Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Stefanía Món- akóprinsessa á nokkuð óvænt í vændum. Eins og flestir vita þá átti hún í eld- heitu ástarsambandi við Mario Jutard. næturklúbbaeiganda og dæmdan nauðgara, um nokkurt skeið eða allt þar til hún ákvað að fara að ráðum fóður síns og segja kauða upp. Mario var ekk- ert yfir sig hrifinn af meðferðinni og nú hefur hann ákveðið að skrifa bók um samband þeirra. Bókin á að heita The Unknown Story sem á íslensku mætti þýða sem Hin hliðin. Er ekki að efa að þar verður sagt frá mörgu krassaridi. Ben Johnson lyfjanotandi er ekki aðeins hrað- skreiður á hlaupabrautinni. Um daginn var hann stoppaður á Ferrari bílnum sínum þar sem hann var að dóla sér á eitt hundr- að og fjörutíu kílómetra hraöa í íbúðahverfi. Ljósmyndari nokk- ur varð vitni að því er lögreglan stöðvaði kappann og smellti af í gríð og erg. Það fór fyrir bijóstið á hlauparanum hraöskreiða og hann réðst á ljósmyndarann. Sennilega eru þaö bara fráhvarfs- einkennin sem fara svona með skapið á honum. Elizabeth Taylor berst nú með kjafti og klóm til að fá leyfi fyrir son sin, Michael Wilding yngri, til að setjast aö í Bandaríkjunum. Sá stutti frábað sér bandarískan ríkisborgararétt sinn fyrir sautján árum og var síðar dæmdur fyrir fíkniefna- notkun. Nú getur hann ekki feng- ið að flytja til Bandaríkjanna -vegna þess að þeir útlendingar, sem hafa fengið dóma fyrir fíkni- efnanotkun, fá ekki landvistar- leyfi í Bandaríkjunum. Kerlingin vonast nú til að geta notað vini sína, sem eru í pólitík, til að fá gerða undantekningu fyrir strák- inn. Guólaugur Bergmann fimmtugur ■ Það urðu fagnaðarfundir hjá Sæma rokk og Gulla. Þeir hafa báðir haft orð á sér fyrir að kunna að taka sveifluna á dansgólfinu. DV-mynd GVA Hjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Guðlaugur Bergmann voru glöö á góðum degi er Guðlaug- ur varð fimmtugur síðastliðinn fimmtudag. Þau tóku á móti gestum á Hótel Sögu í tilefni dagsins. Guðlaugur Bergmann tekur hér á móti Stein- grími Hermannssyni forsætisráðherra og konu hans, Eddu Guðmundsdóttur. Stefán Jónsson úr Lúdó færði vini sínum blómvönd í tilefni dagsins. í boði hjá borgarstjóm Á dögunum sóttu þátttakendur og aðstandendur heimsbikarmóts Stöðvar tvö í skák hanastélsboð í Höfða í boði Magnúsar L. Sveinsson- ar, forseta borgarstjómar. Skákmennimir hafa að sjálfsögðu verið undir miklu álagi á meðan á mótinu hefur staðið, eins og vera ber, þannig að sennilega hefur það verið þeim kærkomið að geta slakað á og tekið sér frí frá peðsfórnum og drottningaskiptum rétt eins og eina kvöldstund. Ljósmyndari DV var í Höfða og myndaði það sem fyrir augu bar. Magnús L. Sveinsson tekur á móti Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðv- ar tvö, og eiginkonu hans, Hildi Hilmarsdóttur. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar tvö, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, á spjalli. Sennilega er umræðuefnið hjá þessum þremenningum skák. Þetta eru breski stórmeistarinn Jonathan Speelman, Jan Timman og Einar S. Einars- son, framkvæmdastjóri Visa á íslandi og alkunnur skákáhugamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.