Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
Utlönd
Gilbert kominn yffir
Mexíkó og Texas
Fellibylurinn Gilbert kom yfir
strönd Mexíkó og Texas um níu leyt-
ið í gærkvöldi að íslenskum tíma, eða
um þrjú- til fjögurleytið að staðar-
tíma.
Nokkuð var af honum dregið frá
því hann var upp á sitt besta fyrr í
vikunni og olli sem mestu tjóni á
Jamaica og Yucatanskaga í Mexíkó.
Auga fellibylsins kom yfir talsvert
sunnan við Brownsville í Texas eða
á landamærum Bandaríkanna og
Mexíkó. Hafði verið lýst yflr algeru
neyðarástandi allt frá Corpus Cristi,
í Texas í norðri, suður til Tampico í
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 12-14 Sb.Ab
6 mán. uppsögn 13-16 Ab
12mán. uppsögn 14-18 Ab
18mán. uppsögn 22 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-7 Ab
Sértékkareikningar 5-14 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 4 Allir
Innlánmeð sérkjörum 11-20 Lb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýskmörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 23,5 Allir
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb,lb,- Vb.Sp
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 26-28 Sb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,- Sp
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 10,25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb,Sp
Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 88 39,3
Verðtr. sept. 88 9,3
ViSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2254 stig
Byggingavísitala sept. 398 stig
Byggingavísitalasept. l24,3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði8%1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Einingabréf 1 3,259
Einingabréf 2 1,869
Einingabréf 3 2,083
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,530
Kjarabréf 3,273
Lífeyrisbréf 1.639
Markbréf 1,718
Sjóðsbréf 1 1,584
Sjóðsbréf 2 1,365
Tekjubréf 1,567
Rekstrarbréf 1,2841
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
Iðnaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
Mexíkó.
Dregið hafði hins vegar mjög úr
vindhraða og var hann kominn niður
í um eitt hundrað og níutíu km/klst.
en var mestur þrjú hundruð og tutt-
ugu km/klst. Samkvæmt heimildum
DV er eitt hundrað og níutíu km/klst.
álíka og mesti vindhraði sem mælst
hefur við ísland.
Meðfram strandlengjunni í Texas
og Mexíkó haföi fólk verið ílutt á
brott en um 80% íbúa neituðu að
fara.
Það svæði í Bandaríkjunum, sem
fellibylurinn gengur yfir, er fátæk-
asti hluti Bandaríkjanna og eru íbúar
þar flestir af mexíkönskum uppruna.
í Brownsville höfðu allar birgðir
af dósamat tæmst úr verslunum og
víða reyndu kaupmenn og aðrir að
okra á fólki. Lögreglan brást mjög
hart við og hótaði jafnvel að skjóta
þá er slíkt iðkuðu.
Við ströndina hafði vatnsyfirborð
sjávar hækkað um'ijóra metra og
úrkoma hafði mælst fimm hundruð
millímetrar svo að miklar líkur voru
taldar á flóðum.
Þegar DV fór í prentun höfðu ekki
borist fregnir af tjóni á svæðinu.
Gífurleg flóð hafa fylgt fellibylnum Gilbert og hér má sjá ástandið I Can Cun
á Yucatanskaga eftir að fellibylurinn gekk þar yfir.
Opinber rannsókn
Pétur h. Péturason, DV, Baiœlona;
Fehpe González, forsætisráð-
herra Spánar, hefur farið fram á
opinbera rannsókn á meintura
hlerunura á símum ýmissa framá-
raanna í spænskum stjórnraálura.
Þetta gerist í kjölfar kæruflóðs
vegna símahlerana.
Eftir aö vikuritið Tiempo fékk
tæknimenn til að kanna hvort sím-
ar ýmissa lykilmanna í stjórn-
málum væru hleraöir hefur athygli
manna mjög beinst aö þessum
möguleika. Þannig hafa ýmsir aðil-
ar, bæði einstaklingar, flokkar og
stofnanir, fengið tæknimenn til að
kanna hvort símar þeirra væru
hleraðir. Þessar athuganir hafa
leitt til þess að kærur vegna sírna-
hierana hafa stóraukist.
Forsætisráöherrann lýsti því yfir
í gær að þessar símalínur yrðu
kannaðar af óvilhöllum aðila. Af-
leiðingunum yrði tekið. Ef einhver
fótur i’cyndist fyrir þessmn ásök-
unum yrði þeim sem ábyrgur væri
fyrir hlerununumharðlega refsað.
González hefur látiö hafa eftir sér
í flölmiðlum að um sviðsetningu sé
aö ræða í því skyni að koma höggi
á ríkisstjórn landsins.
Samtímis þessu er að ljúka dóms-
rannsókn á meintum símahlerun-
um Ertzaintza, fylkislögreglunnar
í Baskalandi. Rannsóknin þykir
benda mjög eindregið til þess að
lögreglan hafi hlerað ólöglega síma
meints eiturlyflasala. Við hlerun
sírnans tókst lögreglunni af tilvilj-
un að koma upp um iðnaðarnjósn-
ir.
Þetta kúbanska flutningaskip fauk á land þegar fellibylurinn Gilbert gekk
yfir Yucatanskaga í Mexíkó á fimmtudag.
Stefnir í sigur Jafnaðar-
manna í Svíþjóð
Einar Baldvin Stefansson, DV, Helsingjaborg
Svenska Dagbladet og Dagens Ny-
heter birtu í gær niðurstöður síðustu
skoðanakannana fyrir þingkosning-
arnar sem fara fram á morgun.
Samkvæmt könnun Svenska Dag-
bladet fá borgaraflokkarnir þrír
44.6% atkvæða eða Hægri flokkurinn
18.2% (21.3% í kosningunum 1985),
Þjóöarflokkurinn 14.8% (14.2%) og
Miðílokkurinn 11.6% (10.1%). Jafn-
aðarmenn og kommúnistar fá hins
vegar til samans 46.2% það er Jafn-
aðarmenn fá 42.0% (44.7) og komm-
úrústar 4.2% (5.2%).
Græningjar verða, samkvæmt
þessari könnun, í lykilaðstöðu og er
spáð 7.1% fylgi (1.5%). Loks fengu
Kristilegir demókratar 2% (2.3%) og
4.1% aðspurðra voru óákveðnir.
Samkvæmt könnun Dagens Nyhpt-
er er borgaraflokkunum hins vegar
spáð 41.5% fylgi eða Hægri flokknum
17.9%, Þjóðarflokknum 13.9% og
Miðflokknum 9.7%.
Jafnaðarmönnum og kommúnist-
um er aftur á móti spáð 49.2% at-
kvæða eða Jafnaöarmönnum 43.4%
og kommúnistum 5.8%. Græningjum
er spáð 6.1% fylgi og Kristilegum
.demókrötum 2.6%.
Samkvæmt könnun Dagens Nyhet-
er voru 3% aðspurðra óákveðnir.
Stjórnmálaflokkur í Svíþjóð verður
að ná 4% lágmarksfylgi til þess að
fá kjörinn fulltrúa á þing.
Allt bendir nú til þess að Ingvar Carlsson, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði
áfram forsætisráðherra Svíþjóðar eftir kosningarnar á morgun.
Fiskadauði í Kattegat
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkað-
inn birtast f DV á fimmtudögum.
Gizur Helgason, DV, Reeisnæs:
■ Súrefnisskortur og fiskadauði
breiðist hratt út í sjónum umhverfis
Danmörku en þó sér í lagi í Katte-
gat. Undanfarna daga hafa net sjó-
manna í Kattegat verið hálffull eða
full af dauðum fiski.
Botninn á stórum svæðum í Katte-
gat er þakinn hvítum bakteríugróðri
sem kemur í ljós þegar súrefnið
hverfur. Á þrettán metra dýpi virðist
allt líf horfið.
Þetta er í fyrsta sinn sem súrefms-
skortur sjávarins í Kattegat kemur
svo snemma og líta sjávarlíffræðing-
ar mjög alvarlegum augum á málið.
Súrefnisskorturinn er á stórum
hafsvæðum þar sem slíkt hefur ekki
áður gert vart við sig. Vart verður
stundum við súrefnisskort á svæðum
í hafinu umhverfis Danmörku en
aldrei jafn stórum og nú og aldrei á
þessum árstíma.
Það var síðasthðinn sunnudag sem
tilkynningar fóru að berast frá fisk-
veiðibátum sem sögðu netin vera
full af dauðum rauðsprettum og
humri. Svipaðar tilkynningar hafa
haldið áfram að berast alla vikuna.
Á hafsbotninum berjast fiskar og
sniglar fyrir lífi sínu og á myndum
sem þar eru teknar má sjá kuðunga,
svo sem beitukónga, sem skriðið hafa
upp á hæstu steinana til þess að ná
í súrefni.
Samkvæmt upplýsingum sjávarlíf-
fræðinga má reikna meö því að þessi
súrefnisskortur verði í um tvo mán-
uöi. Einnig má gera ráð fyrir að það
taki mörg ár fyrir lífríkið að ná jafn-
vægi á ný ef súrefnisskortur gerir
ekki vart við sig á ný.
Ástæðu súrefnisskortsins segja
umhverfismálamenn vera mildan
vetur á síðastliðnu ári sem svo hafi
orsakað að mikið magn af köfnunar-
efnum frá landbúnaðinum hafi runn-
ið til sjávar. Við það hafi þörunga-
magnið aukist. Þeir eru nú að opna
sig og nota mikið af súrefni við þá
efnabreytingu.