Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
15
Af sport-rembu
DV__________________________________________ íþróttapistil
Fatlaðir í
lífshættu
í íþróttapistlum minum hof óg gjaman grannt með framvindu varpsstööinniumíjáronunfatlaöra
oft tekiö fyrir eitt ákveöiö mál sem mála á sjónvarpsstöövunum tveim- iþróttamanna. Þar var rætt viö Sig
„heitrhefurveriöáhverjumtíma. ur. Heldur þykir mér vera fariö aö nrgeir Þorgrimsson. formann
Aö þessu sinni mun ég koma viöa halla á Sjónvarpiö i hinni miklu íþróttafélags fatlaöra i Reykjavik.
viö. samkeppni stöövanna á iþrótta- á bökkum eins mesta jökulfljóts
sviöinu. Og greinilegt er aö Bjami landsins. Fatlaöir íþróttamenn
Körfuknattleikur Felixson ræöur ekki lengur ríkjum vom aö sigla niöur Hvitá á gúmmi
011 úrvalsdeildarliöin í körfuknatt- á íþróttadeild Sjónvarpsins. Þeir bátum og lögöu við þaö lif sitt i
leik hafa nú ráöiö sér þjálfara fyrir em ótrúlega margir sem sakna haettu. Tilgangurinn með þcssu
komandi keppnistímabil sem mun Bjama sem unniö hefur meira starf uppátæki var aö afla fjár til bygg
heflast i lok næsta mánaöar meö tengt iþróttum innan stofnunar ingar iþróttahúss fyrir fatlaöa
Reykjavikurmóti. Mönnum ber innar en nokkur annar. Þaö kom iþróttamenn. Þegar viðtaliö var
„I þessari grein fellír Stefán þann salómonsdóm að fullsannað sé nú
að konur eigi ekkert erindi inn á íþróttadeildir þeirra sjónvarpsstöðva
sem reknar eru hér á landi,“ segir i greininni.
Fyrir áttatíu árum íjallaöi Bríet
Bjarnhéðinsdóttir í bæjarstjórn
Reykjavíkur um misrétti sem hún
taldi konur beittar hvað varðaði
íþróttir. í ræðu sinni, sem jafn-
framt var fyrsta ræða konu í bæjar-
stjórn á íslandi, fórust Bríeti svo
' orð:
„Eins og bæjarfulltrúum er
kunnugt um, eru veittar 450 krónur
til þess að kenna piltum sund í
sundlauginni. Það er sanngirnis-
mál, að stúlkur eigi einnig kost á
að læra sund og því fer ég fram á,
< að bæjarstjórn samþykki að veita
150 krónur úr bæjarsjóði til þessar-
ar kennslu." Tillaga Bríetar fékk
misjafnar undirtektir og einn and-
mælenda hennar sagði m.a.: „Vel
byijar það. Var svo sem við öðru
að búast? Ég tel hyggilegast aö
stemma á að ósi strax. Hér á ekki
að líðast heimtufrekja. Ég er fyrir
mína parta alveg mótfallinn bón
konunnar og ég vænti þess, að svo
séu allir.“ Fór þó svo að lokum að
tillaga Bríetar um sundstyrk handa
stúlkum líkt og piltum var sam-
þykkt.
Þegar ég las grein Stefáns Kristj-
ánssonar um íþróttir í Dagblað-
inu-Vísi fyrir nokkrum dögum þá
rifjaðist þessi barátta Bríetar upp
fyrir mér. í þessari grein felhr Stef-
án þann salómonsdóm að fullsann-
að sé nú að konur eigi ekkert er-
indi inn á íþróttadeildir þeirra
sjónvarpsstöðva sem reknar eru
hér á landi. Hann gerir grein fyrir
því í skrifum sínum að tvær konur
hafl reynt að hasla sér völl á
íþróttafréttadeildum sjónvarps-
Kjallarinn
Sigrún Stefánsdóttir
íþróttakennari og doktor i
fjölmiölafræði
stöðvanna. Frammistaða þeirra
hafi verið slík að mál sé að linni.
í augum Stefáns eru íþróttafrétt-
ir, og væntanlega þá um leið íþrótt-
irnar sjálfar, greinilega heimur
karla og þangað eiga konur ekki
erindi. Ef til vill er Stefáni vor-
kunn, því hvað á aumingja maður-
inn að halda eftir að hafa drukkið
í sig fréttir af íþróttaviðburðum
þessa lands af síðum dagblaðanna
árum saman. Af þeim mætti ætla
aö flestar ef ekki allar konur þessa
lands ættu við einhvers konar lík-
amlega fötlun að stríöa sem kæmi
í veg fyrir aö þær gætu látið að sér
kveða á íþróttamótum og að mál-
helti einhvers konar kæmi í veg
fyrir að þær segðu nokkuö um
íþróttir.
Fréttaflutningur, hvort sem um
er að ræða í sjónvarpi, útvarpi eöa
prentmiðli, krefst þjálfunar. Það
gildir bæði um karla og konur. Ég
hef fylgst með fjölmiðlafólki í mörg
ár og fæst af því he? ég séð spretta
fullskapað út úr höfði Seifs.
íþróttafréttamenn .fylgja sama
lögmáli. Mér þótti dómur Stefáns
yfir þeim hugdjörfu konum sem
leggja inn á þetta „einkasvið okkar
strákanna" þvi bæði harður og
ósanngjarn. Eina huggunin er sú
að Stefán virðist telja að konur í
íþróttafréttum séu svo langt á und-
an íþróttafréttamönnum af karl-
kyni að þær hljóti að fæðast með
fullþróaða sjónvarpsframkonu og
alhliða reynslu. Óneitanlega væri
það tilhlökkunarefni að geta átt
von á að sjá Stefán geysa fram á
sjónvarpsvöllinn og bjarga þannig
íþróttadeild RÚV frá þeim bráða
bana sem hann spáir henni á næst-
unni með sjónvarpsframkomuna
eina að vopni.
Flosi Ólafsson skrifaði nýverið
um rembu, og þá sérstaklega Osló-
rembu. Hann segir orörétt: „Sjald-
an hefur íslenska þjóðin verið jafn-
undirlögð af rembu. eins og uppá
síðkastið. Það hálfa væri nóg.“
Hann talar um karl-rembur og
kven-rembur (það eru víst konurn-
ar sem fóru til Oslóar). Eftir að
hafa lesið grein Stefáns legg ég til
að sport-rembum verði bætt á
þennan rembings-lista Flosa og að
Stefán verði heiðraður sem yfir-
sport-remba.
„Vel byrjar það. Var svo sem við
öðru að búast? Ég tel hyggilegast
að stemma á að ósi strax." Þetta
voru orð andstæðings Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur fyrir rúmum
áttatíu árum eins og áður segir.
Nú þykir það jafnsjálfsagt að stúlk-
ur láeri að synda og drengir. Ég
vona sannarlega að ekki þurfi átta-
tíu ár til þess að sannfæra þessa
þjóð, bæöi karla og konur, um að
kvenfólk sé jafnhæft til að annast
íþróttafréttaflutning og karlar, en
óneitanlega setur að manni ugg
þegar greinar eins og sú sem Stefán
Kristjánsson íþróttafréttamaður
skrifaði sjást á prenti.
Sigrún Stefánsdóttir.
„I augum Stefáns eru íþróttafréttir, og
væntanlega þá um leið íþróttirnar sjálf-
ar, greinilega heimur karla og þangað
eiga konur ekki erindi.“
Orlofshús, hvert og eitt, eru til
þess að gera lítil aukning á mann-
vist miðað við fasta búsetu tuga
starfsfólks Kísiliðju og Kröflu, að
frátalinni hinni aldagömlu bænda-
byggð. Sömuleiðis eru hótel lítil
viðbót hvert og eitt. Sumarbústaðir
við Mývatn eru hins vegar gersam-
lega óþörf viðbót Við þegar allt of
mikla mannvist, og við skulum
minnast þess aö margt smátt gerir
eitt stórt.
Tímamót í ferðamennsku
íslendingar eru staddir á tíma-
mótum hvað varðar ferðamennsku
. í landinu. Mér skilst að flytja þurfi
gistingu út úr friðlandi aö Fjalla-
baki (Landmannalaugum) og Þing-
vallaþjóðgarði. Mér skilst jafnvel
að einhverjar áætlanir séu til hvað
það varðar. En hvað um Mývatns-
sveit? Gildir ekki nákvæmlega hiö
sama?
Fámenn og raunar minnkandi
bændabyggð gæti samræmst
markmiðum friðlýsingar en umsvif
Kísiliðju og átroðningur ferða-
manna, þ.e. meiri mannvist, stofna
lifríkinu og markmiðum friðlýsing-
ar í umtalsverða hættu.
Sumarbústaöir Raflðnaðarsam-
bandsins eru aðeins áminning til
sveitarstjórnar Skútustaðahrepps
og Náttúruverndarráðs að þessir
aðilar mega ekki sofa á verðinum
og að heildarstefnu vantar!
Ingólfur Á. Jóhannesson
„Sumarbústaðir við Mývatn eru hins
vegar gersamlega óþörf viðbót við þeg-
ar allt of mikla mannvist,... “
Sumarbústaðir bakdyramegin
Heildarstefnan
Vitaskuld eru sumarbústaðir að-
eins örlítill angi af stóru máli, þ.e.
hvert skal stefnt um framkvæmd
friðlýsingarlaga þeirra frá 1974 er
taka til Mývatns/Laxársvæðisins.
Hið sama má segja um öll mál sem
koma upp hér. Þau eru angi af
heildarstefnu sem vantar tilfinnan-
lega.
Sumarbústaðir kalla á aukná
mannvist, á slíku er varla vafi.
Sumarbústöðum, sem staðsettir
eru í sveitinni, fylgir meiri úrgang-
ur og meiri umsvif á friðlýstu
svæðinu heldur en ef þeir væru
staðsettir í nágrannasveitum sem
liggja utan hins friðlýsta svæðis. „Sumarbústaðir kalla á aukná mannvist, á slíku er varla vafi,“ segir greinarhöfundur m.a.
Eru sumarbústaðir ekki bannaöir
í Mývatnssveit? Þarf ekki leyfi til
að byggja sumarbústaði og orlofs-
hús hvar sem er á landinu?
Löngu er kunn sú „bakdyraleið“
að bóndi byggi fyrir skyldulið sitt
og er sú leið oft þýðingarmikil af
tilfinningaástæðum. Svo virðist
sem nú hafl snjallir menn fundið
aðra bakdyraleið. Sú leið er að
kaupa íbúðir sem til sölu eru af
ýmsum ástæðum. Mikið er um slíkt
á Akureyri og þegar Landsvirkj-
un/Kröfluvirkjun byggði starfs-
mannaíbúðir í Mývatnssveit fyrir
u.þ.b. tíu árum voru byggðar fleiri
íbúðir en þörf reyndist fyrir.
Nýlega keypti Raflðnaðarsam-
bandið íbúðarhús við Helluhraun,
götu í Reykjahlíðarþorpi, og breytti
í tvær orlofsíbúðir. Einstaklingar
gátu ekki keppt viö stéttarfélág og
keypt húsið. Ekkert ólöglegt, allt
slétt og fellt, geri ég ráð fyrir, bara
ekki í anda þess að hver sem er
geti keypt lóð og byggt sumarbú-
stað á friðlýstu svæði.
Kjallarmn
Ingólfur A. Jóhannesson
landvörður i Mývatnssvelt