Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 31 Tilraunir með tölvustýrðar talæfingar í Japan: Heymarlausir geta séð rétt mál - á tölvuskjánum birtast myndir af hljóðum Heyraarlaust fólk eöa mjög heyrn- arskert, sem lært hefur að tala, ber orðin oft óskýrt fram vegna þess að það heyrir ekki hvar því mistekst. Þetta kann að breytast á næstunni því fundið hefur verið upp tölvufor- rit sem breytir orðum í myndir. Við þessar tölvustýrðu talæfingar breytast töluð orð í myndir á tölvu- skjánum. Á skjánum birtast einnig upplýsingar um lengd hljóða, hæð þeirra og rétta stöðu tungunnar. Við notkun á tölvukerfinu eru skynjarar festir við nef, kjálka og háls þess sem talar. Skynjararnir nema hljóðin og mæla titringinn sem verður á talfærunum. Hljóðin birtast á skjánum eins og þau eru sögð og til samanburðar birtast upplýsingar um réttan framburð. Þannig geta þeir sem tala með að- stoð tölvunnar, séð hvar þeim verður á í messunni og æft sig í að ná réttum hljóðum. Orðaforöi tölvunnar er geymdur á venjulegum disklingi og ætti að vera þýðanlegur á hvaða tungumál sem er. Myndirnar, sem birtast á skjánum, eru einkum fyrir ólæs hörn. Þegar Fundið hefur verið upp tölvuforrit sem breytir orðum i myndir. þau nefna einhvem hiut birtist mynd hans á skjánum. Þeir sem lengra eru komnir geta nýtt sér upplýsingarnar um hljóðfræðina. Það er japanska rafeindafyrirtækið Matsushita sem hefur þróað þetta tölvuforrit í samvinnu við yfirvöld í Japan. Þegar er farið aö nota þessa tækni í Japan og ráðgert er að hefja útflutning áður en langt um líður. Molar Sovétmenn búa til veirusíu Sovéskum líffræðingum við rannsóknarstofnunina í Dubna, utan við Moskvu, hefur tekist að búa til síu sem nær veirum betur úr vökva en áður hefur veriö hægt. Sian er búin til með því að skjóta rafeindum á þynnu úr sérstöku af- brigði af plasti. Við það koma örsmá göt á þynnuna. Síur af þessari gerð eru þegar notaðar til að hreinsa vatn og einn- ig bóluefni. Sovétmenn segja að með þessari tækni megi búa til bóluefni sem eru 10 til 20 sinnum áhrifameiri en þau bóluefni sem nú eru á markaönum. Enn finnast merki um fengitima Vasasjónvörpin eru þegar ordin vasasjónvörp Rafeindafyrirtæki keppa nú hart um sölu á vasasjónvörpum með litaskjá. Hjá Sony er því haldið fram að þeir hafi forystuna. Frá því fyrirtæki kemur innan skamms á markaðinn fullkomið vasasjón- fyrir litrayndir. Hjá Casio er því haldið fram aö vasasjónvarp, sem það fyrirtæki setti á markaðinn fyrir um tveimur gefi nýja tækinu frá Sony ekkert eftir. Tæknin við litaskjáinn er sú sama en þaö er ekki fyrr en Sony hefur frurasýnt sitt tæki að hægt er að bera árangurinn saman. Það era ekki bara dýrin sem ganga í gegnum fengitíma því í lífi mannanna eru enn merki um slíkt tímabil, Líffræðingar segja að þessi tími sé síðari hluta sumars og á haustin. Á forsögulegum tímum var fengi- tími mannanna meira áberandi. Þá skipti það miklu að böm fæddust að vorinu til aö ná þroska yfir sumarið. Lifslikur harna, sem fæddust á öðrum tímum, vora miklu minni. Enn er þaö svo að flest börn fæð- ast að vorinu en fæst að haustinu og fyrri hluta vetrar. Þó hefur þeim börnum íjölgaö á síðari árum sem fæðast um mánaðamótin septemb- er/október en þá eru niu mánuðir liðnii- frá jólum. meðai manna. að veruleika. Læknar hafa tO þessá talið að fyrstu einkenni eyðni komi fram í útbrotum á húð um leið og sjúkl- ingamir taka að grennast óeðh- lega. Nýjustu rannsóknir sýna að þetta er ekki rétt því að það er : hjar taö sem fy rst veröur fyrir barð- inu á eyðniveirunni. Þá hefur einnig komiö í Ijós að eyðniveiran ræðst gegn taugakerf- inu áöur en ytri einkenni koma í Ijós. Þetta hefur leitt til þess aö sumir læknar telja að menn, sem hafa smitast af eyðni, séu ekki hæfir til að aka bílum. Þeir hafa mælt með að eyðniprófs sé krafist við útgáfu ökuskírteinis. Þessi nýja rannsókn á áhrifum eyðninnar var gerð við háskólann í Kaliforníu. Vísindi I verstu veðrum eru öldur nú 25% hærri en þær voru árið 1962. Sjólag á Atlantshafi versnar ár frá áii Veörátta við austanvert Atlants- haf, allt suður fyrir England, versnar nú ár frá ári. Þetta er niðurstaða enskra verðurfarssérfræðinga sem fylgst hafa reglulega með ölduhæð á þessu hafsvæði frá árinu 1962. Á þessu tímabili hafa öldur náð því að hækka um 25% í verstu veðrum. Sérfræðingarnir segja að sjólagið hafi versnað jafnt og þétt. Enn er þó ekkert hægt að segja um hvort ástandið á eftir aö versna á næstu árum. Orsök þessarar breytingar er óþekkt. Fullyrt er að sömu aðferöir hafi verið notaðar við mælingarnar allar tímann þannig að talið er úti- lokað að rekja megi breytinguna til galla á rannsókninni. „Við vitum hreint ekkert af hverju þetta stafar," er haft eftir einum af veðurfræðing- unum. Nákvæmustu mælingarnar eru frá vitaskipinu Seven Stones sem liggur undan Lands End á suðvesturodda Englands. Mælingar þar koma heim og saman við óreglulegri mælingar á norðlægari slóðum. Mæhngar á ölduhæð hófust fyrst fyrir alvöru eft- ir síðari heimsstyrjöldina en voru ekki gerðar reglulega fyrr en árið 1962. Þessar. mælingar hafa sérstaka þýðingu fyrir olíuvinnsluna í Norð- ursjó þar sem nákvæm vitneskja um ölduhæð er forsenda þess að hægt sé að bora eftir olíu á sjó. Mælingarn- ar koma einnig aö notum fyrir sjófar- endur. Jörðin gæti verið ofurleiðandi segull Fjölmargir eðhsfræðingar leggja nú nótt við dag í leitinni að ofurleið- andi efnum. Nokkur árangur hefur þegar náðst með blöndu af keramik- efnum en enn er langt í land að ofur- leiðarar, sem ekki þurfa verulega kælingu, hti dagsins ljós. Þeir era líka til sem segja að ekk- ert hafi áunnist enn þá því ofurleið- arar séu ekki nýir heldur jafngamlir jörðinni. Það era jarðfræðingar við háskólann í Minnesota í Bandaríkj- unum sem halda þessu fram. Þeir segja að efni í iðrum jarðar geti verið ofurleiðandi. Hugmyndin er sú að vegna þrýst- ing í möttli jarðar - mihi jarðskorp- unnar og kjarnans - sé efni þar krist- allað. Þetta efni er að öllum hkindum eins að uppbyggingu og nýju ofur- leiðararnir. Enginn hefur séð þetta efni en ef ahar kenningar standast gæti það verið ofurleiðandi. Ofurleiðni í iörum jarðar gæti, einnig breytt hugmyndum manna um segulmagn jarðar. Segulmagnið er venjulega rakið til járns í kjarna jarðarinnar og er þá aldrei tekið með í reikninginn að segulkraftarnir geti borist um ofurleiðandi efni til yfir- borðsins. Jörðin gæti þá verið ofur- leiðandi segull, hkur þeim sem eðhs- fræðingar gera tilraunir með í rann- sóknarstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.