Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 45
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 61 Ferðalög Steindrangarnir við Stonehenge eru tilkomumiklir og næsta ótrúlegt hvernig fornaldarmenn gátu rogast með þá tugi kílómetra ofan úr fjöllum niður á Salisburysiéttuna. Down. Þar er jafnframt hægt að sjá sögu Bandaríkjanna endurskapaða og fá sér gott síðdegiste. í annan stað býður loftbelgsklúbbur Bath upp á klukkustundar langar ílugferðir yfir borgina. Þátttakendur fá kampavín sér til hressingar þegar lent er og flugmaðurinn áritar sérstakt flug- skírteini fyrir hvern farþega. Kertaljós á ánni Bath er með rómantískari borgum og ferðamenn, sem þannig eru þenkj- andi, geta brugðið sér í þriggja tíma langa siglingu á Avon um nærbggj- andi sveitir. Á sigbngunni er borinn fram kvöldverður og snætt er við kertaljós. AUt í kringum borgina er landslag eins og það gerist fegurst, skógi vaxn- ar hæðir og hólar og lítil þorp með gömlum knæpum og steinkirkjum frá miðöldum. í Bathampton Uggur Kennet- og Avon-skurðurinn við bakdyrnar á Georgskrá. Handan göt- unnar er svo kirkja heUags Nikulás- ar sem byggð var á 13. öld og endur- byggð um miðja þá 18. Waterloo í Valhöll Áhugamenn um söfn af ýmsu tagi þurfa ekki að láta sér leiðast í Bath. Áður er getið rómversku baðhús- anna og Ameríska safnsins en þau eru mörg fleiri. Klæðasafnið í Assembly Rooms er eitt hið stærsta og besta sinnar teg- undar á Bretlandi. Þar er saga tísk- unnar rakin frá síðari hluta 16. aldar fram á okkar daga. Þar gefur m.a. að líta skartgripi, nærfatnað, barna- föt og hátíðafot aðalsins. Vagnasafnið í Circus Mews geymir 40 hestvagna frá liðnum öldum og stöku sinnum má sjá einhverja þeirra aka um götur Bath. Þar sem safnið er nú voru á 18. öldinni vagna- geymslur og hesthús íbúa Sirkuss- ins. í Valhöll, bústað hetjanna, eru sýndar orrusturnar við Waterloo og Rorkes Drift. Waterlooorrustan er endursköpuð með nær tuttugu þús- und líkönum og með ljós- og hljóð- hrifum er sagt frá öllum atburðum hins örlagaríka dags, 18. júní 1815, þegar Napóleon beið endanlegan ósigur fyrir Wellington. Gisti- og veitingastaðir eru fjöl- margir í borginni og þar ætti hver að flnna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem leitaö er að íburði eða einföldum Bed og Breakfast-stöðum. Meðal þess matar, sem upprunninn er á staðn- um, má nefna Bathbollur, Bath Chaps, sem eru soðnar svínakinnar í brauðmylsnu, og Sally Lunn kökur. Steinarnir á sléttunni Það getur verið erfitt að yfirgefa Bath eftir nokkurra daga dvöl því á fallegum sumardegi er hún hreinasta paradís. En einhvem tíma verður allt að taka enda. Um þetta hérað Englands getur þó enginn farið án þess að koma við í Stonehenge, þeirri fornu steinaþyrpingu á Salisbury- sléttunni, aðeins um 50 kílómetra suðaustur af Bath. Þangað er tilvalið að fara á leiðinni aftur til London. Stonehenge er frægasta forsögu- lega hofið í Evrópu og þangaö leggur nær ein milljón ferðamanna leið sína á ári hverju. Staðurinn kemst gjarn- an í fréttir um jafndægur á vori þeg- ar lögregla er kvödd til að fjarlægja fjöldann allan af hippum sem þangað flykkjast um það leyti árs til hátíða- halda. Hring eftir hring Stonehenge er byggt í hring. Yst er lágur garður og síðan skurður og loks annar garður, aðeins lægri hin- um fyrri. Inni í miðjum þessum hring eru risastórir steinar sem einnig hef- ur verið raöað upp í hring þó sá hringur sé nú rofinn. Steinarnir standa tveir og tveir saman og ofan á þeim og milli þeirra liggur sá þriðji þannig að til samans mynda þeir eins konar dyraumbúnað. Innan þess hrings standa enn aðrir steinar eins og drangar upp í loftið og upphaflega mynduðu þeir skeifu. Á norðaustur- hlið ytri garðsins er inngangurinn í Stonehenge og þar er steinn sem kallaður er Hælsteinninn. Flestir eru sammála um að Ston- henge hafi verið notað til trúariðk- ana en ekki er vitað hvaða guði hin- ir fornu byggingarmeistarar og af- komendur þeirra tilbáðu né' hvers eðhs þær voru, trúarathafnirnar sem þar fóru fram. Sumir halda því fram aö staðurinn hafi verið hof sóldýrk- enda og enn aðrir telja að þar hafi menn skráð ris og hnig sólar og mána og spáð fyrir um tunglmyrkva. Grettistök Hvað svo sem líður tilgangi Stone- henge er ekki laust við að ferðamaö- urinn finni til dálítiö óttablandinnar virðingar fyrir steinsmiðunum, sér- staklega þegar þess er gætt að hvergi er stóran stein að sjá í öhu landslag- inú nema þar. Jarðfræðingar hafa komist að því að mikið af steinunum var flutt frá Wales að byggingarstað, rúmlega tvö hundruð kílómetra leiö. Aðrir steinar voru fluttir um 20-30 kílómetra leið. Þegar haft er í huga að Stonehenge var byggt á tímabilinu 2800-1100 fyrir Krist og að þyngstu steinarnir vega um 50 tonn má öllum ljóst vera hvíhkt þrekvirki þetta hef- ur verið. Hér hefur aöeins verið fjallað um tvo staði í sveitunum vestur af Lon- don. Þeir eru þó miklu fleiri sem vert er aö skoða, bæði náttúrufyrir- bæri og lítil, faUeg þorp. Þeir sem hyggja á Lundúnaferð á næstunni ættu að taka frá 3-4 daga og huga að enskri sveitasælu. Af sUkri ferð verður enginn svikinn. -gb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.