Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
23
Phil Collins í
hlutverki ósvífms
lestarræningja
í hartnær tvo áratugi hefur Phil
Collins verið í fremstu röð rokkara
í heiminum. Hann hefur lengi verið
áhtinn „góði strákurinn" í tónhstar-
heiminum, maðurinn sem aldrei hef-
< ur gert neitt af sér. Það helsta sem
hann hefur gert af sér er að stela
bjórflösku frá systur sinni. Þá var
hann ellefu ára.
Þrátt fyrir þetta reynsluleysi í af-
brotum hefur hann tekið að sér að
leika annan alræmdasta lestarræn-
ingja Englands í kvikmynd. Þessi
skúrkur var Buster Edwards. Þetta
er fyrsta stóra hlutverkið sem Coll-
ins tekur að sér í kvikmyndum.
Ómögulegur ræningi
„Ég veit það nú, eftir að hafa unnið
við upptökurnar í tvo mánuði, aö ég
væri ómögulegur lestarræningi," er
haft eftir Collins. Þetta hlutverk er
tilraun hans til að ná fótfestu sem
kvikmyndaleikari. í fyrstu sagði
hann að ekki stæði til að leika í fleiri
myndum en hann hefur nú dregið
þá yfirlýsingu til baka.
Coliins er reyndar ekki alveg
ókunnugur starfi leikarans. Móðir
hans var umboðsmaður leikara og
eitt sinn vísaði hún á son sinn bam-
ungan í hlutverk á sviði. Það gekk
að sögn ljómandi þótt hlutverkin
yrðu ekki fleiri þar til hann kom
fram í einum þætti af Miami Vice.
Collins þarf þó ekki að kvarta und-
an því að honum hafi aldrei boðist
hlutverk því hann hefur haft nóg að
gera við að neita tilboðum. Hann
neitaði líka í fyrstu að leika lestar-
ræningjann Buster Edwards. „Það
var ekki fyrr en ég hafði lesið hand-
ritið og vissi að auki að Julie Walters
ætti að leika í myndinni að ég ákvað
að taka tilboöinu," segir Colhns.
„Þetta er ekki glæpamynd heldur
ástarmynd," heldur Collins áfram.
„Þetta er dapurleg og tilfmningarík
mynd. Jafnvel ég táraðist stöku sinn-
um. Buster var ekki samviskulaus
glæpamaður. Hann dreymdi aðeins
Phil Collins, sakleysinginn i hlut-
verki lestarræningjans.
Við upptökur á kvikmyndinni sem fjallar meira um ástir ræningjans en glæpi
um að lifa í paradís og framdi glæp-
inn til að kosta drauminn. Draumur-
inn brást hins vegar og Buster gaf
sig fram til að taka út dóm.“
Nógu ríkur fyrir
Cohins er einn af þeim auðugustu
sem fengist hafa við tónhst. Það er
því ekki af fjárhagsáhyggjum sem
hann ræðst í kvikmyndaleik. „Ég hef
spilað á trommur síðan ég var fimm
ára og það var kominn tími th að
breyta tíl,“ segir hann.
Þrátt fyrir drjúgan auð lifir Cohins
einföldu lífi með fjölskyldu sinni.
Hann hefur dregið mjög úr ferðalög-
um eftir að hljómsveitin Genesis
hætti tónleikaferðum. „Ég hugsa
mjög htið um frægð,“ segir Collins.
„Það er helst að ég hafi áhyggjur af
að standa ekki undir því sem fólk
ætlast th af mér en það heldur ekki
fyrir mér vöku.“
í síðustu tónleikaferð Genesis kom
í ljós að hljómsveitín hafði eignast
nýjan hóp aðdáenda. Það voru ungar
stúlkur sem litu þá félagana sömu
augun og nýja unglingahljómsveit.
„Við urðum undrandi og ákváðum
eftir þetta aö nú væri nóg komið,“
segir Colhns. „Við htum alltaf á okk-
ur sem tónlistarmenn en ekki
skemmtikrafta.“
Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna
ritvélarnar frá TA Triumph-Adler
NAMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skríf-
stofuritvél á verði
skólarítvélar.
• Prenthraði 13slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaðurfyrir hvern stafeða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok.
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
NYR BILLA
Viö rýmum til fyrir '89 árgerðinni og seljum
sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á
sérstöku útsöluverði.
Cóð greiðslukjör: 25% útborgun og
afgangurinn á 12 mánuðum.
JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL