Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Page 32
32
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
T .ifcgtfll
Nýstárleg gluggaskreyt-
ing - gefur skjól og birtu
Nýlega varð á vegi okkar nýstárleg
gluggaskreyting. Skreyting, sem í
senn kemur í stað gardínu og hleypir
góðri birtu inn fyrir.
Skreyting þessi er hugmynd Dóru
Sigfúsdóttur sem lengi hefur haft
áhuga á hvers kyns hannyrðum. Tré
hafa oft verið henni hugleikin við-
fangsefni, laufguð sem ólaufguð. Því
hefur hún útfært hugmynd sína út
frá lögun tijáa, sem þannig fylla út
í ýmist glugga eða hurðir. Hér er um
að ræða heklaðar, pijónaðar og
hnýttar hannyrðir.
Línur strengdar í ramma
Gluggaskrautið er unnið úr
finnsku hörefni sem heitir pellava -
óhtuðum þráðum. Efnið hefur feng-
ist hjá Heimilisiðnaði hf.
Línur eru strengdar eftir endi-
löngu. Best er að nota ramma sem
festur er innan á gluggapóstinn. Því
stærri sem glugginn er því viðameiri
(þykkari) þarf ramminn að vera.
Þannig má festa þræðina með hefti-
byssu. Séu listamir ekki nægilega
burðugir fyrir heftibyssu verður aö
hnýta í rammann.
Strengimir skulu vera vel strekkt-
ir svo sjálf skreytingin, sem er hekl-
uð, prjónuð eða hnýtt, haldi reisn
sinni - svo gott sé að vinna hana.
Ramminn er lagður láréttur, t.d. á
tvo stóla, á meðan unnið er við hann.
í rauninni er hann ekki settur upp í
gluggann fyrr en allt er tilbúið.
Stofninn prjónaður og unnið
upp á við
Dóra byrjar á stofninum neðan frá.
Hann er pijónaður. Eiginleg upp-
skrift er ekki til. „Þetta tekur á sig
mynd eftir lengd rammans - það
verður aö finna út hvað passar hæð
og breidd,“ segir hún.
Auk þessa em blóm og hnútar sem
mynda aðra hluta trésins. Krónur
myndast með laus- eða grófhekluö-
um þræði. Blómin em misstór en em
hekluð með fiórum þráðum með
heklunál frá númer 3-12. Hnútamir
em einnig mismunandi því hnýtt er
með þre- til áttfoldum þráðum þann-
ig að eins konar dúskar myndast.
„Mér finnst best að vinna þetta
þannig að ég vinn heilan haug af
blómum og hnúðum (hnýttum) í
heila skál allt upp í 60-80 stykki. Þá
em strengimir tílbúnir og ég búin
að pijóna stofninn. Aö því loknu er
- hekluð, prjónuð og hnýtt
hægt að taka til við að áætla hvar
skrautíð er fest á strengina. Best er
að raða þessu upp áður en nokkuð
er fest, með tíÚití til þykktar og
stærðar, hvar skal hafa hnúta og
blóm, hvar laufið er o.s.frv.
Þegar tréð hefur mótast að mestu
leyti er tími til kominn að sauma
blómin og hnútana fasta - utan um
strengina sem gjaman em úr fjómm
þráðum. Þeir þurfa að vera sterkir
og umfram allt vel strekktir. Að
þessu loknu er svo fyllt upp í með
laus- eða grófhekluðum þráðum. Nú
á tréð að hafa tekið á sig mynd.
Var leituð uppi
Dóra gerði eitt sinn gluggaskreyt-
ingu í hús á Seltjarnarnesi. Hún gerði
hana fyrir konu nokkra sem lengi
vel hafði rennt hýru auga til þessarar
nýstárlegu hugmyndar annars stað-
ar á Nesinu. Eftír nokkurt leitarstarf
og bollaleggingar hafði hún uppi á
Dóm. Svo vildi til að hún sá sér fært
að koma samdægurs og skoða að-
stæður.
„Já, mér finnst ágætt að koma í hús
hjá fólki sem óskar að ég geri eitt-
hvað fyrir það - finna andrúmsloftíð
á heimilinu og laga verkið að því.“
-ÓTT.
rnm.
Dóra Sigfusdottir átti hugmyndina að „tréskrautinu“ sem
erfest á strengi úr hörefni.
Gluggaskreyting sem þessi er heppiteg fyrir
háa og mjóa glugga eins og í hurðinni á
myndinni. I stað þess að hafa langa gardínu
sem tekur mlkla birtu er þetta góö lausn.
Hér hefur verið útfærð hvönn. Prjónaður
stofn, hekluð blóm og hnýttir hnúðar I mis-
munandi þykkt - allt úr sama efni.
Gluggahillur á einfaldan hátt
Tvær rúður vlrðast orðnar sex
með tllkomu fjögurra bita. Þá má
fjarlægja A einfaldan hátt ef með
þert vegna þrlfa.
Á myndunum á slöunni sjást
hillubitar sem settir hafa veriö
á milli gluggapósta. Þetta ættu
flestir að geta gert sjálfir, mælt
út fyrir bita og sagað niður og
fest síöan með t.d. naglatöppum
- tveim hvorum megin.
Heimilið
Aöalatriðið er að mæla rétt
og láta efnið falla þéttingsfast á
milli póstanna. Bitunum er ekki
fest að öðru leyti. Þvi er auð-
velt að flarlægja „hilluna" ef
með þarf, t.d. vegna þrifa.
Heppilegasta efniö er úr furu
eða greni. Það kostar ekki
meira en 150-200 krónur metr-
inn. Fúavamarefni, sem á að
vera hægt að fá í ýmsum litum,
er síðan borið á viðinn. Þannig
ætti að vera hægt aö fá efni sem
líkist gluggapóstunum. Einnig
er ráðlegt að mála eða lakka
allt í sama lit. Hvítt lakk er
þannigmjögfallegt.
Ýmsir minni skrautmunir
fara vel á þessum tilbúnu
gluggahillum. Á kvöldin gefur
t.d. spritt-kertaljós glugganum
rómantískansvip.
Þeir sem ekki treysta sér til
þess að saga nákvæmt geta beð-
ið um að láta gera það fyrir sig
- þar sem efnið er keypt. Aðal-
atriðiö er að vera búinn að
mælarétt.
Elnn láréttur bltl skiptir glugganum I hóH. Heppllegt efnl er grenl eða
fura sem kostar 150-200 kr. metrinn. Þessu erfest með tvelmur nagla-
töppum hvorum megln.