Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Qupperneq 28
'3
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Fréttir
Varahlutir
Þessi bátur er til sölu, smíðaár ’64, 2 'A
tonn, báturinn er mikið endurnýjaður,
vél Volvo Penta, 18 hest., árg. ’81, CB
stöð, dýptarmælir, kompás, netaspil,
rafmagnsdæla. Verð ca 500 þús., til
greina kemur að taka bíl eða mótor-
hjól upp í hluta kaupverðs. Uppl. í
síma 91-52102, 651234 og 651235.
U.S.A. 4x4 Fyrirhuguð er ferð á jeppa-
mót í Bandaríkjunum þar sem verða
60 „Big Footar“ og 1000 jeppar. Þeir
sem eru búnir að skrá sig og aðrir sem
áhuga hafa vinsaml. hafi samband íyr-
ir fimmtud. 25/8 við Guðbjörn eða
Ragnar í síma 15230 og staðfestið.
Ath. farið verður 25/9 og komið 9/10.
„Huginn 650“ 3,5 tonna fiskibátar.
Getum aíhent 3 plastklára báta í sept-
ember á kr. 470 þús., með 20 ha. vél
og gír á kr. 610 þús. Mjög góð greiðslu-
kjör. Smábátasmiðjan, Eldshöfða 17,
s. 674067.
v ■ Bílar til sölu
Nl. Benz 190 ’88, v. 1.250 þús., BMW
528i ’80, v. 490 þús., Cadillac Fleet-
wood ’84, v. 1.200 þús., Lada 1500 ’87,
v. 240 þús., Toyota Corolla 1600 ’84,
v. 350 þús., Plymouth Reliant ’83, v.
350 þús., Toyota Cressida ’82, v. 300
þús. Bílasalan Hlíð, Borgartúni 25,
sími 91-17770 og 91-29977.
Toyota Landcruiser dísil árg. ’88, blár,
rafmagn í rúðum, læst drif o.fl., einnig
Nissan Patrol dísil High-Roof árg. ’87.
Uppl. hjá Bílasölunni Start í s. 687848.
Einn sá tallegasti! Toyota Landcruiser
’76, vél 307, veltigrind, spil, 36" Radial
Mudder, útvarp/segulband með 4 há-
tölurum, nýlegt iakk, ekinn aðeins
55.000 mílur. Uppl. í síma 96-71873.
Nissan Bluebird 2.0 dísil ’85,station,
góður fjölskyldubíll, öryggisbelti fyrir
alla, verð kr. 400.000, 350.000 stað-
greitt. Skipti á ódýrari athugandi.
Einnig Chvrolet Luv pickup ’79, inn-
fluttur 8T, upphækkaður, á cromefelg-
um, ný dekk, gott lakk, þarfnast lag-
færingar á vél. Mjög góð kjör. Uppl.
í síma 92-46534.
Mercedes Benz 190E, árg. ’85, ekinn
85.000 km, einn með öllu, svo sem sjálf-
skiptingu, sóllúgu, centrallæsingum,
höfuðpúðar frammí/afturí, bráðfall-
egur bíll. Uppl. í síma 93-70063.
Pontiac Trans Am, árg. 1984, til sölu,
8. cyl., sjálfskiptur, með rafmagni í
rúðum, útvarp + segulband, mjög
góður bíll. Til sýnis og sölu á Bílasöl-
unni Bílatorg.
Daihatsu 1000 Cab ’86 til sölu, öndveg-
is eintak, ekinn 32 þús. km. Uppl. í
' síma 15014 og 17171 á Aðalbílasölunni
(Haukur). Greiðslukjör samkomulag.
Toyota Hilux ’81, ekinn 150.000 km,
nýjar Rancho fjaðrir + demparar, ný
33" dekk + felgur, verð 560.000, skipti
á ódýrari fólksbíl. Uppl. í síma 46772
e. kl. 19.
Opel Senator 3,0 E ’84 til sölu, ekinn
aðeins 82 þús. km, lipur og kraftmik-
ill gæsivagn, hlaðinn aukabúnaði.
Uppl. í síma 91-21198 e.kl. 19.
Saab 900 turbo 1982, rafm. í rúðum,
vökvastýri, 5 gíra, sóllúga, útv./seg-
ulb., mjög gott eintak, skipti hugsan-
leg, verð kr. 520 þús., gangverð kr. 550
þús. Uppl. í síma 91-680630 eða 71714.
Escort RS turbo árg. ’85 til sölu. Einn
með öllu og sá eini á landinu með
eldra útlitinu. Uppl. í síma 92-11395.
Minnum
hvert annað á -
Spennum beltin!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Station bill tii söiu, Toyota árgerð 1972,
skoðaður ’88, verð 45 þús. staðgreitt.
Uppl. í síma 91-73879.
Bronco II ’86 til sölu, einn með öllu.
Uppl. í síma 92-68341 eða 92-68091.
Ford Escort XR3i ’85, ekin 72 þús. km,
grár með topplúgu, til sölu. Allar nán-
ari uppl. hjá Bílasölunni Braut, símar
681502 og 681510.
Ymislegt
'omeo
FORÐUMST EYÐN! CG
HÆTTULEG KYNN!
Landsbyggðarfólk. Lítið inn á leið ykk-
ar ti! Rvíkur. Notið laugard. Yfir 100
mism. teg. hjálpartækja f/konur, auk
margs annars spennandi, mikið úrval
af geysivinsælum tækjum f/herra.
Verið ófeimin að koma á staðinn. Sjón
er sögu ríkari. Opið 10-18 mán.-
föstud., 10-16 laugard. Erum í húsi
nr. 3 við Hallærisplan, 3. hæð, s. 14448.
Ung, djörf og sexí. Frábært úrval af
hátískunærfatnaði á dömur sem vilja
líta vel út og koma á óvart, kjörið til
gjafa. Frábært úrval af rómantískum
dressum undir brúðarkjóla, sem koma
á óvart á brúðkaupsnóttina,að
ógleymdum sexí herranærfatnaði.
Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía.
Mióum
£
hraða
við
avallt
aostæoui
yU^FEnOAR
Undanþága þingmanns vegna riðuveikiskurðar:
Faglegt mat í sam-
ráði við sérfræðinga
og ráðherra
- segir framkvæmdastj óri Sauðþ árveikivama
„Ég býst við að þetta hafi verið
gert að pólitísku -máli og einhverju
slegið upp sem ekkert er. Menn eiga
að vita betur en þetta því þessi hjörð
er alls ekki hættuleg,” sagði Kjartan
Blöndal, framkvæmdastjóri Sauð-
íjárveikivarna.
í nýjasta tölublaði Bændablaðsins
gefur að lita frétt á forsíðu þar sem
sagt er frá því að bú Pálma Jónsson-
ar, alþingismanns á Akri í Torfalækj-
arhreppi, hafi eitt búa á landinu feng-
ið undanþágu frá riðuveikiskurði.
Segir í blaðinu að tvisvar hafi greinst
riðuveikitilfelli á Akri, síðast fyrir
íjórum árum, en almennt sé gert ráð
fyrir að líða þurfl fimm ár til þess
að hægt sé að komast hjá niður-
skurði. Segist blaðið hafa orðið vart
við óánægju meðal bænda í Húna-
vatnssýslu og þyki sumum sem
þarna sé mönnum mismunað.
„Ég hef orðið var við óánægju en
þetta er mjög sérstakt mál með hjörð
Pálma. Við þekkjum þetta ijárbú vel
og þar greindist ein kind með riðu-
veiki árið 1975 og svo öpnur árið 1983.
Á árunum þar á milli fannst ekkert.
Pálmi æskti eftir undanþágu og ég
veitti hana eftir að hjörðin hafði ver-
ið skoðuð og ráðgast hafði verið við
sérfræðing okkar og héraðsdýra-
lækni. Landbúnaðarráöherra fannst
einnig að þetta væri rétt. Einnig var
fengin umsögn úr Torfalækjarhreppi
þar sem menn sögðust ekkert hafa
við það að athuga þótt Pálmi fengi
undanþágu,” sagði Kjartan Blöndal.
Kjartan sagði að vel væri fylgst
með hjörðinni en stofninn væri mjög
góður. Allar ær frá Akri væru vel
merktar og þar væri gott fjárbók-
hald. „Það eru aðeins skornar niður
sýktar hjarðir og við erum vissir um
að þessi hjörð er ekki sýkt. Þetta er
sérstakt mál og undanþágan .veitt
eftir faglegt mat. Málið horfir öðru-
vísi við þegar um er að ræða svæði
þar sem menn hafa verið að kljást
við riðu í mörg ár,“ sagði Kjartán
Blöndal.
-JFJ
Engar serreglur, for-
dæmi fyrir undanþágum
- segir Pálmi Jónsson alþingismaöur
„Það hefur verið viðmiðunarregla
hjá Sauöfjárveikivörnum og land-
búnaðarráðuneytinu að það sé skor-
ið niður þangað til fimm ár eru liðin
frá því að síðast varð vart við riðu-
veiki. Það eru hins vegar fordæmi
fyrir frávikum frá þeirri meginreglu
áður, til dæmis á Norðurlandi
vestra," sagði Pálmi Jónsson, al-
þingismaður og bóndi á Akri í Torfa-
lækjahreppi, um greinina í Bænda-
blaðinu.
Pálmi sagði að frá þessari megin-
reglu hefði verið vikið um eitt ár á
sínu búi. Segist Pálmi hafa spurt eft-
ir því hjá Sauðflárveikivörnum og
ráðuneytinu í vor áður en hann
keypti áburð hvort hann ætti að
skera niður og spurt eftir því hvort
ástæða væri til þess að veita frávik
frá meginreglunni. „Ég fékk niður-
stöðuna í lok maí og gat því ekki
keypt áburð fyrr en í júní, en ég fylgi
auðvitað ákvörðun ráðuneytisins og
Sauðfiárveikivarna. Auðvitað verð-
ur framkvæmdin á svona undanþágu
alltaf umdeilanleg, en niðurskurður
kostar mikið fé því ríkissjóður bætir
bændum það fé sem skorið er niður.
Það verður einnig að huga að því að
verið er að útrýma riðu en ekki sauð-
fé.“ sagði Pálmi.
Pálmi sagði að ef ein riðukind fynd-
ist hjá sér ætti að skera eins og hjá
öðrum og það giltu engar sérreglur
um hann og hans bú. „Ég veit ekki
um neina óánægju þarna fyrir norð-
an. Hins vegar virðist einhver eða
einhverjir vera að reyna að vekja
þetta mál upp með þessum hætti.“
Heldurðu aö það séu pólitískir and-
stæðingar heima f héraði?
„Maður getur látið sér detta í hug
að þeir séu að reyna að vekja þetta
upp að tilefnislausu til aö reyna að
fá höggstað á mér,“ sagði Pálmi Jóns-
son. JFJ
Frá grillveislunni á Tálknafirði.
DV-mynd K. Andrésdóttir
Grillveisla
- til ágóða fyrir félagsheimíliö
Kristjana Andrésdóttir, DV, Tálknafiröi:
Kvenfélagið Harpa, Tálknafirði,
stóð fyrir mikilli grillveislu laugar-
daginn 20. ágúst. Allur ágóði á að
renna í nýja íþrótta- og félagsheimil-
ið sem er í smíðum. Þrátt fyrir kulda-
nepju lét fólk sig ekki vanta til að fá
sér í gogginn og var mikið fjöl-
menni. Þetta er í annað skipti sem
kvenfélagið heldur slíka veislu til
styrktar byggingunni.