Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 21 sem gefm er út á þessum tveimur annatímum plötuútgefenda. Á vet- uma raeöur alvaran ríkjum. Sumarið er tími léttrar lundar og dægurtón- listin skal vera í stíl viö árstíðina. Sumargleðipoppið virðist hafa fest sig í sessi. Dæmið gekk ágætlega upp í fyrra og þeir sem tóku þátt í slagn- um að þessu sinni virðast vera þokkalega ánægðir með árangurinn. Sá er þetta ritar hefur engan hitt að máli sem ætlaði í raun og veru að hagnast á plötuútgáfu síöasta sumars. Tilgangurinn með því að senda frá sér plötu var fyrst og fremst sá aö vekja á sér athygli, kom- ast að í útvarpi og jafnvel sjónvarpi lika með tónlist sína, leyfa fólki að sjá og heyra að eitthvað var aö ger- ast hjá viðkomandi hljómsveitum. Flestar stóðu þær líka í ströngu viö dansleikjahald. Þar er baráttan hörð. Því spillir ekki að eiga lag eða lög á topp tíu hjá útvarpsstöðvunum. í útvarpi Sumargleðipoppararnir eru gagn- stætt mörgum öðrum nokkuð á- nægðir með sinn hlut hjá músíkút- varpsstöðvunum enda kannski engin furða. Stefna stöðvanna, sem og ann- arra sambærilegra úti um allan heim, er að gera sem flestum til hæf- is. Því er svokölluð jaðartónhst að mestu látin eiga sig og þess í stað það leikið sem talið er falla fjöldanum í geð. Og hvað skyldi það svo sem vera annað en hressiiegt fluguviktarpopp sem engum gerir mein? Fólk var farið að kveinka sér og Skriðjöklarnir teljast til frumherjanna. Þeir áttu góðan leik í sumar. syni skaut einnig upp á yfirborðið um það leyti er landsmenn voru að jafna sig eftir Ömmubænina frá því um jól. Og ekki má gleyma Skriðjökl- um sem komu með plötu sína rétt fyrir verslunarmannahelgi. Nokkrir nýir sumargleðisveinar komu þó fram á sjónarsviðið. Kátir piltar frá Hafnarfirði voru snemma á ferðinni, eiginlega áður en menn voru orðnir aimennilega sumarglað- ir. Sálin hans Jóns míns sló í gegn í þann mund er gleðin stóð sem hæst. Og á einni helstu stuöplötu sumars- ins, Bongóblíðu, gaf á að hlýða hljóm- sveitimar Jójó og Herramenn - sveit- ir sem áreiðanlega eiga eftir að verða fimaglaðar á komandi sumrum ef þær halda sig við efnið. - Loks er að geta danshljómsveitar Birgis Gunn- laugssonar sem gerði út á léttleikann á réttum tíma og virðist hafa hitt í mark með plötunni Lokkar og hey. Birgir og félagar sanna að menn mega vel hafa slitið barnsskónum til að geta veriö gjaldgengir í gleðibylgj- unni. Sumarvertíö Plötuútgáfunni hér á landi má skipta orðið í sumar- og vetrarvertíðir. Hún er nokkuö ólík innbyrðis, tónlistin s \ .1 ‘iegar aðstæður tgurmjólkúr vnmdum. Hiðháa r<alks, fosfórsog [\erverndandifyrir ennurnar. 2 ■ . i Gaman En hvað með úthaidið? Hvernig verður þú í dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott að gera það sem hægt er til þess að standa undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka tímabils ævi þinnar án þess að ganga á forða framtíðarinnar. Mjóli- er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem vaxandi fólk getum ekki verið án. 3 mjólkurglös ádagergóðregla. MJOLKURDAGSNEFND Sumarpopp Ekkert lag þessa sumars náði viðlika jónssonar á síóasta sumri. vinsældum og Popplag Valgeirs Guö þreifa í örvæntingu eftir innstungum útvarpsviðtækja sinna þegar sumar- lagið 1987 hljómaði á sínum tíma. Popplag í G-dúr átti sér vissulega sína aðdáendur en var einnig farið að safna vænum fjandmannahópi. Ekkert lag sló nærri jafnhressilega í gegn á nýhðnu sumri og Popplagið hans Valgeirs. Einnig eru skiptar skoðanir um hvert hafi verið sumar- lagið í ár. Sumir nefna Það stendur ekki á mér. Aðrir Þegar allt er orðið hljótt. Önnur sem koma til greina eru Feitar konur, Aukakílóin, Hraðlestin og Á tjá og tundri. Sennilega verður dómur fluguviktarpoppsögunnar sá að ekkert lag eigi skilið titihnn sum- arlag ársins 1988. Sumarvertíö dægurtónlistarmann- anna var sem sagt ekki fjögurra húrrahrópa virði - fyrst og fremst vegna þess að engin plata sumarsins komst nálægt Stuömannaplötunni Á gæsaveiðum að gæðum. Og enginn nýliði í ár komst í hálfkvisti við Bjarna Arason sem stökk fram á sjónarsviðið með stæl í fyrra. Hætt er við að látúnsbarki ársins kyrji ekki Ömmubæn um næstu jól. En sumarpoppið er orðið hluti af markaðinum. Og þótt sumarplöturn- ar seljist ekki í platínuupplögum eiga þær fullan rétt á sér. Þær bæta kannski ekki. En þær hressa og kæta. -ÁT- Greifarnir eru frumherjar í gleðipoppinu. Þeir héldu uppteknum hætti i sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.