Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 3 Viðtalið Geri sjátfur við alla mína bfla v .. ... ......... . Nafn: Karl Ragnars Aldur: 47 ára Staða: Forstjóri Bifreiðaskoð- unar íslands hf. Karl Ragnars var nýlega ráð- inn í'orstjóri hins nýja fyrirtækis Bifreiöaskoðun íslands iif. Tekur hann formlega við því starfi um áramót en þá leysir Bifreiðaskoð- un íslands Bifreiðaeftirlit ríkisins af hólmi. Uppalinn á Siglufirði Karl Ragnars er fæddur og upp- alinn á Siglufirði, sonur hjón- anna Ólafs Ragnars, kaupmanns á Siglufiröi, og Águstu Johnson Ragnars. Karl á tvö systkini, Gunnar, sem tekur við forstjóra- stöðu hjá Útgerðarfélagi Akur- eyrar um áramót, og Guðrúnu, sem er hjúkrpnarfræöingur í Reykjavík. Eiginkona Karls er Emilía Jónsdóttir, Norðfirðingur, og eiga þau þrjú börn. Ragna Ragnars er húsmóðir í Reykjavík, Hildur Ragnars er við nám í Bandaríkjunum og Jón Ragnars er í grunnskóla. Allt annað en reyfara „Maður er alltaf að vinna og kann þvi varla annaö,“ segir Karl aðspurður um frístundaiðkanir og áhugamál. „Fjölskyldan reyn- ir að halda mikið saman. Við för- ura mikið i sumarbústað sem viö eigum í Borgarfiröi. Ég get ekki hreykt mér af iþróttamennsku. í mínu ungdæmi gafst ekki mikill tími til íþróttaiðkana en það var á síldarárunum sem ég var á þeim aldri þegar menn eru sprækastir í íþróttum. Ég hlusta töluvert á tónlist og les mikiö af bókum. Ég les þó allt annað en reyfara." Verkfræðingur að mennt Karl gekk í barna- og gagn- fræðaskóla á Siglufirði og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Þaðan lá leiðin í verk- fræði í Háskóla íslands og síöar viö Tækniháskólann i Dan- mörku. Þaöan lauk Karl verk- fræðiprófi 1968. Hann settist aö í Reykjavík og hóf störf hjá Orku- stofnun þar sem hann starfaði til ársloka 1982. 1983-1985 var Karl framkvæmdastjóri Jarðborana ríkisins. Þegar sú stofnun var gerð að hlutafélagi, Jarðboranir hf., áramótin 1985/1986, varð hann framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Karl mun gegna þeirri stööu til áramóta þegar hann tek- ur við Bifreiöaskoðun í slands hf. Tei mig hafa vit á bílum „Þaö er kannski ekki í frásögur færandi en ég hef alltaf gert viö alla mina bfla sjálfur. { gegnum þær viðgerðir hef ég öðlast ákveðna reynslu og tel mig hafa nokkurt vit á bilum. Það er ekki ónýtt veganesti í nýja starfið.“ -hlh Fréttir íslandskortið kostar tíu milljónir Gert er ráð fyrir að íslandskortið stóra, sem koma á fyrir í ráðhús- inu, kosti um tíu milljónir króna. Þessi tala á einungis við kortið sjálft en ekki búnaöinn sem því fylgir. Nú er unnið að gerö kortsins, eins og fram hefur komið í DV, og hafði um síðustu áramót verið kostað til þess 2,5 milljónum króna. Það verð- ur rúmlega 80 fermetrar að stærð. „Ætlunin er að reka með kortinu Utskyggnusýningu,“ sagði Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræð- ingur. „Henni verður í stórum dráttum þannig háttað að myndum og texta verður varpað á vegg. Tölvustýrður ljósgeisli mun um leið falla á þann staö kortsins sem verður til umfjöllunar hveiju sinni.“ - Líkanið verður á geysistórum palh á hjólum. Þegar það er ekki í notkun verður því rennt undir steypta plötu í öðrum enda salar- ins, þar sem það verður geymt. Salurinn getur því nýst til annars þegar kortið er ekki í notkun. Þórður kvaðst ekki vita hversu mikið búnaðurinn myndi kosta. Búiö væri að kaupa sýningarbún- aðinn en „ég man ekki hvað hann kostaði", sagði borgarverkfræðing- ur. Hann sagði ennfremur að text- ann með litskyggnunum yrði hægt að hafa á ýmsum tungumálum, allt eftir því hvers lenskir gestirnir væru sem skoðuöu kortið. -JSS ísafjöröur: Samið við fostnir Siguiion ]. Sguiðsaan, DV, hafiiði: Foretöðumenn dagvistarstofn- ana ísafjaröar hafa dregið upp- sagnir sínar til baka þar sem leið- rétting hefur fengist á kjörum þeirra. Þeir fóru í vor fram á að veröa hækkaðir um þrjá launa- flokka og bentu í því sambandi á launakjör starfsfélaga sinna á Akureyri og í Kópavogi. .JEndurmati á störfúm deildar- fóstra og forstöðumanna dagvist- arstofiiana á ísafirði er nú lokið og niðurstaðan varö sú að for- stöðumenn voru fáerðir í launa- fiokka 73 og 74 en voru áður í flokkum 71 og 72,“ sagði Árni Stefán Jónsson, félagsmálafull- trúi ísafjarðar, t samtali við DV. „Auk þess fá þeir greidda fjóra yfirvinnutíma á mánuöi vegna ýmissa aukaverka sem innt hafia verið af hendi hingað til án greiðslu,“ sagði Árni. Ógeð! Hér sést hvernig úðað hefur verið með rauðu lakki á Gagnfræða- skóla Akureyrar. Ekki liggur fyrir hvort þeir sem þarna voru að verki hafa verið að láta í Ijós álit sitt á skólanum, en orðin, sem „sprayuð" voru á húsið, lýsa verknaðinum vel. - DV-mynd gk Akureyri: Lakki úðað á hús og bfla Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Unglingar með úðabrúsa ollu skemmdum á bílum og húsum á Brekkunni á Akureyri seint á fóstu- dagskvöld eða aðfaranótt laugar- dags. Þeir úðuðu úr brúsunum rauðu lakki á Gagnfræðaskóla Akureyrar, á hús við Byggðaveg og á fjóra bíla a.m.k. Hægt er að lagfæra skemmd- imar á húsunum með því að mála yfir þennan óþverra en lakkinu er ekki hægt að ná af bílunum þannig að þá verður aö sprauta upp á nýtt. Virðisaukaskattur á stangaveiðileyfí: „Verið að færa peninga frá dreif- býlinu til ríkisins" - segir Böövar Sigvaldsson „Þessi nýja skattheimta, virðis- aukaskattur á stangaveiðileyfi, er óréttlæti og við höfum raétt við stjórnvöld um málið. Þaö er verið að færa peningana frá dreifbýlissveitar- félögum til ríkisins," sagði Böðvar Sigvaldsson, formaður Veiðifélags Miðfirðinga og Landssambands veiðifélaga, á 38. aðalfundi Lands- sambands Stangaveiöifélaga í Mun- aðarnesi í Borgarfirði um helgina. En þar kom umræðan um þennan virðisaukaskatt á veiðileyfi mjög við sögu. En sitt sýnist hverjum, hvort bændur eiga að borga hann eða lax- veiðimenn, verði hann lagður á. „Af útflutningi er ekki greiddur virðis- aukaskattur og því verða veiðileyfi útlendinga undanþegin skattinum. Þetta þýðir mikinn mun á veröi á veiöileyfum til íslendinga annars vegar og svo útlendinga hins vegar. Mér finnst að verið sé aö leggja stein í götu útvistarfólks með þessum hætti, en rætt hefur verið um að skatturinn taki gildi 1990,“ sagði Böð- var formaður. En Böðvar hvatti Landssamband stangaveiðifélaga til að kynna ráðamönnum hvaða áhrif þessi skattur hefði á möguleika úti- vistarfólks yröi hann settur á. Þessi aðalfundur var fjörlegur og bar mörg mál á góma, eins og neta- veiði, lenging laxveiðitímans, 1200 illa nýtt silungsveiðivötn, laxveiðin næsta sumar og samstaða stanga- veiöifélaga. „Þetta hefur verið stórgott þing og ég mun sitja næsta starfsár, en síðan verður að finna annan formann," sagði Rafn Hafnfjörð nokkrum mín- útum eftir kosningu hans sem for- maður Landssambands stangaveiði- félaga. G.Bender Á LAVGA Vinningstölurnar 22. október 1988 Heildarvinningsupphæð: kr. 4.040.345,- Fimm tölur réttar kr. 1.859.575,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. Bónustala + fjórar töiur réttar kr. 323.262,- skiptast á 6 vinnings- hafa, kr. 53.877,- á mann. Fjörar tölur réttar kr. 557.550,- skiptast á 126 vinningshafa kr. 4.425,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.299.958,- skiptast á 3.194 vinningshafa kr. 407,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 JQ____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.