Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 64
:~~§ f FRETTASKOTIP Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 LOKI Og án þess að láta okk- ur vita hjá Sprengju- vörnum ríkisins Veður á sunnudag og mánudag: Kólnandi veður Á morgun veröur sunnan- og suðvestanátt á landinu, sums staðar stinningskaldi á Suður- og Suðvesturlandi en gola í öðrum landshlutum, rigniíig eða súld sunnan- og vestanlands en viðast þurrt á Norður- og Austur- landi. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. A mánudaginn verður breytileg átt, víðast gola eða kaldi, sennilega þurrt á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi, annars staðar skúrir. Hiti verður á bilinu 5-11 stig. Ólympíuleikar í sjónvarpi um helgina: Næturvökur framundan Þeir sem ætla að fylgjast með ólympíuleikunum í beinni útsend- ingu í Sjónvarpinu um helgina verða 'að búa sig undir langar næturvökur. Tímamismunur miili Suður-Kóreu og íslands er 10 klukkustundir og erum við á undan í timatöflunni, þar af leiðir aö við fáum beinar sjón- varpsútsendingar á nóttunni. Sjón- varpið byijar í dag kl. 16.00 með því að endursýna valda kafla frá setning- '^bSangrunar GLER 66 6160 arathöfninni síðastliðna nótt. Síðan er eðlileg dagskrá fram til kl. 00.25, tekur þá við bein útsending frá fyrsta - degi keppninnar og verður sýnd kej)pni í sundi. I undanrásum í sundi verða á með- al keppenda þrír íslendingar, Bryn- dís Ólafsdóttir, Amþór Ragnarsson og Magnús Ólafsson. , Á sunnudaginn byrjar útsending með efni frá ólympíuleikunum kl. 16.00. Verður sýnt frá nóttinni áður í um það bil tvær klukkustundir. 23.20 tekur við bein útsending frá Seoul og er sýnt frá úrshtum í sund- greinunum frá deginum áður. Ólympíuleikarnir eru rétt að byrja. Eftir því sem líður á næstu viku fjölg- ar keppnisgreinum og um leið lengist útsendingartími sjónvarpsins. Um næstu helgi verður sýnt fram undir morgun. -HK Það voru óblíðar móttökur sem Hjalti „Úrsus“ Árnason fékk þegar hann fór upp á Keflavíkurflugvöll til þess að taka á móti kraftajötninum Bill Kaz- mayer sem kominn er til landsins til að taka þátt i keppninni Kraftur ’88, sem haldin verður í Reiðhöllinni á sunnudaginn. Kazmayer var þegar í flug- stöðinni farinn að æsa sig upp fyrir keppnina, þreif i Hjalta og hóf hann á loft. Vildi hann þá þegar fá að vita hversu margir þátttakendur yrðu í keppn- inni og hversu marga sjúkrabíla mótshaldararnir þyrftu að fá í Reiðhöllina til að flytja þá i burtu eftir að hann væri búinn að ganga frá þeim. JAK Þorsteinn kastaði sprengju í stjómarsamstar&nu í gær: Stjórnin fallin - tíJlaga um lækkun matarskatts banabitinn í beinni útsendingu á Stöð tvö í gær lýstu bæði Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hanni- balsson því’yfir að ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar væri fallin. Engin leið væri til samkomulags eftir nýj- ar tillögur sem forsætisráðherra birti þeim í gær. Það var sprengja í tilraunum flokkanna til að ná saman sem Þorsteinn Pálsson kastaöi fram í gær. Þorsteinn iagði fyrir hina for- mennina nýjar tiliögur sem gera ' ' ráð fyrir 6 prósent gengisfellingu, launafrystingu, hflum millifærsl- um, lækkun matarskatts, hækkmi tekjuskatts og lækkun niður- greiðslna. Þessi tillaga kom sam- starfsflokkunum gersamlega í opna skjöldu. Tillögu Þorsteins fylgdu útreikn- ingar Þjóðhagsstoöiunar á áhrifum hennar. Samstarfsflokkunum var því ijóst að hún hafði verið ein- hvern tíma í undirbúningi án þess að þeir vissu af. Á sama tíma og p sjálfstæöismenn unnu að útfærslu hennar sat Friðrik Sophusson fundi meö HaUdóri Ásgrímssyni og Jóni Sigurðssyni og ræddi allt aör- ar efnahagsaðgeröir. Þaö braust því út mikil reiði í samstarfsflokk- unum þegar ný tillaga birtist skyndilega í gær. Efni tillagnana varð þó ekki til að minnka reiðina. í tillögum Þor- steins er gert ráð fyrir 6 prósent gengisfellingu. Engar millifærslur eru í tillögum hans en hins vegar er gert ráö fyrir að söluskattur og launatengd gjöld verði felld niður af útflutningsfyrirtækjum. Til þess að minnka verðlagsáhrif gengisfellingarinnar vill Þorsteinn lækka söluskatt af matvælum úr 25 prósentum í 10 prósent. Á móti læWíun á búvörum á að koma nið- urfelling á hluta af niðurgreiðslum búvara. Til þess að minnka tekju- tap rikissjóðs vill Þorsteinn hins vegar hækka tekjuskatt um 1,5 pró- sent. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar veldur 6 prósent gengisfelling um 25 prósent verð- bólgu. Vegna lækkunar á niður- greiðslum munu búvörur ekki lækka þrátt fyrir lækkun sölu- skatts. Innfluttar matvörur lækka hins vegar um 12 prósent vegna lækkunar söluskatts en hækka aft- ur um 6 prósent vegna gengisfell- ingar. Ef helmingurinn af þeirri 6 prósent lækkun á erlendum mat- vælum, sem eftir er, kemur fram í lækkun vöruverös mun verðbólg- an verða um 20 prósent. i tiliögum Þorsteins er ekki gert ráð fyrir vaxtalækkun vegna mik- illar veröbólgu í kjölfar gengisfell- ingarinnar. Hann vill hins vegar breyta grunni lánskjaravísitöiunn- ar en ekki afhema hana. í tillögum Þorsteins er heldur ekki aö finna hugmyndir tun hvemig fyllt verður upp í 3 til 4 milijarða gat á fjárlögum næsta árs. Samkvæmt útreikningum fjár- málaráðuneytisins mun það hins vegar stækka um einn milijarð ef farið verður að tillögum Þorsteins. í þeirri tillögu, sem Þorsteinn lagði fyrir samstarfsflokkana, er ekki gert ráð fyrir hækkun per- sónuafsláttar. Hækkun á tekju- skattsprósentu um 1,5 prósent mun þvi lækka skattleysismörk um tæp- lega tvö þúsund krónur. I beinni útsendingu á Stöð gáfu Steingrimur og Jón Baldvin útdán- arvottorð stjórnarinnar. Þessar tí.1- lögur í kjöífar þess sem á undan væri gengið væru banabiti ríkis- stjórnarinnar. -gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.