Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988. Spumingin Fylgistu með Flugleiðamótinu? Halldór Gylfason: Já, ég býst við að Sovétmenn sigri örugglega. Vilhjálmur Árnason: Já, ég fer á ann- an hvern leik. Ég vona að ísland vinni mótið en Rússar eru líklegastir. Helgi Jónsson: Jájá. Ég hef séð leik- ina sem ísland hefur leikið en ég á von á því að Rússar standi uppi sem sigurvegarar. Þorsteinn Halldórsson: Flugleiða- hvað... ? ég veit ekki hvað þú ert að tala um Svanhvít Valgeirsdóttir: Nei, ég hef ekki haft tíma til þess. Lesendur Innlenda dagskrárgerðin til háborinnar skammar G. hringdi: Alveg er það með eindæmum hve innlend dagskrá er léleg hjá sjón- varpsstöðvunum tveimur. Dag- skránni hefur hrakað stöðugt og í sumar hefur dagskráin verið til há- borinnar skammar. Það er alltaf verið að tala um að vanda þurfi til innlendrar dagskrár- gerðar og um leiö huga að verndun menningar okkar og tungu. En þetta eru bara orðin tóm. Því raunin er allt önnur. Mér finnst ekki hægt að afsaka dagskrána með því að nú sé sumar- dagskrá í gangi og von sé á betri tíð hvað þetta varðar. Stefnan virðist vera sú að leysa þetta efni af hendi á sem ódýrastan máta og verða gæð- in Uka eftir því. Þriðja flokks spumingaþættir og eitt einkaviðtal við mann í hverri viku er íslenska efniö sem boðið er upp á fyrir utan almenna frétta- þætti. Það er vart mögulegt að skort- ur á spennandi viðfangsefnum sé það mikill að ekki sé hægt að búa til góða þætti sem gaman er að fylgjast með. Það er sorglegt að horfa upp á hvert stefnir. Þyrfti ékki ríkið að taka þarna inn í með einhverjum þætti? Setja einhver lög um hvemig standa skuli að innlendri dagskrárgerð. Mér finnst alveg óskiljanlegt hve metnað- ur virðist lítill og á lágu plani. Það þarf ekkert að vera dýrara að fram- leiða þætti sem skilja ögn meira eftir sig en raun ber vitni eða þætti þar sem stjórnendurnir tala almennilegt mál. Furðuleg skemmtístaðamenning Hanna skrifar: Ég fór á ball á laugardagskvöldið sera er nú ekki í frásögur færandi í sjálfu sér. Skemmtistaðurinn Casablanca við Skúlagötu varð fyr- ir valinu í þetta sinn en þegar ég og vinkonur mínar mættum á stað- inn var korain þessi gríðarianga röð þar fyrir utan. Við fómm auð- vitað í röðina og biðum heillengi. Allt í einu kom einn dyravörður staðarins út og byrjaði aö velja úr röðixmi fóik sem mátti koma inn. Hann gekk meðfram langri röðinni og „týndi“ úr fólk og sagði því að það mætti koma fram fyrir röðina Lesanda var hetdur brugðið i biðröð fyrir utan skemmtistaðinn Casablan- ca á dögunum þegar dyravörður staðarfns tók upp á því að vetja fótk úr biðröðinni inn á staðinn. Hér sést skemmtistaðurinn sem þama heit- ir að vtsu ööru nafni. og beint inn. Ég var nú ein þeirra sem var valin úr hópnum en þar sera vin- konur mínar voru ekki svo „heppnar“ hvarflaði ekki að mér að fara á undan þeim inn. Og hvort sem þær hefðu veriö með eða ekki. finnst þetta alveg fáranlegt og ekki eftir hverju hann hefur farið viö vahð. Hvernig dettur mönnum þetta í hug? Þetta hlýtur að vera vísasta leiö til að skapa óvinsældir og veit ég að fólkið í röðinni var yfir sig hneykslað. Furðuleg skemmti- staðaraenning þetta. S.Þ. finnst skrítið aö settur hafi verið niður staur svo til á miðri götunni á Grandagarðinum. Undarlegt háttalag S.Þ. hringdi: Oft hef ég nú séð vitlausar fram- kvæmdir hjá Reykjavíkurborg eða ríkinu, en það sem ég sá til þeirra nú fyrir helgina slær allt út. Svoleið- is er að þegar ég átti leið um Granda rétt hjá Kaffivagninum sé ég menn í óða önn að setja niöur ljósastaur á miðri götunni að kalla. Ég spurði hverju þetta sætti, hvers vegna í ósköpunum væri verið að setja niður staur þarna, og þá var mér sagt að þeir hefðu ekki hugmynd um hvers vegna þetta væri svo, en samkvæmt teikningu verkfræðings ætti staurinn að vera þarna og þeir væru aðeins að fylgja fyrirmælum. Það hlýtur að vera allískyggileg slysahætta af þessum staur þarna, og varla er svo mikil þorf á aukinni lýsingu þama að setja þurfi staur niður á miðri götunni. Lélegar myndir frá ísafirði í SJónvarpinu ísfirðingur í Reykjavík hringdi: Mér finnst hvimleitt að sjá aftur og aftur í Sjónvarpinu þessar illa te- knu myndir frá ísafirði. Það er eins og sá sem tekur þessar myndir þaðan kunni alls ekki á sjónvarpsmynda- vélina því myndimar em oft alls ekki í fókus og illa teknar að öðru leyti. Hvernig stendur á þessu? Sjónvarpið ætti að sjá sóma sinn í því að notast við almennilegar mynd- ir frá þessum kaupstað sem og ann- ars staðar frá. Nábúi Tjamarinnar af þeim mikil. Ég vakna upp á Ég vil bara segja það eitt að þess- nætumar þegar þeir era að gorta irveiðikarlar,semeruaðtínaorma yfir að hafa náð þeim feitum og allar nætur, verða að kunna sér láta þeir oít á tíðum eins og smá- hóf. Það er alveg ófært að þeir séu böm. Mér finnst þaö óhæft aö full- aö ráðast inn í garöa manns um orðiö fólk sé aö ráðast með þvílík- miðjar nætur til aö veröa sér úti um hætti inn á einkaeign manna um litlu krílin. og þaö um miðjar nætur þegar í nágrenni mínu er stór almenn- flestir vilja hvflast. ingsgarður þar sem þeir koma Hafið það í huga, veiðimenn, aö gjaman saman aö næturlagi en í láta ykkur almenningsgaröana hita leiksins verður oft spennandi duga, vaðiö í þaö minnsta ekki inn aö læöast í nærliggjandi garða. Þar í annarra manna garða. sem ég bý á jarðhæö eru óþægmdin Ormatínslumenn verða að kunna sér hóf. Hringið í síma milli kl. 13 og 15 eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.