Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
17
Lesendur
Alltaf er gott að hressa sig á ís. Lesanda i efri þyngdarflokki er mikið gleði-
efni að nú skuli fást hér jógúrtis sem er langtum kaloriusnauðari en sá sem
fyrir fékkst. Þessi snáði hefur nú örugglega ekki miklar áhyggjur ef ein-
hverjum kílóum til eða frá.
Fagna jógúrtísnum
Elli hringdi: ,
Það er gleðiefni að jógúrtís skuli
vera kominn á markað hérlendis.
Reyndar er dálítið skrýtið að hann
skuli ekki hafa fengist hér fyrr, en
betra er seint en aldrei.
Ég hef bragðað jógúrtís erlendis og
finnst mér þessi nýi íslenski jógúrtís
enn bragðbetri og ferskari en sá út-
lendi. Þetta er sérstaklega gleðilegt
fyrir okkur sælkerana, sem teljumst
vera í efri þyngdarflokki, því jógúrt-
ísinn er vissulega mikið léttari og
kaloríusnauðari en ijóma- eða
mjólkurísinn.
Það eina sem skyggir á er hve dýr
hann er, en samt held ég að ég láti
það eftir mér að kaupa jógúrtísinn,
þá minnugur þess hversu mikið holl-
ari hann er en sá ódýrari. Svo mætti
hann fást á fleiri stöðum.
Ráðheiramir í
launalaust frí
Gunnar hringdi:
Nú þegar Þorsteinn Pálsson hefur
skipað sérstaka efnahagsnefnd til að
vinna' að tillögum gegn fjárhags-
vandanum ætti hann að huga að
fleiru.
Hann ætti að gefa gamla ráðherra-
genginu launalaust frí í nokkra mán-
uði og leyfa þessari nýju ríkisstjóm
að starfa af krafti áfram. Þannig tæk-
ist honum að spara margar milljónir
á nokkrum mánuðum sem hlýtur að
vera vel þegið mitt í kreppunni.
Mér sýnist sem ráðherrarnir séu
bara einhverjar skrautfjaðrir og svo
em bara ráðnir nýir menn til að
leysa þeirra starf. Þetta er allt of
dýrt fyrir þjóðina. Mér líst ákaflega
vel á þessa nefnd Þorsteins en hann
má ekki gleyma að taka hina ráð-
herrana út af launaskrá þegar aðrir
em að vinna verkin þeirra.
Ferðalög Steingnms
Árni hringdi:
Mig langar bara til að biðja Jón
Baldvin, hæstvirtan fiármálaráð-
herra, um að upplýsamig og þjóðina
um það hve Steingrímur Hermanns-
son utanríkisráðherra er búinn að
fara margar utanlandsferðir frá því
hann tók við þessu ráðherraembætti
sínu. Þaö væri lika gott ef hann birti
hsta yfir ferðir hans sem forsætisráð-
herra.
Reyndar væri vel þess virði að upp-
lýsa okkur um ferðir annarra ráð-
herra til útlanda. Þessir menn þykj-
ast vera einhveijar fyrirmyndir ann-
arra en komast upp með alls kyns
bmðl og flæking út um allar trissur.
Þeir era allra manna verstir í
eyöslu og allt á kostnað skattborgar-
anna. Svo segja þeir okkur láglaun-
aða fólkinu að spara og spara, sem
við komust og auðvitað ekki hjá.
Með vinsemd.
Umtalaðasti megrunarkúrinn
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Heiðar Jónsson snyrtir: Þetta er sá alsniðugasti og
áhrifaríkasti megrunarkúr sem ég hef kynnst.
Máttuz Grape Fruit ávaxtarina í
megrunarkúrum.
Megrunareigmleikar U.S. Grape
Slim taflnarma eru fyrst og fremst
vegna tilverknaðar trefja grape
ávaxtarins, sem gefur velliðan og
flýtir þar fyrir utan fyrir melting-
unni. Það er styttir þann.tíma sem
maturinn dvelur í þörmunum, áður
en líkaminn skilar honum frá sér.
Virkni eykst samtímis vegna inni-
halds taflnanna af kelp (Kyrrahafs-
þara), lecitini, eplavínsediki og
þeirra vltamina sem eru í töflunum.
Hvað er kelp?
Það kelp sem notað er hér er hinn
stóri brúni hafþörungur (phaeop-
hyta), sem er ræktaður í Kyrrahafinu
úti fyrir strönd Kalifomiu. Kelp inni-
heldur ógrynni af steinefnum og
snefilefnum. Asiu-megin Kyrrahafs-
ins er kelp í dag nauðsynleg fæðu-
uppbót fyrir Japani og Kóreubúa
eftir að þeir fóru í miklum mæli að
borða hýðislaus hrisgrjón. Kelp
vegur upp á móti næringartapi þvi
sem hefst af brotmámi hýðisins. Hinn
heimsþekkti svissneski náttúru-
læknir og næringarsérfræðingur,
Dr. A. Vogel, segir í bók sinni, „Der
kleine Doktor", að kelp jafni likams-
þyngdina.
Hvað er leeitin?
Lecitin verður til í sojabaunum svo
og í lifur mannsins. Lecitin finnst í
miklum mæli hjá mönnum, m.a. i
taugavefjum, og 40% af heilanum
samanstanda af lecitini. Hið „góða
kólesteról", HDL-kólesterólið, er
lecitin. Það vinnur á móti kransæða-
stiflu. Lecitin er fosfatiö sem virkar
sem venjulegt byggingarefiú í
frumuhimnum og hvatberum. Þetta
síðasttalda telur hinn þekkti finnski
fjör- og stéinefnavisindamaður,
Matti Tolonen dósent, vera „miniat-
ur karftaverk" í frumunum. Þau
breyta næringarefnum í vatn, kol-
sýru og orku. Lecitin er hluti af vam-
arkerfi líkamans, þar sem það hem-
ur eitraðar sýrur sem safnast saman
í lflcamanum og geta brotið niður
frumumar. Lecitin örvar niðurbrot
fitunnar i líkamanum og losar á þann
hátt líkamann við ónauðsynlega fitu.
Þessa sömu virkni hafa E-vítamín og
B-6 vitamin.
Hvað gerir eplaedikið hér?
Það er vatnslosandi, en einnig er
það nauðsynlegur efnaskiptahvati.
Hvemig vinna ÖU þessi efni sam-
an í V.S. Grape Slim?
Öll þessi efni í U.S. Grape Slim vinna
saman með tilliti til þess að jafna lik-
amsþyngd sem næst kjörþyngd og
gefa meiri velliðan sem hlýst óhjá-
kvæmilega af eðlilegra ástandi
meltingarfæranna og Ukamans.
Hver er árangurinn?
Notkun U.S. Grape Slim eins út af
fyrir sig getur losað um 1,S til 2 kg
á viku hjá fólki með þyngdarvanda-
mál, þó breytilegt eftir einstakling-
um. Með notkun leiðbeinandi mat-
seðilsins, sem fylgir hverri dós af
U.S. Grape Slim, eöa uppskriftum
úr Scarsdale-kúrnum eða álika er
möguleiki á að auka þyngdartapið
um helming eða jafnvel rúmlega
það, 3-S kg fyrstu vikuna. Til eru
viðskiptavinir okkar sem hafa
grennst um eða yfir 10 kg fyrstu 2
vikumar, án þess að hafa farið i
svelti eða fundið fyrir tilfinnanlegum
óþægindum. Þess ber þó að geta
að þessar manneskjur þurftu á
þessu þyngdartapi að halda sér að
skaðlausu.
Hver er eftirleikurinn?
Þegar kjörþyngd er náð þá borgar
sig ekki að halda hátið og útbúa
veisluborð með öllu þvi forboðna
sem áður mátti ekki neyta. Kjör-
þyngdin er nú orðin viðkvæmt fjör-
egg, sem þarf að venja likamann
við, og venja sjálfan sjg á næringar-
og fjörefnaríkt fæðuval og minnka
U.S. Grape Slim frá 2 töflum fyrir
hverja máltið niður í 1 töflu fyrir
hverja máltið, þar til að skammtur-
inn er orðinn 1 tafla aðeins fyrir
kvöldmat eða morgunmat og hætta
svo.
Nú ert þú ein(n) um framhaldið.
Ef út af ber og þú byrjar að aftur
að þyngjast, skalt þú ekki örvænta,
því þú getur byrjað aftur að auka
U.S. Grape Slim skammtinn þér að
skaðlausu, því U.S. Grape Slim er
ekki lyf, heldur fæða og fjörefni og
alls ekki vanabindandi.
Notkunarraglur.
Nákvæmar leiðbeiningar fylgja
hverri dós, ásamt leiðbeinandi mat-
aruppskriftum. Munið að matarupp-
skriftimar eru aðeins leiðbeinandi,
og ef breytt er út af, skal reynt að
hafa það sem í staðinn kemur eins
líkt og hægt er. Þessi kúr er engan
veginn heflagur og hægt er að nota
hann mjög auðveldlega, hver á sinn
hátt, með heilbrigðri skynsemi. 2
töflur (3 fyrir magastóra) tyggist vel
áður en þeim er kyngt, um 30 minút-
um fyrir máltið. Vatn eðá hreínan
ávaxtasafa má að skaðlausu drekka
á eftir.
á
tvn>
Tilbúinn barnamatur fæst í
flestum verslunum og þykir
mörgum hann þægilegur í
meðförum. Hann er hins veg-
ar ærið misdýr ef marka má
niðurstöður úr verðkönnun
sem birt verður í Lífsstíl á
morgun. Þar kemur fram mjög
mishátt verð á þessum afurð-
um.
Barnamatur í brennidepli í
Lífsstíl DV á morgun.
Skólatöskuúrvalið í bókabúðum bæjarins er
þegar orðið geysimikið enda ekki nema fáeinir
dagar þartil skólarnir byrja. Viðskoðun kom í
Ijós að úrvalið er geysilegt. Allar gerðir og stærð-
ir eru til. Einnig er verð mjög mismunandi.
Þrír krakkar á mismunandi aldri, sem allir fara
í skóla í haust, fóru á stúfana í fylgd blaða-
manns. Komið var við í nokkrum bókabúðum
og kannað hvað félli hverju þeirra. Við þá athug-
un kom margt fróðlegt í Ijós sem fjallað verður
ítarlegar um í Lífsstíl DV á morgun.