Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 73 A&næli Þórey Einarsdóttir Þórey Einarsdóttir, frá Skógamesi á Litla-Árskógssandi, er hundrað ára á morgun, sunnudag. Þórey fæddist í Stóra-Gerði í Hörg- árdal, dóttir hjónanna Einars Jóns- sonar og Rósu Loftsdóttur. Hún ólst upp á Hömrum við Akureyri en bjó einnig hjá frændfólki sínu í Löngu- hlíð í Hörgárdal. Þórey átti sjö systkini, þar af tvö hálfsyst- kini. Þórey er tvígift. Fyrri maður / hennar var Snorri Halldórsson, f. 18. október 1889 d. 15. júlí 1943, lækn- ir á Breióabólsstað á Síðu. Þeirra synir eru Snorri Páll, f. 22. maí 1919, hjartalæknir á Landspítalanum, kvæntur Karolínu Vogfjörð og eiga þau tvö börn; Halldór, f. 9. apríl 1923, bílasali, kvæntur Krist- ínu Magnús Guðbjömsdóttur. Halldór á þrjú börn. Þórey og Snorri skildu. Þórey bjó um tíma hjá Jóni bróður sínum í Kálfsskinni á Árskógs- strönd en giftist svo seinni manni sínum, Jóni Kristjánssyni, útgerð- armanni frá Hellu á Árskógsströnd. Þau hjónin bjuggu í Litla-Árskógi fyrst en fluttu svo og áttu lengst af heima á Skógarnesi á Litla- Árskógssandi. Börn Jóns og Þóreyj- ar eru tvíburasysturnar Svanhvít og Sóley, f. 22. júní 1931, og Rósa Guðrún, f. 4. maí 1933. Svanhvít er starfsmaður Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri og á einn son. Sóley er gift Hilmari Magnússyni offset- prentara og eiga þau 7 börn. Rósa Guðrún er gift Halldóri Brynjari Ragnarssyni húsasmið og eiga þau 7 börn. Barnabörn Þóreyjar eru 20 og barnabarnabörn 23. Undanfarin ár hefur Þórey dvalið hjá dóttur sinni, Rósu Guðrúnu, og Halldóri, eiginmanni hennar, á Hjalteyri. Þórey Einarsdóttir Bára Helgadóttir Bára Helgadóttir, Hlíðarvegi 14, Ytri-Njarðvík, er íimmtug í dag, laugardag. Bára er fædd í Vík í Mýrdal og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Hún flutti þá í Ytri-Njarðvík með foreld- rum sínum, Helga Helgasyni, f. 29 júní d. 6. okt. 1985, smið og Jóhönnu Halldórsdóttur, f. 24. ágúst 1909 d. 15. feb. 1969. Bára vann í fimm ár á Sjúkrahúsi Keflavíkur og síðastliðin sjö ár á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt hef- ur Bára starfað hjá Veisluþjón- ustunni í Keflavík í 10 ár. Bára er virk í félagsmálastarfi. Hún gekk í Kvenfélagið í Njarðvík 15 ára gömul og sat í stjórn þess í nokkur ár. Hún er einn stofnenda Styrktarfélags aldraðra og hefur verið í stjóm félagsins í mörg ár. Þá hefur Bára starfað í deild Rauða krossins á Suðurnesjum, meðal annars að öldrunarmálum, og verið í stjórn deildarinnar. Börn Báru eru Jóhanna Guörún, f. 2. ágúst 1956; Helgi Guðjón, f. 4. október 1958; Árni, f. 20. desember 1962; Áslaugur Stefán, f. 5. mars 1964; Arnar, f. 11. september 1965; Guðlaug, f. 25. febrúar 1968. Bára á sjö barnaböm og það áttunda er á leiðinni. Báraásexbræður. Á afmælisdaginn verður Bára að heiman. Bára Helgadóttir Wilhelm Jónsson Solheim Wilhelm Jónsson Solheim er sjötíu og fimm ára á morgun, sunnudag. Wilhelm er fæddur og uppalinn á ísafirði, sonur Jóns Halldórs Jó- hannessonar frá Arnardal og Híran- íu Guðrúnar Sæmundsdóttur. Þau eru bæði látin en bæði systkini Wil- helms eru á lífi. Wilhelm vann í fiskvinnu á ísafirði og einnig í niðursuðuverk- smiðju Böövars Sveinbjarnarsonar. Wilhelm ferðaðist mikið þegar hann var ungur. Hann fór á skátamót í Ungverjalandi árið 1933 og ári síöar heimsótti hann Sovétríkin. Wilhelm kvæntist Margréti Júl- íusdóttur frá Bíldudal en hún lést tveim árum eftir að þau giftu sig. Wilhelm bjó um skeiö í Reykjavík og kvæntist Laufeyju Einarsdóttur enhúnerlátin. Wilhelm flutti til Noregs árið 1964 og bjó þar í 24 ár. Hann starfaði í járnsmiðju og við marmarasteypu og fékk norskan ríkisborgararétt árið 1972. Árið 1984 kom Wilhelm heim aftur og hefur sótt um íslensk- an ríkisborgararétt. Hann bjó um tveggja ára skeið í Einholti lOc á Akureyri en býr núna á dvalar- heimili aldraðra í Skjaldarvík. Wilhelm á tvo syni: Grétar, f. 15. júní 1943, er verkstjóri hjá Eimskip, kvæntur og á þrjá syni; Gunnar, f. 26. nóvember 1948, er kvæntur og á tvö börn. Ólafur Ólafur Þ. Hallgrímsson, prestur á Mælifelli, er fimmtugur í dag. Ólaf- ur Þór er fæddur á Arnheiðarstöð- um í Fljótsdal og var kennari í Fljótsdalsskólahverfi 1956-1958. Hann lauk kennaraprófi 1962 og var kennari í Barnaskóla Garðahrepps 1963- 1964, Reykdælaskólahverfi 1964- 1966 og Hallormsstað 1966- 1975. Ólafur lauk guðfræðiprófi frá HÍ1981 og var prestur í Bólstaðar- hlíðarprestakalli 1981-1983 og á Mælifelli frá 1983. Hann var í stjórn Bindindisfélags KÍ1960-1961, Sam- bands bindindisfélaga í skólum 1960-1962 og SUS1962-1964. Ólafur kvæntist 29. júlí 1962, Þórhildi Sig- urðardóttur, f. 27. apríl 1944. foreldr- ar hennar eru Siguröur Guttorms- son, b. á Hallormsstað, og kona hans, Arnþrúður Gunnlaugsdóttir. Skildu 1974. Börn Ólafs og Þórhildar eru Sigurður Örn, f. 30. mars 1961, (kjörsonur hans), Páll, f. 1. júní 1964, Laufey, f. 7. mars 1966 og Egill, f. 21. apríl 1967. Ólafur kvæntist 28. okt- óber 1984 Steinunni Ólafsdóttur, f. 27. maí 1944, uppeldisfræðingi. For- eldrar hennar eru Ólafur Einarsson, verslunarmaður í Rvík, og kona hans Guörún Júlíusdóttir. Börn Ól- afs og Steinunnar eru Guðfinna, f. 31. janúar 1982 og Gunnhildur, f. 19. júlí 1984. Bræður Ólafs eru Helgi, f. 11. júní 1935, náttúrufræðingur, Agnar, f. 20. júní 1940, íslenskufræö- ingur, Guðrún Margrét, f. 27. maí 1948, húsmóðir á Akureyri, og Guö- steinn, f. 7. mars 1945, b. á Teigabóli. Foreldrar Ólafs eru Hallgrímur Helgason, f. 29. ágúst 1909, b. á Drop- Þ. Hallgnmsson laugarstöðum í Fljótsdal, og kona hans, Laufey Ólafsdóttir, f. 31. maí 1912. Hallgrímur er sonur Helga, b. á Refsmýri í Fellum, Hallgrímsson- ar, b. á Birnufelli, bróðir Gísla, fóö- ur Benedikts frá Hofteigi og Sigurð- ar, prests á Söndum, fóður Jóns tón- listarmanns. Hallgrímur var sonur Helga, b. á Geirúlfsstöðum, bróður Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar. Helgi var son- ur Hallgríms, skálds á Stóra-Sand- felli, Ásmundssonar, bróður Ind- riða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafssona. Móðir Hallgríms á Birnufelli var Margrét Sigurðar- dóttir, b. á Mýrum í Skriðdal, Ei- ríkssonar, af Njarðvíkurættinni, og konu hans, Ólafar Sigurðardóttur, af Pamfílsættinni. Móðir Hallgríms á Droplaugarstöðum var Agnes Pálsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Þor- steinssonar. Móöir Páls var Agnes Sveinsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Stein- grímssonar og konu hans, Ragn- hildar Oddsdóttur, systur Guðríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Agnesar var Margrét Ólafs- dóttir, systir Þuríðar, langömmu Odds Björnssonar leikritahöfundar. Laufey er dóttir Ólafs, b. í Hólti í Fellahreppi, Jónssonar, b. á Skeggjastööum, Ólafssonar, af Melaættinni. Móðir Ólafs var Berg- ljót Sigurðardóttir, b. í Geitagerði, Pálssonar og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur, vefara á Skjöldólfsstöð- um, Þorsteinssonar, ættfoður Vef- araættarinnar. Móðir Laufeyjar var Guðlaug, systir Halldóru, langömmu Hrafns Gunnlaugssonar. Ólafur Þ. Hallgrimsson Guðlaug var dóttir Sigurðar, b. í Kolsstaðagerði, Guttormssonar, stúdents á Arnheiðarstöðum, Vig- fússonar, prests á Valþjófsstað, Ormssonar, langafa Ingunnar, móð- ur Þorsteins Gíslasonar skálds. Vig- fús var einnig langafi Vigfúsar, langafa Hjörleifs Guttormssonar. Móðir Sigurðar var Halldóra Jóns- dóttir vefari, systir Þorbjargar. Móðir Guölaugar var Guðríður Ei- ríksdóttir, b. á Hafursá, Arasonar og konu hans, Þóru Árnadóttur, b. á Kappeyri, Stefánssonar, b. í Sand- felli, Magnússonar, ættfóður Sand- fellsættarinnar. Móðir Árna var Guðrún Erlendsdóttir, b. á Ásunn- arstöðum Bjarnasonar, ættfóður Ásunnarstaðaættarinnar. Ólafur verður heima á afmælis- daginn. Til hamingju með daginn 85 ára Magnea Garðarsdóttir, Skaröshlíð 23C, Akureyri. Jakob Valdimarsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Skipasundi 43, Reykjavík. Löngufit 18, Garðabæ. Haukur Haraldsson, Reykjaheiðarvegi 4, Húsavík. 80 ára Lára Vilhelmsdóttir, Ægisgötu 4, Ólafsfirði. Eiríkur Runólfsson, Eyrargötu 5, Eyrarbakka. Sigurjens Halldórsson, Svínaskógi, Fellsstrandarhreppi. 75 ára 50 ára Baldur Óli Jónsson, Hafnarbraut 8, Neskaupstað. Anna Sigurbjörnsdóttir, Heiðarbraut 1, Blönduósi. Þuríður Sigurjónsdóttir, Miðvangi 14, Hafnarfirði. Magnús Jónsson, Suðurgötu 12, Keflavík. Ólína Daníelsdóttir, Engihlíð 14, Reykjavík. Guðrún Ólína Valdimarsdóttir, Hafnarstræti 17, Akureyri. Sigríður Adda Ingvarsdóttir, Brekkubraut 28, Akranesi. 40 ára Sigurður Þórarinsson, Ystaseli 9, Reykjavík. 70 ára Trausti Gunnarsson, Glaðheimum 4, Reykjavík. Björgvin Halldórsson, Suðurgarði 5, Keflavík.. Sigrún ívarsdóttir, Kárastíg 8, Hofsósi. Kristján Páll Þórhallsson, Seiðakvísl 11, Reykjavík. Magnús F. Óskarsson, Ferjubakka 10, Reykjavík. Jóhann Þ. Bjarnason, Bergstaðastræti 45, Reykjavík. Þórhildur Þórarinsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Steingerður Kristjánsdóttir, Sólvangi, Grýtubakkahreppi. Svala Sigurðardóttir, Nýlendu I, Miðneshreppi. 60 ára Olga Jóna Pétursdóttir, Rekagranda 4, Reykjavík. Manfreð Jóhannesson, Hverfisgötu 32D, Reykjavík. Til hamingju með morgundaginn 85 ára Tryggvi Jóhannesson, Fremri-Fitjum, Fremri-Torfu- staðahreppi. Hólmfríður Stefánsdóttir, Norðurgötu 42, Akureyri, 80 ára Axel Vatnsdal Pálsson, Lundeyri, Akureyri. ÞorkeÚ J. Sigurðsson, Fellsmúla 11, Reykjavík. 75 ára Theodór Jóhannesson, Suöurlandsbraut, Klapparholti I, Reykjavík. 70 ára Oddný Þorvaldsdóttir, Skólavegi 33, Búöahreppi. Stefanía J. Ingimarsdóttir, Ási, Presthólahreppi. 60 ára Hallvarður Kristjánsson, Þingvöllum, Helgafellssveit. Kristin Jóhannesdóttir, HjaUavegi 64, Reykjavík. 50 ára Rósa Stefánsdóttir, Reykjum II, Lýtingsstaðahreppi. Hrafnhildm' Ágústsdóttir, Hólabergi 4, Reykjavík. Gestur Sigurgeirsson, Unufelli 50, Reykjavík. 40 ára Guðlaug N. Ólafsdóttir, Lindarflöt 36, Garöabæ. Anna Birna Ragnarsdóttir, Austurbergi 36, Reykjavík. Eyjólfur Sveinsson, Fomósi 14, Sauðárkróki. Jón Bergsson, Víðigrund 61, Kópavogi. Jónas Guðmundsson, Hjallabraut 41, Hafnarfirði. Jóhannes S. Ólafsson, Bjarkargrund 8, Akranesi. Birgir Finnbogason, Noröurvangi 14, Hafnarfiröi. Arnþrúður Bergsdóttir, Vikurgötu 1, Stykkishólmi. Þóra Björg Þorsteinsdóttir, Ystamói, Haganeshreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað- Helgarblað (17.09.1988)
https://timarit.is/issue/191904

Tengja á þessa síðu: 73
https://timarit.is/page/2549296

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað- Helgarblað (17.09.1988)

Aðgerðir: