Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 61 Ferðalög Steindrangarnir við Stonehenge eru tilkomumiklir og næsta ótrúlegt hvernig fornaldarmenn gátu rogast með þá tugi kílómetra ofan úr fjöllum niður á Salisburysiéttuna. Down. Þar er jafnframt hægt að sjá sögu Bandaríkjanna endurskapaða og fá sér gott síðdegiste. í annan stað býður loftbelgsklúbbur Bath upp á klukkustundar langar ílugferðir yfir borgina. Þátttakendur fá kampavín sér til hressingar þegar lent er og flugmaðurinn áritar sérstakt flug- skírteini fyrir hvern farþega. Kertaljós á ánni Bath er með rómantískari borgum og ferðamenn, sem þannig eru þenkj- andi, geta brugðið sér í þriggja tíma langa siglingu á Avon um nærbggj- andi sveitir. Á sigbngunni er borinn fram kvöldverður og snætt er við kertaljós. AUt í kringum borgina er landslag eins og það gerist fegurst, skógi vaxn- ar hæðir og hólar og lítil þorp með gömlum knæpum og steinkirkjum frá miðöldum. í Bathampton Uggur Kennet- og Avon-skurðurinn við bakdyrnar á Georgskrá. Handan göt- unnar er svo kirkja heUags Nikulás- ar sem byggð var á 13. öld og endur- byggð um miðja þá 18. Waterloo í Valhöll Áhugamenn um söfn af ýmsu tagi þurfa ekki að láta sér leiðast í Bath. Áður er getið rómversku baðhús- anna og Ameríska safnsins en þau eru mörg fleiri. Klæðasafnið í Assembly Rooms er eitt hið stærsta og besta sinnar teg- undar á Bretlandi. Þar er saga tísk- unnar rakin frá síðari hluta 16. aldar fram á okkar daga. Þar gefur m.a. að líta skartgripi, nærfatnað, barna- föt og hátíðafot aðalsins. Vagnasafnið í Circus Mews geymir 40 hestvagna frá liðnum öldum og stöku sinnum má sjá einhverja þeirra aka um götur Bath. Þar sem safnið er nú voru á 18. öldinni vagna- geymslur og hesthús íbúa Sirkuss- ins. í Valhöll, bústað hetjanna, eru sýndar orrusturnar við Waterloo og Rorkes Drift. Waterlooorrustan er endursköpuð með nær tuttugu þús- und líkönum og með ljós- og hljóð- hrifum er sagt frá öllum atburðum hins örlagaríka dags, 18. júní 1815, þegar Napóleon beið endanlegan ósigur fyrir Wellington. Gisti- og veitingastaðir eru fjöl- margir í borginni og þar ætti hver að flnna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem leitaö er að íburði eða einföldum Bed og Breakfast-stöðum. Meðal þess matar, sem upprunninn er á staðn- um, má nefna Bathbollur, Bath Chaps, sem eru soðnar svínakinnar í brauðmylsnu, og Sally Lunn kökur. Steinarnir á sléttunni Það getur verið erfitt að yfirgefa Bath eftir nokkurra daga dvöl því á fallegum sumardegi er hún hreinasta paradís. En einhvem tíma verður allt að taka enda. Um þetta hérað Englands getur þó enginn farið án þess að koma við í Stonehenge, þeirri fornu steinaþyrpingu á Salisbury- sléttunni, aðeins um 50 kílómetra suðaustur af Bath. Þangað er tilvalið að fara á leiðinni aftur til London. Stonehenge er frægasta forsögu- lega hofið í Evrópu og þangaö leggur nær ein milljón ferðamanna leið sína á ári hverju. Staðurinn kemst gjarn- an í fréttir um jafndægur á vori þeg- ar lögregla er kvödd til að fjarlægja fjöldann allan af hippum sem þangað flykkjast um það leyti árs til hátíða- halda. Hring eftir hring Stonehenge er byggt í hring. Yst er lágur garður og síðan skurður og loks annar garður, aðeins lægri hin- um fyrri. Inni í miðjum þessum hring eru risastórir steinar sem einnig hef- ur verið raöað upp í hring þó sá hringur sé nú rofinn. Steinarnir standa tveir og tveir saman og ofan á þeim og milli þeirra liggur sá þriðji þannig að til samans mynda þeir eins konar dyraumbúnað. Innan þess hrings standa enn aðrir steinar eins og drangar upp í loftið og upphaflega mynduðu þeir skeifu. Á norðaustur- hlið ytri garðsins er inngangurinn í Stonehenge og þar er steinn sem kallaður er Hælsteinninn. Flestir eru sammála um að Ston- henge hafi verið notað til trúariðk- ana en ekki er vitað hvaða guði hin- ir fornu byggingarmeistarar og af- komendur þeirra tilbáðu né' hvers eðhs þær voru, trúarathafnirnar sem þar fóru fram. Sumir halda því fram aö staðurinn hafi verið hof sóldýrk- enda og enn aðrir telja að þar hafi menn skráð ris og hnig sólar og mána og spáð fyrir um tunglmyrkva. Grettistök Hvað svo sem líður tilgangi Stone- henge er ekki laust við að ferðamaö- urinn finni til dálítiö óttablandinnar virðingar fyrir steinsmiðunum, sér- staklega þegar þess er gætt að hvergi er stóran stein að sjá í öhu landslag- inú nema þar. Jarðfræðingar hafa komist að því að mikið af steinunum var flutt frá Wales að byggingarstað, rúmlega tvö hundruð kílómetra leiö. Aðrir steinar voru fluttir um 20-30 kílómetra leið. Þegar haft er í huga að Stonehenge var byggt á tímabilinu 2800-1100 fyrir Krist og að þyngstu steinarnir vega um 50 tonn má öllum ljóst vera hvíhkt þrekvirki þetta hef- ur verið. Hér hefur aöeins verið fjallað um tvo staði í sveitunum vestur af Lon- don. Þeir eru þó miklu fleiri sem vert er aö skoða, bæði náttúrufyrir- bæri og lítil, faUeg þorp. Þeir sem hyggja á Lundúnaferð á næstunni ættu að taka frá 3-4 daga og huga að enskri sveitasælu. Af sUkri ferð verður enginn svikinn. -gb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.