti,“ bætti hann við. Ég benti honum á að ég hefði fyrir stuttu komið inn á þetta í kjaharagrein, sem hann að vísu viðurkenndi að hafa séð, en um leið og hann kvaddi sagði hann: „Þú veist nú sjálfur sem gamah póhtíkus að ekki dugir að gera rétt vart við sig, aðeins að minna á sig. Þaö þarf að hamra á hlutunum, kaldhamra þá heita, svo fjölmiðlar taki eftir og taki við sér og fari að hotta á þá sem sem öhu ráða. - Eða eiga að ráða, því þeir ráða nú ekki neitt við neitt." Meginvandi fatlaðra - Að loknum þessum yflrlestri var auövitað ekki um annað að gera en setjast niöur og minna enn og aftur á einn meginvanda fatiaðra, og þá e.t.v. í nokkuö öðru sam- hengi en síðast. Þá var ég að minna á að eftir væri hlutur opinberra aðila varð- andi sérstaka aðstoð til húsnæðis- mála fatlaðra sem viö örorkubætur eða lítið annað búa. Ég var að reyna að brýna ráða- menn til dáða, benti á fordæmi al- mennings sem leggur til lottóféð kærkomna, sem margra vanda leysir en langt í frá aUra - óralangt í raun. Ég minnti þá á það að þrátt fyrir lottóféð, sem nýtt er til hins ýtrasta á hagkvæmasta hátt, þá lengdist biðhstinn hjá Öryrkja- Kjallariim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ bandalaginu án afláts. Svo mikU er ásóknin í raun og réttmæt og eðlileg um leið þegar þess er gætt hvaða möguleika hinir fotluðu hafa í dag til húsnæðis- kaupa eða -leigu. Neyðartilvikin, sem neita verður, eru ótrúlega mörg og þau endur- spegla óviðunandi ástand sem ekki er unnt upp á að horfa og hafast ekki að. Nú kunna ýmsir að hugsa og segja hið sama og ég hefi oft heyrt: Er þetta ekki bara af því aö þetta fólk vill ekki bjarga sér? Vill þetta fólk ekki bara fara yfir í Félags- málastofnun eða Öryrkjabandalag- ið sitt og láta aðra um lausn vand- ans? Þetta heyrist ansi oft, og auð- vitað er svo um fatlaða sem aðra að einhverjir eru þar til sem auð- veldustu leiðina vilja velja sér. En yfirgnæfandi eru hinir fötluðu ekki þannig hugsandi. Langflestir vUja í raun reyna aUt annað áður en beðið er um sérstaka aðstoð. En eðlUega gerir fólk allt sem unnt er til að komast í sem öruggast skjól, eiga vísan samastað, sem ekki er ofviða þeim sem hafa svo takmark- aðar tekjur. Húsnæðisvandi Húsnæöið er oft grunnur að öllu öðru, ekki síður hjá fötluðum en öðrum. Raunar ætti að vera óþarft að endurtaka og ítreka hluti eins og þessa, svo auöskildir sem þeir eru í einfaldleik sínum - en einfalt dæmi er það ekki sem snýr að þeim fjárupphæðum sem allt snýst um - tekjunum annars vegar, útgjöldun- um hins vegar. Og skal nú reynt að gera langa sögu stutta. Húsnæðisvandinn gnæfir nefni- lega fyrir augum þessa fólks sem foldgnátt fjall eða með öhu ókleift bjarg og við nánari athugun eitt- hvað sem engan veg er unnt að ráöa við, húsnæði því til handa er eitthvað óraunverulegt, eitthvað sem glampar á og glitrar í órafirrð, eins konar hilhngar í eyðimörk. Og samfélagið er skylt að sjá svo til að eyðimerkurgöngu öryrkja hnni sem allra fyrst. Að eðlilegur biðlisti hjá - Öryrkjabandalaginu með úrla’usn á næstu mánuðum verði virkileiki. Eða hvernig ímyndar fólk sér að fatlaðir með tekjur innan við 40 þúsund, aht niður undir 30 þúsund á mánuði og enga möguleika til tekjuaukningar, því vhjann-vantar ekki, geti með nokkru móti ráðiö við húsnæðiskaup? Mismunurinn á útgjöldum og auraráðum er einfaldlega alltof mikill. Hagstæðasti kosturinn th þessa, í félagslega kerfinu, kallar m.a.s. á útborgun sem getur numið meira en árstekjum - og lán borgast ekki upp af sjáfu sér. Mismunur útborgunar á árinu og húsnæöisláns af íbúð á almennum markaði nemur tvennum th þrenn- um árstekjum þessa fólks og þá á eftir að fæða sig og klæða m.a. og síðan að standa í skhum með lánið og eftirstöðvarnar. Dæmið er einfaidlega óralangt frá því að geta gengið upp. Enda stendur maður ráðþrota og svarvana þegar fatlaðir í hús- næðisleit koma og krefja svara og spnngjarnra úrlausna. Meginmálið er að samfélagið kemur ekki svo tiLmóts við þá fötl- uðu sem vera ætti, samfélagið legg- ur ekki á móti „lottófénu“ heldur lætur það duga og því hrannast neyðarbeiðnir upp á borði Öryrkja- bandalagsins. Nú á þetta engum á óvart að koma því ekki þarf lengra að leita en til meðalfjölskyldu á lágum launatöxtum, sem þrátt fyrir óþrot- legt erfiði og aukavinnustundir ræður engan veginn við það að eignast þak yfir höfuöið. En því þá ekki að leigja? er lausn- arorðið hjá þeim sem ekki virðast vita af þeim miskunnarlausa markaði, þeim ómennsku lögmál- um sem þar ghda. Leigugjaldiö nemur oftast bróð- urparti teknanna og í upphafi - til að komast inn þarf fyrirfram- greiðslu - upphæð svimhærri en svo að fatlaðir fái þar við ráðið. Og er nema von að þá sé spurt eins og konan gerði hér hjá mér í gær: „Nú, er þá nokkuð annað eftir en að segja sig til sveitar í þeirra orða þrengstu og miskunnarlaus- ustu merkingu?" Ja, hvað segja þeir sem öllu eiga að ráða en ráða víst ekki við neitt af því að okur- vaxtaæði er runniö á menn og frjálshyggjuvíma einkagróðans heldur forystumönnum föngnum. En máske að „Eyjólfur hressist" svo að samfélagsskyldu verði sinnt. Ég hefi a.m.k. hamrað á þessu, en hvort ég hefi kaldhamraö máhð heitt verður reynslan að leiða í ljós. Helgi Seljan „Húsnæðið er oft grunnur að öllu öðru, ekki síður hjá fötluðum en öðrum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.