Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 3 Fréttir Visakortið klippt í sundur fyrir framan fjölda folks „Ég var að versla á visaraðgreiðsl- um og átti ekki von á öðru en allt gengi vel fyrir sig. Afgreiðslumaður- inn hringdi í Visa til að fá heimild til að, ganga frá samningnum. Hjá Visa fékk hann þau fyrirmæli að taka af mér kortið og khppa það í sundur. Þetta fékk mikið á mig. í versluninni var margt fólk og þaö horfði á mig eins og ég væri vanskilamanneskja. Ég hef alltaf staðið í skilum með kort- ið. Það var endumýjað í apríl og átti að gilda þar til í apríl á næsta ári,“ sagði kona sem varð fyrir þessari Sverrir Sigfusson: Kannast við málið en skil það ekki „Ég kannast við málið en skii það ekki. Það sem ég get sagt er að þessi kona hefur verið með Visakort hjá okkur í þrjú ár. Hún hætti í viðskipt- um hjá okkur í fyrra. Það gengur sama yfir hana og aðra. Þegar við- skipti eru færð milli banka verða Visaviðskiptin að fara líka. Við emm ekki aö loka á hana í Visaviðskiptum. Þaö tekur ekki nema einn dag fyrir hana að opna Visaviðskipti í þeim banka sem hún verslar nú við. Við einfaldlega framlengdum ekki Visa- kortið hennar. Þetta er algengur hlutur í bönkunum," sagði Sverrir Sigfússon, útibússtjóri í Búnaðar- bankanum í Kópavogi. DV hefur staðfest að Visakort kon- unnar var í gildi til ijórða mánaðar 1989. Sverrir sagði ákveðið að kortið hefði verið komið yfir á tíma. Þessi staðhæfing er ekki rétt. Sverrir var spurður hvort ekki hefði mátt nota aðra aðferð við að fá kortið frá kon- unni. „Það sem hefur gerst þarna er að hún hefur ekki fengið bréfið um að búið væri að loka viðskiptunum, trú- lega vegna sumarafleysinga. Þetta hefur verið slys sem er leiðinlegt um að heyra.“ - Rengir þú að kortið hafi'átt að vera í gildi þar til í apríl á næsta ári? „ Já. Eg hélt að það hefði átt að gilda til fyrsta september. Það tekur mig skamma stund að kynna mér það.“ - Nú verður konan fyrir því, grun- laus með öllu, aö kortið er tekið af henni í verslun fyrir framan fjölda fólks og khppt í sundur. Þykir þér þetta ekki fullharkalegt? „Ég er að heyra í fyrsta sinn að þetta hafi gerst svona. Ég hélt að kortið heföi verið khppt vegna þess að það var útrunnið. Þetta kemur mér á óvart.“ - Hún segir að ekki hafi verið hægt að ná sambandi við þig og enginn til að svara í þinn stað. „Ég er nýkominn af sjúkrahúsi og var ekki við vinnu í tvær vikur. Ég er undrandi að þetta hafi verið vandamál, þar sem þetta er algengur hlutur í Visavandamáíunum í bankakerflnu. Það eru það margar mihjónir í vanskUum að það er varla hægt að tala um það. Bankar hafa lagt áherslu á að þeir sem eru með Visakort séu með önnur viðskipti líka svo hægt sé að tengja þetta sam- an og fylgjast með. Þetta er leiðinlegt slys að henni hafi ekki borist bréfið. Það var ekki verið að loka neinum viðskiptum heldur aðeins verið að fara fram á það að manneskjan hefði Visaviðskiptin í sínum nýja við- skiptabanka. Mér þykir þetta bæði sorglegt og leiðinlegt. Það getur ekki staðist að það sé khppt kort hjá manneskju nema kortið hafi verið útrunnið. Þetta hljóta að vera mistök verslunarinnar,“ sagði Sverrir Sig- fússon. -sme óskemmtilegu reynslu í verslun í Kringlunni fyrir fáum dögum. Konan segist hafa reynt árangurs- laust að ná tah af útibússtjóranum í Búnaðarbankanum í Kópavogi en þar hefur hún bankaviöskipti. Hún sagðist að vísu hafa flutt launareikn- ing sinn th Sparisjóðs Kópavogs ný- lega. Hún hefur enn ávísanareikning hjá Búnaðarbankanum. „Mér þykir nokkuð vænt um Bún- aðarbankann. Þar hef ég verið í við- skiptum frá því ég var barn. Bankinn sendi mér aldrei tilkynningu um að visasamningi við mig hefði verið sagt upp. Það hefði verið þægilegri aðferð en þessi. Ég hef gert samninga um millifærslur af visareikningnum um kaup á bókum og blöðum erlendis frá. Ég veit ekki hvað verður um þá samninga þegar búið er að loka á mig þessum reikningi," sagði konan og var allt annað en ánægð með við- skiptahætti bankans. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.